Vikan


Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 36

Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 36
STJÖimSRÍ llrtilurinn 21.mars 20.;i|>ril YiuliA 21.npril 2l.mai Ttiburarnir 22.m;ii 21. jum Það mun reynast þér nokkuð erfitt að samræma óskir þínar og skyldur. Nokkuð rót verður á tilfinn- ingalífinu, og ætt- irðu að reyna að beita þolinmæðinni. kr hhiiin 22. júni 2.Y júli Gott álit á þér út á við gæti haft góð áhrif á möguleika þína á rómantiska sviðinu. Þín bíður ósigur, sem hefur þó ekki djúp áhrif á þig. Farðu leynt með fyr- irætlanir þinar. tniíin 24.\L-pi. 2.Y»ki. Varaðu þig á ágeng- um manni, sem er á hnotskóm eftir eign þinni. Þér heppnast því miður ekki að vera ráðgjafi, eins og þú hafðir hugsað þér, því skaltu geyma hæfileikana, þar tii siðar. Slcingcilin 22.dcs. 20. jan. Láttu ekki hugaróra og sjálfsblekkingu trufla hugsanir þín- ar, því nú reynir á að hafa rétt álit á hlut- unum. Þú færð heim- boð á laugardaginn, sem þú ættir hik- laust að þiggja. Yfirmenn þinir eru ánægðir með árang- ur verka þinna, enda hefurðu staðið þig með sóma að undan- fömu. Notaðu hinar hagstæðu aðstæður til að ráða bót á vandamálum þínum. l.jiiniA 24.júli 24. jiiú'l Þessi vika verður á ýmsan hátt erfið fyr- ir þig, en þú verður að varast að láta aðra líða fyrir það: Reyndu að bera þetta sem mest einn, og hugsaðu málin vel og vandlega. SpurAtlrckinn 24.»ki. 2.Ynói. Þú verður þátttak- andi í all fjölmennum gleðskap. Kynni þín af fólki þar munu hafa talsvert að segja, þegar til lengdar lætur. Það er nauðsynlegt fyrir þig að hugsa skýrt og rökrétt. Yilnshcrinn 21.j;in. I‘>.fcbr. Þú stendur nú á tímamótum, og erf- iðar ákvarðanir em framundan. Annars vegar er hið venju- lega og á margan hátt þægilega lif, hins vegar áhættu- samt lif, sem gefur meira í aðra hönd. Þú færð forskot, sem veitir þér gullna möguleika til sigurs. Þú færð ýmis tæki- færi til að sýna, hvað í þér býr. Leggðu þig allan fram við að leysa úr nýfengnu verkefni. Hagstætt væri fyrir þig að innheimta gamla skuld i þessari viku. Þú færð eftir- sótt verkefni i hend- ur, sem margir hafa ásælst. Sýndu nú, hvað í þér býr. Heillalitur er blár. K»gm;iútirinn 24.nót. 21.dcs. Áríðandi og aðkall- andi mál, sem hafa dregist á langinn, krefjast nú skjótrar afgreiðslu. Reyndu að fá aðstoð vina þinna við lausn til- tekinna verkefna. Vertu hress og kát- ur. Fiskarnir 20.fcbr. 20.mar« Einkalif þitt verður í besta gengi, ef þú lætur ekki tor- tryggni og afbrýði- semi eitra lif þitt. Gleymdu ekki að rækja skyldur þinar við bágstadda per- sónu, hún setur allt traust sitt á þig. FRAMHALDSSAGA EFTIR HILDU ROTHWELL ,,Já. Það var nú einmitt það. Eins og ég sagði, þá voru þeir afar æstir og þetta glopraðist út úr Danny svo að ég heyrði.” Þótt tíu ár væru liðin, sló enn um mig kuldahrolli. ,,En eftir að Charles Nanda slóst í för með þeim og þeir vildu ekki hafa mig með sér lengur — ” Ég þagnaði, en bætti svo við: ,,Hann var alltaf að hæða mig, það var allt öðru visi en góðlátleg stríðni Rorys, það var þessi venjulega framkoma Nakadiumannsins við stúlkur....