Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 42
DÓTTIRIN HALDIN
ILLUM ANDA
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að þú ráðir fyrir
mig furðulegan draum, sem mig
dreymdi 17. nóvember. Mér
fannst við hjónin stödd erlendis
með dóttur okkar. Fengum við
herbergi á hóteli ekki langt frá
stórri, gamalli höll. Dóttir mín og
ég fórum í skoðunarferð, en
maöurinn minn fór einhverra
erinda þennan dag. Fórum við að
höllinni, og fékk ég svo undarlega
tílfinningu, að ekki væri allt með
felldu, enda var hún drungaleg. Ég
ætlaði að fara að spyrja fólkið
þarna í kringum höllina, en þá sá
ég dóttur mína hvergi, hún hafði
rétt áður sagt, að sig langaði til að
skoöa höllina. Vissi ég þá, að hún
hafði farið á undan mér. Greip mig
þá þessi agalega skelfing, ég hljóp
alveg í ofboði, og sá ég hana þá í
gegnum smá glugga (með engu
gleri). Sat hún þar og var búin að
koma sér fyrir með hinu fólkinu,
ánægð með sig. Eina, sem ég
hugsaði um, var að ná til hennar,
áður en það yrði of seint, og hljóp
ég og hljóp, langa ganga og
tröppur. Loksins sá ég hana,
ætlaði að taka hana, en snæri var
á milli okkar. Ég tók í höndina á
henni. Þá fannst mér hún bundin
böndum utan um sig. Ég varð svo
hrædd og tók böndin yfir hausinn
á henni, og tók aftur í höndina.
Þá voru böndin aftur komin yfir
hana. Það eina, sem ég hugsaði
var, að ég skyldi ekki gefast upp.
Fannst mér ég verða að taka hana
frá einhverju, en ég vissi ekki,
hvað það var. Tók ég böndin
aftur, og tókst mér þá að ná
henni. Þá breyttist hún allt í einu í
framan, öskraði, og var Ijótur
svipur á henni. Fannst mér þá, að
hún þekkti mig ekki, hún spyrnti á
móti, og varð ég að draga hana
eftir öllu. Síða hárið á henni
flyksaðist allt niður, og ég var
alveg miður mín að sjá hana
svona, en komst áleiðis með
hana. Hittum við þá konu, dökka
yfirlitum meö mjög Ijótan svip.
Hún .Etlaöi að stoppa okkur, en
ég ýtti henni burtu. Næst fannst
mér maður stoppa okkur. Hann
hló tryllingshlátri, en ég smeygði
mér einhvern veginn undir hönd-
ina á honum. Loksins vorum við
komnar út. Hún barðist alltaf á
móti, var gjörbreytt, talaði ekkert
og öskraði bara. Kom ég okkur á
hótelherbergið og reyndi að gefa
henni og sjálfri mér eitthvað að
boröa. Allt í einu trylltist hún
gjörsamlega, lamdi og öskraði,
togaöi t háriö á sér, og ég vissi
Mig
drepdi
ekki mitt rjúkandi ráð. Þá var ég
sannfærð um, aö hún væri haldin
illum öndum eöa einhverju þvíum-
líku. Ég hljóp með hana út, því ég
þorði ekki að vera með hana inni í
herberginu, fór út á götu, og
fannst mér ég krjúpa með hana
og biðjatil Guðs, heitt og innilega.
Bað ég hann að hjálpa henni,
þetta hefði komið alveg óvart
fyrir, hún, sem væri svo góð og
yndisleg. Aftur og aftur bað ég
grátandi í angist minni. Þorði ég
hvergi að fara með hana, það
eina, sem mér datt í hug, að yrði
einhvers konar lausn, var að fara
með hana í kirkju og vera þar.
Þannig endaði þessi óhugnanlegi
draumur. Vona, að þú getir fundið
eitthvað út úr þessu. Með
fyrirfram þökk fyrir birtinguna og
ráðninguna.
Kona í Kópavoginum
Þú munt mæta einhverjum erfið-
Ieikum innan skamms og verður
þá fyrir mikilli sorg um tima.
Einnig er hætt við, að dóttir þín
flækist í eitthvað mál, sem verður
henni til skaöa, og verður það
sennilega af vö/dum fláráðra
manna. Hjartfólgin ósk þin mun
ekki rætast, en þú munt ekki þurfa
að bíða /engi, uns hamingjan
blasir við þér aö nýju. Líklegast
feröu í langferð, sem mun takast
ágætlega, og einnig muntu fá gott
tækifæri, sem þú ættir ekki að láta
ganga þér úr greipum.
j KIRKJUGARÐI
Kæri vinur!
Ég yrði þér mjög þakklát, ef þú
reyndir að ráöa úr þessum draumi,
sem hljóðar svo: Ég og skólasystir
mín vorum í kirkjugarði. Mér
fannst við vera að búa um rúm,
þó enginn hafi legið í rumunum.
Það var lak, sæng og koddi, en
ekki fannst mér vera rúm
undir, en þó eitthvaö. Rúmfötin
voru tandurhrein og mjallahvít.
Það voru mörg rúm, og mér
fannst viö verða að raða þessu
niður og skipuleggja og höfðum
jafnt bil milli rúmfatanna. Við
vorum frekar glaðar, brosmildar,
þótt við hlægjum ekki upphátt.
