Vikan


Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 48

Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 48
síðbuxum, stuttum loðjakka og innilegt bros lék um varir hennar. Hún fagnaði okkur af heilum hug. — Góðan daginn, sagði ég og heildaði svo Bóthildi litlu systur. — Ég hafði ekki hugmynd um að Sigurður œtti litla systur, sagði ég. . — Og við höfðum ekki hugmynd um að Sigurður œtti vinkonu, sagði móður hans og hló. Og hverju átti ég að svara þessu? Að það væri nú varla von, og alls ekki í frásögur færandi, að hún væri ekki tilvonandi tengdamóður mín, að ég væri bara með í förinni til að auðvelda Sigurði heimkomuna. Ég var ástfangin í Sigurði — en það þurfti tvo til að ganga í hjónaband og slíkt var ekki til umræðu. Ég iðraðist þess ekki að hafa farið með. Aðfangadagskvöldið var af- skaplega notalegt. Móðir Sigurðar átti stóran búgarð, sem hún leigði út, en bjó sjálf í aðalbyggingunni. Þetta voru gamaldags jól, sem sjaldgæft er að upplifa á vorum dögum, og ég naut þess að vera með þeim. Allt gekk miklu betur, en nokkum hafði órað fyrir. Tore Numland var stór og myndarlegur maður, skemmtilegur og hress náungi. Hann lét sem ekkert væri frá fyrstu stundu, kom bara út á hlað og rétti Sigurði höndina og sagði: — En gaman að sjá þig, Sigurður! Og Sigurður svaraði: — Mér fannst vera tími til kominn að láta sjá framan í mig. Mér fannst að vísu að Sigurður hefði getað verið glaðlegri, en hann bætti það upp þegar við komum inn i húsið. Það var nýuppgert, en greinilegt var að það var gert með virðingu fyrir því gamia. Það var allt mjög smekklega gert. Og Sigurður sagði: — Það eru naumast finheitin! Og móður hans sagði stolt: — Tore hefur annast þetta allt saman einn. Tore horfði á hana og ég hugsaði sem svo, að ef augu gætu faðmað og kysst, þá gerði hann það nú með tilliti sínu. Þetta ástúðlega augna- tillit snerti mig djúpt. Hugsa sér ef ég fengi að upplifa slika ást einhvemtima.... En Siguðri gekk ekki vel að ná jafnvægi. Hann var spenntur og ekki líkur sjálfum sér. Það var ekki fyrr en við settumst framan við arininn og sötmðum toddí og spiluðum Monopol, að hann gat slakað á og verið eðlilegur. — Hve lengi hafið þið Sigurður þekkst? spurði móður hans á eftir, þegar við stóðum fram í eldhúsi og tókum til nasl með kvöldkaffinu. — O, sagði ég — það em tvö ár síðan við kynntumst, en hann var í burtu i eitt ár og svo.... Kaffið sauð í þessu og ég fór að bera inn bollana og meðlætið. Mér varð hugsað til þess hve ég hafði verið ástfangin í Sigurði frá fyrstu stundu — ástfangin í þessum stóra, pinulítið klaufska læknanema, sem sagði svo margt kyndugt og var svo mannlegur einmitt vegna þess að hann hafði svo marga galla. Ég fór aftur fram í eldhúsið til að sækja safann handa Bóthildi litlu. Móður Sigurðar leit til mín og sagði eftirlitla stund: — Sigurður er alltaf lengi að vakna og sjá hlutina í réttu ljósi. Nú gat það vel verið, að hún ætti við það, að Sigurður hefði verið lengi að sætta sig við hjónaband þeirra Tore, en ég hafði það ákveðið á tilfinningunni að hún meinti eitthvað annað og mér varð hlýtt innanbrjósts. Róm var ekki byggð á einum degi og ég held ekki að Sigurði og Tore hafi tekist að sætta sig hvor við annan þessa fáu daga, en ég var sannfærð um að gmndvöllurinn var lagður — og ég hafði lagt mitt af mörkum. Það er ekki auðvelt að hefja fölskyldurifrildi þegar ókunn- ur gestur er i húsinu og þess vegna gekk allt snurðulaust og það var hamingjusöm, lítil fjölskylda, sem stóð og veifaði til okkar í kveðjuskyni á stöðinni á annan dag jóla. Á gamlársdag ætlaði systir mín að hafa boð í nýju íbúðinni. Mamma og pabbi vom boðin, margir vinir þeirra... og svo ég að sjálfsögðu. — Taktu einhvern herra með þér, sagði Unnur. Hún sagði þetta eins og ekkert væri sjálfsagðara, sjálf hafði hún aldrei þurft að vera í vandræðum með fylgdarsveina. Ég óskaði þess að hún hefði ekki sagt