*' ,,....jafnvirði tveggja kúa, þegar hún er fullvaxin, ef hún er heppin.” Chris brosti góðlátlega, og ég fann að ég slakaði aðeins á. ,,Ég hataði Charles Nanda,” sagði ég með miklum ofsa. „Hann sneri einu sinni upp á handlegginn á mér, þangað til — ”. Brosið hvarf af andliti Chris. ,,Það var allt í lagi. Danny kom nógu snemma. En það lá við, að það liði yfir mig og ég var helaum í handleggnum í heila viku. Stundum reyndi ég að telja sjálfri mér trú um, að Danny hefði sagt Rory frá þessu, og það væri vegna framkomu Charles, sem Rory vildi ekki leyfa mér að koma með þeim lengur.” „Chris bauð mér sígarettu, en ég hristi höfuðið og hélt áfram: „Að sumu leyti var þetta allt mér að kenna, skilurðu. Ég missti stjórn á skapi mínu einn daginn. Ég þurfti að læra algebru, sem ég hataði, og Rory vildi ekki hjálpa mér, því þeir voru að fara eitthvað saman, og ætluðu að skilja mig eftir eina heima. Svo ég hrópaði til Charles, að ég væri ekkert ungbarn, þó ég væri að vísu bara stelpa, og að Rory og Danny hefðu sagt mér leyndar- mál, sem þeir hefðu ekki sagt honum. Ég var bara að reyna að gera mig breiða. En það endaði með, að þeir urðu að segja Charles frá því, og það höfðu þeir aldrei ætlað sér. Danny tók af mér þagnareið og sagðist vita um galdralækni, sem gæti lótið mig deyja, ef ég segði frá.” Ég þagnaði aftur. Aftur fannst mer eins og kalt vant rynni niður eftir bakinu á mér. Og það var eins og Chris vissi, hvernig mér leið. „Ég var sjálfur búinn að geta mér til um þetta,” sagði hann, „svo þú hefur ekki sagt mér frá neinu, sem ég ekki vissi þegar.” Við horfðum góða stund hvort ó annað, en síðan sagði hann aftur: „Þú sagðir mér ekkert, sem ég vissi ekki. Og alla vega....” ,, Alla vega,” greip ég fram í fyrir honum, „er Danny dáinn. Var það ekki það, sem þú ætlaðir að segja? Að sumu leyti er það einmitt verra þess vegna.” Ég þagnaði, og þó ég liti undan, fann ég samt augnaráð hans hvíla á mér. En hann þvingaði mig ekkert til að halda áfram og eftir stutta stund tók ég aftur til máls, ótilkvödd. „Þeir höfðu ekki sagt mér þennan dag, hvert þeir ætluðu. En einhvem veginn vissi ég það samt. Kannski mest vegna þess, að þeir voru svo harðir á því, að ég elti þá ekki. Ég hélt að gæti elt þá, án þess að þeir yrðu þess varir. Ég fór ekki í bátaklúbbinn. Mér fannst það ekki vera gáfulegt, af því þeir myndu áreiðanlega sjá mig, og þar fyrir utan, ef Brewster, — þú manst, að hann var formaður bátaklúbbs- ins — sæi mig, þá mundi hann segja pabba frá því. Ég vissi um stað, þar sem hægt var að komast niður að ánni og ganga meðfram henni þangað sem gljúfrið byrjaði. En ég hafði líka bara gleymt að reikna með því, að auðvitað höfðu strákamir líka áhyggjur af Brewster. Þeir vom sem sagt fyrir á staðnum, þegar ég kom þangað.” Nú var ég komin að þeim hluta frásagnarinnar, sem ég hataði mest, og myndi alltaf gera. Chris virtist skilja örvæntingu mína, því hann sagði: „Ef Rory var reiður, þó hefur það sumpart verið út af áhyggjum af þér. Þú varst lítil stúlka og alein. Hvað hefði ekki getað gerst, ef þeir hefðu skilið þig eftir eina þarna, á stað, þar sem bæði gátu verið hættulegir apar og fílar? En á hinn bóginn gat hann heldur ekki tekið þig með sér. Rory var hugsunarlaus ofurhugi, þegar hann var ungur,” sagði Chris, og þegar ég andmælti honum, varð hann enn ákafari: „Þú verður að geta horfst í augu við þá staðreynd, Katharine, að hann var það. Sum uppátæki hans vom stór- hættuleg. En hann hefði samt aldrei hætt á að taka þig með i slika glæfraför, jafnvel þótt það hefði verið pláss fyrir þig í bátnum. En það var það reyndar ekki.” „Það er sennilega rétt hjó þér,” svaraði ég. „Ég skil núna, að hann hefur neyðst til að fylgja mér til baka, alla vega að brúnni á veginum, sem lá að heimili okkar.” 36 VIKAN 51. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.