Vikan


Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 54

Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 54
Flestir hafa sfna siði og venjur í sambandi við jólahald, og matreiðslu og getur því verið erfitt að gefa einhver ráð um, hvað eigi að bera fram þennan eða hinn daginn. Við höfum því kosið að fara þá leiðina að birta nokkrar uppskriftir af fremur sérstökum réttum, sem ekki eru á hvers manns borðum og geta komið til uppfyllingar á veisluborði. LAXÁRÖND 1 1/r poki Ijóst soðhlaupsduft (Aspic) 1/2 agúrka í þunnum sneiðum 1/2 kg soðinn lax 1 dl mæjones 1 dl rjómi 1 dl sýrður rjómi 2 eggjahvítur salt og pipar. Skolið hringform í köldu vatni. Útbúið soðhlaupsduftið eftir tilsögninni á pakkanum. Notið gjarnan minna af vatni og setjið sérrí eða þurrt hvítvín í. Hellið dálitlu af soðhlaupinu í botninn á forminu og látið stífna. Setjið agúrkusneiðar í botninn og látið þær skarast. Hellið síðan aftur örlitlu soði yfir og látið stífna. Hreinsið laxinn af roði og beinum og merjið með gaffli. Rjóminn stífþeyttur og blandað saman við mæjonesið og sýrða rjómann. Blandið síðan laxinum saman við og setjið það sem eftir varaf soðhlaupinu saman við, en það verður að vera orðið kalt. Eggjahvlturnar stíf- þeyttar og þær skornar í massann með sleikju. Kryddið með salti og pipar. Setjið síðan í form og látið standa á köldum stað til að stífna, gjarnan yfir nótt. Hvolfið á fat og berið fram með ristuðu brauði. TARTALETTUR MEÐ OSTAKREMI 12 tartalettur Ostakrem: 150 gr gráðostur 75 gr smjör cayennapipar á hnífsoddi 2 msk. koníak Skreyting: radísur eða rauð paprika. Merjið ost og smjör hrærið vel. Kryddið með koníaki og cayennapipar. Sprautið ostakrem- inu í tartaletturnar og skreytið með radísum eða rauðri papriku. Ostakremið má búa til með fyrirvara en því ætti ekki að sprauta fyrr en i mesta lagi klukkustund áður en tartaletturnar eru þornar fram. OFNBAKAÐAR NAUTALUNDIR (fyrir 12): Kjötið er steikt fyrst og ofnbakað á meðan forrétturinn er snæddur. 1 3/4 kg nautalundir 2 msk. smjör Sveppajafningur: 500 gr sveppir 1 lítill laukur saxaður smátt 3 msk. smjör 4 msk. hveiti 4 dl kjötkraftur (teningur og vatn) 2 dl rjómi 3-4 msk. sérrí salt og pipar Til ofnbökunar: 1 dl. rifinn ostur Við framreiðslu: 2 dós baunabelgir 12 litlir tómatar 54 VIKAN5Í. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.