Vikan


Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 21

Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 21
ÞETTA ER SONUR ÞINN við hann heldur. Ég gat ekkert að gert og ákvað að fara heim. — Og þá komu foreldrar þínir þér fyrir hjá Elsbet. — Þeir gerðu það, já. Og ef galdranom fyrirfinnst hér á jarð- ríki, þá veit ég, hver hún er. Hörð eins og steinn. En ég var vel geymd þama inni í myrkviði skógarins hjá henni, mjög vel geymd. —En hvers vegna? Ætlaðirðu alltaf að gefa bamið... — Það var eina lausnin fyrir mig. Ég hugsaði sem svo, að ef ég yrði ekki bundin við bamið, gœti ég haldið áfram náminu. Allt yrði sem fyrr. Já, svona hugsar maður, áður en bamið fæðist. Síðan þegar maður fer aðeins að átta sig, þá fer maður að hugsa á annan veg. — Júlía, ég.... HURÐIN opnaðist i hálfa gátt, og jómfrú Gréta hneigði sig afsakandi. Hafði frúih tök á að koma andartak? Ebba beit sig í vörina. Hún vildi ekki láta ónáða sig núna. En hún mátti ekki vekja gmn, hún varð að hegða sér, eins og hún var vön, halda jafnvægi og vera róleg. Hún stóð á fætur og fór fram til að ræða við ráðskonuna. Júlía stóð einnig á fætur. Hún var orðin ör og heit og lyfti hattinum og slörinu. Hún kom auga á sig i speglinum og brosti ánægð á svip. Ekki sem verst, hreint ekki sem verst. Litur slæðunnar fór henni vel, og augnalitur hennar virtist dýpri. Hún hallaði sér nær spegilglerinu og beit sig í varimar til að auka á roða þeirra. Siðan snérist hún á hæli og gekk þvert yfir stofuna, að veggskápunum, sem stóðu sinn hvom megin við stóra ofninn. Hamingjan sanna, hvað hér var mikið til að nudda og pússa! O, jæja, Ebba annaðist það varla sjálf, og það var sjálfsagt þægilegur starfi að skipa stúlkunum fyrir. Júlia rannsakaði silfurmunina gaumgæfilega og gerði sínar álykt- anir. Þetta vom auðæfi, og hér fylgdist að góður smekkur og ríkidæmi. Augnaráð hennar leitaði rannsakandi um stofuna. Hús- gögnin glönsuðu nýfægð og skín- andi. Silkidamaskið á stólunum hafði greinilega kostað skildinginn, og teppin virtust verðmæt. Hún vissi ekkert um austurlensk teppi, og af einskærri frumstæðri hvöt langaði hana til að skemma eitthvað af allri þessari dýrð. Hún nuddaði fætinum hratt fram og aftur um silkimjúkt teppið. Kannski sat sandur undir skósólunum! Jú, jú, hér var sannarlega bæði glæsilegt og ríkmannlegt. Ebba hafði verið lánsöm, þegar hún gekk að eiga stórbóndann á Steinum. 0, já, Júlía hafði heyrt, hvað fólkið í sveitinni sagði. Móðir hennar var ekki ein af þeim, sem þagði yfir hlutunum. Hún hafði oftar en einu sinni sagt dóttur sinni, hve vel sumum farnaðist. Ef fjórða boðorð- ið varhaldið, þá lentienginn í ógæfu. Sumir steyptu sér með bæði augun opin út í ógæfuna og færðu foreldmm sínum skömm. En Lúkas Erlandson hafði kvænst Ebbu til að geta með henni heilbrigð börn, það hafði hún heyrt. Júlia beit saman vömnum. Já, það hafði hann gert, þessi voldugi stórbóndi á Steinum. En það hafði ekki farið eftir. Reyndar átti hann bam frá fyrra hjónabandi, en það var aumingi, og það barn varð Ebba að annast, hvemig sem hún gæti svo fengið sig til þess. Júlía hefði aldrei samþykkt slíkt sjálf. Það vom til stofnanir fyrir slíkt fólk, svo að maður þyrfti ekki að horfa upp á það. Já, það hafði ekki orðið mikið af þessu með stóra, hrausta bamahópinn! Ekki annað en það, að Ebba hafði orðið að stela hennar eigin barni. Eða láta tvær gamlar nomir gera það fyrir sig. Ekki það, að barnunginn hefði getað hlotið betra hlutskipti. En hún hafði aldrei ætlað sér að gefa hann skilmálalaust. Og allra sist núna, þegar hún sá, hve vel stæð þau hjónin vom. En skyldi Erlandson vera kunn- ugt um gerðir konu sinnar? Það var ekki ömggt. Júlít rpyndi að rifja upp, hvað hún hafði heyrt um hann talað, og svo mundi hún það — hann hafði verið í Ameríku. Það var heilmikið um það rætt, enda óvenjuleg ferð og spennand,. Framhald í næsta blaði 51.TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.