Vikan


Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 40

Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 40
samt sem áður alls ekki þetta, sem ég átti við.” Allt í einu skipti hann um umræðuefni og sagði: „Það er undarlegt, að lík Charles Nanda skyldi aldrei finnast. Báturinn var kominn inn í gljúfrið og það er vitað mál, að þegar einhver hefur fallið í ána þarna, þá fara þeir beint fram af fossinum og síðan ræður tilviljun ein, hvað gerist, þannig hefur það alltaf verið. Þegar Rory og félagar hans misstu stjórn á bátnum, — ef það hefur þá gerst þannig — ” Enn einu sinni þagnaði Chris og virti mig fyrir sér rannsakandi á svip. Leynilögreglumaðurinn í hon- um var aftur búinn að ná yfir- höndinni, hugsaði ég beisklega. Þessi hlið hans fannst mér fremur ógnvekjandi. ,,Ég sá ekki hvað gerðist og ég veit það heldur ekki,” svaraði ég. „Hvernig hefði ég getað séð það ofan af þverhnípinu? Þú veist hvar ég var.” ,,Já, svo sannarlega. Þegar Rory skildi við þig, greipst þú hjólið þitt og hjólaðir aftur yfir brúna og í átt að þverhnípinu. En af hverju?!! ,,Af því að vegurinn til Kameni liggur meðfram ánni og þetta var eini staðurinn, sem ég gat séð þá frá.” ,,En þú gast það samt ekki.” ,,Ja,éghéltéggætiþað.Þaðþýddi ekkert að gægjast fram af gljúfur- bakkanum, enda hefði ég aldrei þorað það. En það er sveigja þarna á ánni og bakkinn er alveg þverhníptur, svo ég hélt að ég gæti kannski komið auga á þá. Þú manst að ég vissi ekki nákvæmlega, hvar hellirinn var. Ég hafði aldrei séð hann neðan frá ánni, eins og strákarnir höfðu.” „Það ætla ég að vona ekki. Þessir fáráðlingar. Hvað var það nákvæm- lega, sem þú sást, Katharine? Ég get eins sagt þér, að Japhael Nanda, hefur sannfærst meir og meir gegnum árin, að það hafi eitthvað slegið í brýnu milli strákanna, áður en báturinn fór fram af fossinum. Hann heldur að bróðir þinn og Danny hafi staðið saman á móti Charles, að þú vitir sennilega hvað kom fyrir, og að pabbi þinn hafi vitað það og þess vegna sent þig til Englands óður en geðshræringin varð honum að aldurstila. — Að M’pandu viti það líka og þið hafið þagað öll yfir þessu, og því geti Nanda ekki grafið líkið og lótið blessa yfir því, svo sál Charles megi finna hvíld, — þú veist, hvað þetta hefur allt mikla þýðingu fyrir Nakadíubúa.” Var það rétt til getið hjá Chris Wentworth, að Rory og Simba frændi hefðu eitthvað að fela? Ég spurði sjálfa mig þess. Eða var Chris hristi hægt höfuðið og sagði svo: „Ekki dýrðlingur. Góður maður, jó, já. En enginn dýrðling- ur.” Ég reyndi að finna réttu orðin og spurði: „Hvað — hvað ertu að reyna að gefa i skyn? Þú ert ekki — það getur ekki verið að þú sért að meina, að þetta sé tóm uppgerð hjá honum, — að i tíu ár hafi hann bara verið að látast. Honum þykir mjög vænt um Rory. Ég veit það.” SKUGGINN LANGI Ég þagnaði og minntist þess, hve innilega hann hafði faðmað mig að sér, fyrir nokkrum kvöldum, þegar hann hafði gert boð eftir mér. Hálf- hlæjandi sagði ég: „Honum þykir líka vænt um mig. Honum þykir vænt um okkur bæði og hefur alltaf þótt það. Jafnvel þó hann hafi misst þarna einkason sinn, þá hefur þess aldrei gætt i framkomu hans gagnvart Rory. Við mundum vita ef svo væri, því jafnvel M’pandu er ekki svo kænn, að hann geti falið það.” „Þar er ég þér ekki sammála,”1 sagði Chris þurrlega. „En það var • • a • a frá Eymuníkmi Já, í ár verður jólagjöfin frá Eymundsson, við bjóðum gjafavörur í glæsilegu úrvali. Ennfremur bjóðum við mikið úrval af jólakortum og jólaskrauti. BÓKAVERZLUN* SIGFUSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18 REYKJAVÍK SÍMI: 13135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.