Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 55
Fyrri dagur: Kjötið brúnað í smjöri og látið
krauma í ca. 10 mínútur. Kælt.
Útbúið jafning. Hreinsið sveppina og saxið
gróft. Brúnið þá í smjöri ásamt lauknum.
Hveitinu stráð yfir. Hrærið vel í. Þynnið með
kjötsoðinu og rjómanum. Látið sjóða í 5
mínútur. Kryddið með salti, pipar og sérrí.
Kælið. Geymið bæði kjöt og jafning til næsta
dags í kæliskáp. Það er mikilvægt.
Sfðari dagur: Skerið kjötið í ca. 1/2 cm.
;*ykkar sneiðar, leggið þær síðan saman aftur
og setjið í eldfast fat og setjið jafning á milli-
sneiöanna. Setjið ofninn á 250°. Skerið kross í
toppinn á tómötunum og setjið til hliðar við
kjötið í fatinu. Bakið síðan réttinn í ca. 15 mín.
meðan forrétturinn er snæddur. Setjið heita
baunabelgina til hliðar á fatinu og berið fram
með kartöflum.
MÖNDLUKAKA MEÐ MARSIPANI
Kökubotninn geymist marga daga í þéttluktum
kökubauk
250 gr möndlur
5 egg
200 gr sykur
Fylling:
11/21 vanilluís
1/2 dl líkjör eða koníak.
Marsipanlok:
200 gr marsipanmassi
Bökunarofninn stilltur á 175°.
Möndlurnar þerraðar í pappír og malaðar.
Eggin þeytt mjög vel með sykrinum og
möndlurnar settar saman við. Sett í hringlaga
form. Bakið neðst í ofni í 35-40 mín. isinn þarf
að vera mjúkur, en má ekki bráðna.
Bragðbætið hann með líkjör eða koníaki (má
sleppa þessu). Fyllið formið/ sem kakan
var bökuð í, með ísnum og frystið hann.-
Marsipanið hnoðað upp með gulum
matarlit og flatt út í stóran hleif, þannig að
hann hylji kökuna. Það er gott að fletja hann út
á milli plastpappírslaga. U.þ.b. 15 mín. áður en
kakan er borin fram, er ísnum hvolft yfir
kökubotninn og marsipanlokið lagt yfir. Þaö
má síðan skreyta með súkkulaöibráð eða rifnu
sú^kulaði. Kakan sett í kæliskáp þar til hún er
borðuð.
RJÓMARÖND MEÐ ÁVÖXTUM
EÐA BERJUM
Notið niðursoðna ávexti eða ber eftir því sem
til er.
2 msk. maisenamjöl
4 msk. sykur
4 eggjarauður
1 I mjólk
16 plötur matarlím
1 msk vanillusykur
3 dl. rjómi.
Fylling:
2 dós. ávextir eða ber.
Setjið matarlímið í bleyti í kalt vatn.
Hrærið saman maisenamjöli, sykri og eggja-
rauðum í pott með þykkum botni. Þynnið með
mjólk og látið suðuna koma upp. Hræriö
stöðugt í. Matarlímið kreist upp úr vatninu og
set út í heita eggjamjólkina. Vanillusykurinn
settur útí. Kælið. Rjóminn stífþeyttur og settur
saman við kalt eggjaþykknið. Fyllið í tvö
hringform, sem áður eru skoluð með köldu
vatni. Setjið á kaldan stað til að láta stífna.
Gjarnan yfir nótt. Hvolfið síðan á fat og fyllið
með ávöxtum en látið renna vel af þeim áður.
51.TBL. VIKAN 55