þetta, mig langaði ekkert til að segja að ég hefði engan til að bjóða með — nema kannski að ég gæti talað við Sigurð! En ég sagði bara: — Já, ég kem og tek einhvem með mér. Sennilega hefði ég ekki hert mig upp í að spyrja hann, ef ég hefði ekki af tilviljun rekist á hann í anddyri sjúkrahússins á gamlárs- dag. Ég lét sem ég sæi ekki hve þreytulegur hann var og sagði hratt: Ég á inni hj á þér fy rir greiðann sem ég gerði þér um jólin. Komdu með mér til systur minnar í kvöld — ég hefi engan annan. Sigurður greip andann á lofti og var greinilega á báðum áttum. En svo brosti hann breitt og sagði: — allt i lagi, en ég er ekki búinn fyrr en hálftíu. íbúðin þeirra Unnar og Páls var í nýbyggðri biokk og allt var nýtísku- legt og fallega búið húsgögnum. Það var alltof margt fólk í stofunni, þegar við komum. Sigurður stóð með kokteilglasið í hendinni og leit þreytulega út. Ég benti honum að koma með mér fram í eldhús og skákaði honum í stól sem stóð úti í horni í borðkróknum. Þama var mamma, hún hjálpaði til við framreiðsluna og uppþvottinn. Pabbi kom líka fram til okkar. Sigurður sofnaði næstum um leið og hann settist — sofnaði í gamla ruggustólnum sem Unnur hafði náð í á fornsölunni og sett í borðkrók- inn. Pabbi sagði: — Hvers konar framkoma er þetta — sofnar um leið og hann kemur í veisluna? Ég gef ekki fimm aura fyrir þennan dreng! — Það er nú ekkert nýtt, sagði mamma — þú hefur allt á horaum þér — í þínum augum er enginn þess verður að eiga dætur þínar. Ég gleymi nú ekki hvemig þú lést við hann Pál í byrjun. Ég vissi ekki, hvort ég var meira undrandi yfir því, að pabbi liti á Sigurð sem -tilvonandi eiginmann minn eða að hann hefði sömu tilfinningar gagnvart mér og Unni. Ég hafði alltaf haldið að hann héldi bara upp á Unni, sem var svo falleg, kát og skemmtilg. Hann var líka afbrýðisamur út í herrann minn, pabbi gamli hafði sömu tilfinningar til mín og Unnar! Svo sagði mamma: — Uss, við megum ekki tala hátt. Það gæti einhver heyrt til okkar. En það var varla ástæða til að óttast það, við vomm út af fyrir okkur hér í eldhúsinu. Sigurður svaf og inni söng hitt fólkið, talaði og hló, og pabbi sagði: — Það heyrir enginn til okkar í þessum dæmalausa hávaða. Já, það var greinilegt að Sigurður svaf, og ég ætlaði að sannfæra pabba um að hann væri besti maður "undir sólinni — hvað svo sem honum þætti um framkomu hans. Og ég sagði honum að það væri alger misskilningur, að halda að Sigurður væri ekki nógu góður fyrir mig. Og ég sagði honum, að ef ég hefði minnstu von um Sigurð, þá væri ég heimsins hamingjusamasta kona. Það versta var að nú hugsaði ég þetta ekki eins og venjulega, ég sagði þetta upphátt. Og til að kóróna allt saman, teygði Sigurður allt í einu úr sér, geispaði og sagði: — Ef ég hefði nokkra minnstu von um þig, Kari, þá veit ég hvað ég myndi gera... út undan mér sá ég að mamma og pabbi læddust út. Ég horfði djúpt í fallegu, broshýni augun hans. Og á þessari stundu vissi ég, að það var hægt að faðma og kyssa með augunum.... Nú kom Unnur raulandi inn í eldhúsið og sagði: — Hei! Sigurður bara vaknaður! — Já, sagði ég — móðir hans hafði rétt fyrir sér, þegar hún sagði að hann myndi vakna einn góðan veðurdag. Unnur horfði spyrjandi á mig. Hún vissi ekki um hvað ég talaði. En ég brosti bara og blikkaði til hennar auga. Nú skildi hún mig fullkomlega, hún var sjálf ástfang- in. Þegar Unnur fór út stóðum við kyrr í sömu sporum litla stund og horfðumst í augu. En loksins taldi Sigurður að augun hefðu sagt nóg, og að nú væri sannarlega kominn timi til að faðam og kyssa hvort annað. Ég hafði verið ástfangin í þessum manni i meira en tvö ár og loksins fékk ég að hvísla: ,,Ég elska þig.” Við stóðum og þrýstum okkar þétt hvort að öðru og meðan kirkjuklukkurnar hringdu inn nýja árið hvísluðum við ástarorðum I hvort að öðru.... * — Er ég heima? 48 VIKAN 51. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.