Vikan


Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 19

Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 19
Framhaldssaga eftir Elsi Rydsjö 4. HLUTI er Orðin héngu í loftinu eftir að þau voru sögð, greinileg og skýr: — Ég er komin til að sjá bamið mitt. Slörið um andlit Júlíu og hatturinn urðu fyrir augum Ebbu eins og ský, stórt og skínandi. Það var eins og allt drœgist inn í þetta ský, allur máttur líkama hennar, öll skynsemi úr heila hennar. Einhver ókunnur kraftur hjálpaði henni til að halda reisn sinni. En hún gat ekkert sagt. — Þú heyrir vel, hvað ég segi, sagði Júlía ergileg. — Heldurðu kannski, að ég viti ekki, hvað hefur gerst? En hvað Ebba þekkti þessa rödd vel aftur eftir öll þessi ár, harða og óþolinmæðislega. I tímunum á prestssetrinu hafði hún einatt truflað með spumingum. Ávitanir prestsins höfðu litið haft að segja. Júlia hafði ekki áhuga á öðm en því, sem hún sjálf hugsaði og gerði. Aðalatriðið var, að allt snérist um hana og að alltaf væri eitthvað að gerast. Jú, Ebba heyrði sannarlega, hvað hún sagði, en hún kom ekki upp orði. Hún fann lamandi tilfinningu heltaka likama sinn. Brátt myndi heilinn lamast lika, þá yrði allt búið, og hún myndi sleppa við.... Júlía litaðist um í fallega búinni stofunni, rannsakandi og opinskátt. — Þú gætir að minnsta kosti boðið mér sæti, sagði hún og hló stuttum hörðum hlótri. — Við þurfum að ræðast við. HÚN hafði auðvitað rétt fyrir sér. Ösjálfrátt bandaði hún í átt til sófans við gluggann. Það var rétt, þær urðu að talast við. Það höfðu þær einmitt ætlað að gera kvöldið, sem þær Elsebet ætluðu að koma til þeirra Jóhönnu. I stað þess hafði hún veikst og fætt barnið sitt. Ef örlögin hefðu ekki hagað því þannig, hvað hefði þá gerst? Ef allt Ég lagði saman tvo og tvo og fékk út fjóra. Hvert hefði barnið mitt getað farið annað sömu nótt og það fæddist? hefði ekki skeð svona fljótt, án þess að gaumur gæfist til að athuga' málið. Ef þær hefðu fengið tíma til að tala saman í frið og ró, hverju hefði það þá breytt? En þetta hafði gerst, það var búið og gert. Jóhanna hafði borið bamið i örmum sinum gegnum skólinn og fært henni það á sængina — og Magda hafði komið til að tilkynna lát pabba, þá hafði Ebba logið að henni og lagt bamið við brjóst sitt. Já, það var hún sjálf, sem hafði farið með ósannindi. Hún hafði reynt að snúa sig út úr því sem skeði og hún hélt, að allt hefði farið vel. En lygar og svik komast alltaf upp um síðir. Hnén skulfu undir henni, og allt í einu féll hún niður á sófann við hlið Júlíu. — Svona, já, sagði Júlía ánægð. — Nú getum við spjallað saman. — Hvernig komstu að þessu...? Hver sagði þér frá? — Jæja, það var þá meining þín. Þú ætlaðir að láta sem ekkert væri, dylja migþess, sem orðið var? Júlía var snögg til svars, og augun glömpuðu. — Það var vilji þinn. Þú vildir allan timann, að önnur... Það var eins og hún megnaði ekki að segja orðin. Varir hennar vom stífar og andlitið stirðnað. — Já, það vildi ég, sagði Júlia, og ljósbrúnu augun hennar vom samankipmð og harðneskjuleg. — Ebba, þú þekkir ekki heiminn. Allt þitt líf hefurðu lifað eins og fugl í búri og ekki verið í sambandi við umheiminn. Ég veit vel, að það var ekki auðvelt að búa við föður þinn, ég get leyft mér að segja það, án þess að vanvirða minningu hans. En þú hafðir allt, sem þú þarfnaðist, og ef þig vantaði peninga, vom þeir til reiðu. Auk þess varst þú heimasæta á ríkasta búgarði byggðarinnar. Heldurðu, að fólkið hafi ekki borið virðingu fyrir þér af þeim ástæðum? Heldurðu, að það hafi ekki tekið tillit til þín vegna þess? — Gat ég nokkuð gert að þessu? — Nei, nei. En þetta skildi á milli 51.TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.