Við vorum að Ijúka verkinu, og ég
yfirgaf svæðið, en kom þá að
venjulegum leiðum. Þá sá ég
gamla konu ganga að leiði, með
eina bleika rós. Ég heyrði hana
segja eitthvað á þessa leið: „Hvað
er að frétta?" Segir svo eftir smá
stund: „Ekkert að frétta?" en þá
fannst mér, að sú látna, sem
gamla konan var að tala við, væri
búin að svara. Þá gaf sú látna
gömlu konunni bendingu um, að
það sé út af mér, því ég væri
þarna í garðinum, og ég mætti
ekki vita um þær. Konan leit á míg
frekar illum augum, en ég hélt
áfram. Gamla konan var í
brúnleitum klæðnaði. Eitt vil ég
líka segja, að ég sá í bakið á
annarri bekkjarsystur minni, sem
heitir S. og var á undan mér, en
ég man ekki, hvort ég sá hana á
undan gömlu konunni eða á eftir,
þegar ég var á leið út úr kirkju-
garðinum. Mig langar að spyrja
þig um, hvað það merkir, þegar
mann dreymir, að maður sé
óléttur. Mig hefur nefnilega
dreymt mig ólétta þrisvar-fjórum
sinnum, og þá komin misjafnlega
langt á leiö. Einnig dreymdi
vinkonu mlna mig ólétta, þó ég
hefði sagt henni frá draumum
mínum. Einnig hefur mig dreymt
mig fæða barn, sem dó svo við
fæðingu. Jæja, þetta er nú víst
nóg, en ég vil gefa fyrirfram
þakklæti fyrir ráðningu. Ég ber þér
heillaóskir og þroskandi framtíð.
Þ.
Þessi draumur er þér fyrirboöi alls
góðs. Þú munt skipta um
dvalarstað fyrr en þig varir, og
miki/ hamingja fylgir þér. Þú munt
verða langlif og afla þér virðingar
og aðdáunar samborgara þinna.
Sængurfötin boða ógiftum gift-
ingu og jafnframt heilbrigði. Látna
konan er fyrirboði mikillar gæfu.
— Að dreyma sig ala barn /
draumi, boðar ógiftum konum oft
erfiðleika I ástarmá/um, og að sjá
barn deyja I draumi er slæmur
fyrirboði, boðar dreymandanum
þungar raunir, sem hann á eftir að
þola. — Ég hef ekki einhliða
skýringu er konu dreymir sig vera
barnshafandi, og treysti mér ekki
til að gefa algilda ráöningu á því,
þaö fer mikið eftir öðrum hlutum
draumsins.
RAUÐUR KJÓLL Á SNÚRU
Kæri draumráðandi!
Ég ætla aö biðja þig að ráða
draum, sem föður minn dreymdi.
Honum fannst móðir mín biðja
mig að ná f kjól fyrir sig vestur á
Ægisgötu, en ég gaf ekkert út á
það, svo honum fannst alveg
sjálfsagt að fara sjálfur. Svo fór
hann og labbaöi vestureftir ög
sótti kjólinn. Þetta var rauður kjóll,
ofsalega stór, fóöraður með hvítu
silki, og á honum var stórt, rautt
belti. Svo labbaði hann sömu leið
til baka, stoppaði svo hjá Bjarna-
borg og hitti þar mann, sem
kallaði eitthvaö til hans, en hann
svaraði því ekki og hélt áfram,
þangað til hann kom inn á
Sundlaugaveg. Þar kom hann inn
í port, þar sem tvær gamlar konur
voru að hengja þvott á snúru, og
hann hugsaði með sér, að hann
skyldi hengja beltið á snúruna, því
það var hálfblautt, og svo hengdi
hann kjólinn í leiðinni. Svo mundi
hann ekki eftir að hafa farið heim,
en vildi fara aftur og ná í kjólinn,
því hann haföi ekki beöið kon-
urnar um að passa hann. En þá
fannst honum hann vera á
nærbuxunum, og við það vaknaði
hann. Kjóllinn var ofsalega stór,
með hvítum pffum á faldinum allt í
kring, og um hálsinn var mjór
faldur, mjög fallegur. Svo langar
mig að biöja þig að ráða draum
fyrir mig. Mér fannst ég koma inn f
sjoppu og kaupa sælgæti. Mér
fannst ég vera búin að kaupa tvo
stóra plastpoka, og það átti að
kosta 770 krónur. Svo fannst mér
stúlkan biðja um 500 krónur og
spyrja mig síðan, hvort ég ætti
ekki meiri peninga. Ég leit í veskið
og sá þrjá eittþúsund króna seöla
og nokkra fimmþúsund króna
seðla. Viö það vaknaöi ég. Í vöku
var ég alveg blönk.
GS.
Draumur föður þíns er honum
viðvörunarmerki að gæta sfn /
ö/lu, sem hann tekur sér fyrir
hendur. Hætt er við, að hann lendi
/ dei/um og þá sennilega við
móðurþina, og veldur það honum
miklum sorgum. Þó mun ekki llða
á löngu, þar til allt kemst I samt
lag og allt fer að ganga honum /
haginn. — Þinn draumur er þér
fyrirboði óvæntrar auðlegðar og
mikils happs.
42 VIKAN 51. TBL.