Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 47
Þetta eru fyrstu jólin sem ég á frí,
síðan ég byrjaði við hjúkrun, bætti
ég við.
— Já — foreldrar þínir eru hér í
bænum, eða er ekki svo?
— Jú, sagði ég. Og þú — ætlar
þú að fara heim yfir hátiðarnar?
— Nei, sagði hann fljótt — nei,
nei, það ætla ég ekki.
— Hvar ætlarðu þá að vera á
aðfangadagskvöld?
— Tja — ég gæti verið jólasveinn
á barnadeildinni, sagði hann og hló.
Jæja já, Sigurður ætlaði ekki
heim yfir jólin. Kannski var hann
búinn að kynnast stúlku hér í
bænum — hann átti kannski
kærustu. En ég stillti mig um að
spyrja.
Ég var þögul. Hann hélt áfram:
— Æi, ég veit ekki. Auðvitað
langar mig heim að vissu leyti — en
það er svo margt að. Vandamál, sem
erfitt er að leysa.
— Hvað áttu við með því?
— Þegar búið er að skella
hurðinni á eftir sér, og hrópa að
maður komi aldrei aftur, er dálítið
erfitt að gera það.
— Hefur þú gert það?
— Rétt til getið. Þetta hljómar
sjálfsagt kjánalega, en mamma gifti
sig aftur i haust. Ég var á móti því.
Ég hefi aldrei séð manninn, en heyrt
eitt og annað misjafnt um hann.
Piparsveinn og kvennabósi, segir
fólk. Kallar sig rithöfund, skrifar
greinar í blöð. Það er bara tæpt ár
síðan pabbi dó. Fyrir það fyrsta
fannst mér að mamma gæti beðið
hún hafði bara þekkt manninn i
fáeina mánuði, í öðru lagi er hann
miklu yngri en hún og í þriðja lagi
er mamma vel efnuð, en þessi Tore
Numland á ekki grænan eyri . Ég
sagði mömmu að hún yrði að velja á
milli okkar.
— Ef hann er eins skelfilegur og
þú vilt vera láta, gæti móðir þín
þurft ó aðstoð að halda. Hefði ekki
verið skynsamlegra að skilja hurð-
ina eftir í hálfa gátt?
— Þetta er búið og gert. Þú hefur
að vísu rétt fyrir þér, en ég óttaði
mig ekki ó því þá. Hann getur snúið
henni um litla fingur sér. Ég þoli
ekki svona menn.
Fólk hefur oft dæmt ranglega af
fyrstu kynnum, hugsaði ég. Og það
er ekki víst að maður sjái hlutina i
réttu ljósi, þegar manni er ýtt út í
horn. Mig langaði til að segja
Sigurði frá föður mínum. En þó
þyrfti ég fyrst að segja honum frá
Unni systur minni. Hún stal
nefnilega fegurðinni, svo að ekkert
varð eftir handa mér, þegar ég
fæddist nokkrum árum síðar. Allt
sem var eftir handa mér voru blógró
augu, skollitt hár, dálitið langt nef
og mér fannst Iítil bót í því þó
húðin væri falleg, tennumar jafnar
oghvítarogvöxturinn góður. Unnur
hafði lítið, fallegt uppbrett nef,
reglulega sniðugt — það var úr
mömmu ætt og hár hennar var
kastaníubrúnt og glansandi, húðin
gulbrún og augun fagurblá. Ef
pabbi hefði getað, hefði hann byggt
hóa múra kringum hana. En Páll
hefði varla látið það aftra sér, hann
hefði rifið niður alla múra til að
komast til Unnar. Pabbi þoldi ekki
Pál, þegar hann fór að draga sig
eftir Unni.
En mömmu líkaði vel við Pál og
mér einnig, en pabbi vildi ekkert
hafa af honum að segja. Svona hafði
þetta verið í eitt ár, en svo giftu þau
sig í haust þrátt fyrir andmæli
pabba. Þau áttu að fá íbúð núna
fyrir jólin. — Vertu þakklátur fyrir
það að dóttir þín hefur gefist svona
indælum manni, sagði mamma.
Skilur þú ekki , hvað það er
dýrmætt?
— Nei, ég skil það ekki, sagði
pabbi og skaut fram neðri vörinni.
En auðvitað varð pabbi að láta
undan — og smátt og smátt batnaði
samkomulagið, hann reyndi að láta
sér líka vel við Pál. Á sama hátt varð
Sigurður að sætta sig við hjóna-
band móður sinnar.
Ég leit upp því að ég fann að
augu Sigurðar hvíldu á mér. Hann
hnyklaði brýrnar og ég sá að hann
var að brjóta heilann um eitthvað.
— Jæja, sagði hann svo og brosti
breitt. — Ég ætla heim um jólin
þrátt fyrir allt!
— Já, það er rétt af þér —
— En þá verður þú að koma
með...
- Ég?
— Já, það ert þú sem hefur talað
um fyrir mér, það er því réttast að
þú komir líka!
— En — ég er ókunnug. Þið hafið
um svo margt að spjalla. Mig
langar ekki til að blanda mér í ykkar
vandamál.
Ég átti von ó að hann segði að ég
hefði á réttu að standa, en í staðinn
sagði hann:
— En það er einmitt til að losna
við að tala um það liðna — til að
komast hjá því að vera of
persónulegur...
Hann sá að ég var ráðvillt á
svipinn og hló. — Svona ég ætla
ekki bara að nota þig skjðld. Mig
langar í raun og veru til að þú komið
með. Hvað segirðu?
— Já, sagði ég bara.
Mamma vfirð hálf móðguð, þegar
ég sagðist ekki verða heima um
jólin. En hún var fljót að jafna sig,
þegar ég sagði henni að ég færi heim
með Sigurði. Hún vissi vel hve
ástfangin ég var í Sigurði og hafði
verið lengi.
Á aðfangadag fórum við með
lestinni upp í Guðbrandsdal. Sig-
urður hafði hringt til móður sinnar
og sagt að hann kæfni heim með
vinkonu sína. Móðir hans beið
okkar með bíl ó brautarstöðinni.
Hann átti litla systur, sem ég hafði
aldrei heyrt getið um. Móðir hans
var fjörutíu og fimm ára, en eftir
útlitinu að dæma gat hún verið tíu
árum yngri. Hún var klædd
Við erum ávallt í
yðar þjónustu með
allar gerðir af
skreytingum og
efni.
Skreytum við öll
tækifæri
DOGG
Reykjavíkurvegi 60
Hafnarfirði.
Sími 53848
DÖGG
Álfheimum 6
Simi 33978
51.TBL. VIKAN 47