Vikan


Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 15

Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 15
gaf mér kertið — það var hún Gunna, sem gaf mér þetta kerti, það var hann Nonni, sem gaf mér þetta kerti. Svo kveiki ég á öllum kertunum, og það er svo kalt þarna irini í höllinni minni, að þau bráðna ekki. Þau loga alltaf. Svo kemur einstöku sinnum fyrir, að það fer að verða svo skrýtið ljós á einhverju kerti. Ég fer og gái að því, hver á kertið, og fer síðan að töfratækinu mínu, til að finna út, hvernig standi á því, að ekki logar betur á kertinu hans Nonna litla. Hvað haldið þið, að ég hafi séð? Hann Nonni var að hanga aftan i bíl, og því var ljósið á kertinu hans nærri dáið. Svo dofnaði ljósið hjá Öla, og þá sá ég i töfratækinu mínu, að hann vildi ekki taka inn lýsi. Þið vitið öll, að ef maður tekur inn lýsi, þá verður maður sterkur og fær ekki kvef. Þessa sögu tóku þau býsna alvarlega. — Einu sinni var ég að taka bensin á bilinn minn að sumarlagi. Þá hitti ég mann, sem ég kannaðist aðeins við, og hann sagði: ,,Það var ekki til einskis, að ég fór með krakkana mína á jólaskemmtun í vetur, þar sem þú varst.” ,,Nú,” segi ég, „hvað skeði?” „Einn strákanna minna, sem aldrei vildi taka inn lýsi, hefur heimtað að fá það síðan við vorum á þessari skemmtun.” — Hversu barnalegt sem þetta nú allt er, þá var ég ánægður yfir að hafa náð góðu sambandi við minnstu börnin. Ég hafði líka alltaf til siðs að spyrja, hvort þau kynnu ekki ævintýrið um Þymirós. „Hver vill nú vera galdrakerling?” spurði ég. Þá komu margar litlar hendur á loft, og þá sagði ég: „Ég þarf að fá einhverja, sem er reglulega ljót, helst með krókbogið nef og öll hrukkótt í framan.” Svo þegar ég sá í hópnum einhverja reglulega fall- ega stelpu þá sagði ég við hana: „Komdu og vertu galdrakerling, kanntu ekki að syngja Á snældu skaltu stinga þig?” Svo stillti ég henni upp fyrir aftan mig og spurði næst: „Og hver vill nú vera Þyrnirós, og hver vill verða kóngs- sonur?” Það vildi nú alltaf ganga heldur erfiðlega að finna kóngsson- inn, þvi strákarnir vom síður tilkippilegir, en alltaf fékk ég einhvern að lokum. Þetta fyllti upp í timann, og krakkarnir vom þátttakendur í leiknum. KERTASNÍKIR I KAUPMANNAHÖFN — Ég sá í myndasafni þinu, að þú hafðir verið sem jólasveinn í Kaupmannahöfn — Já, forsaga þess er sú, að Flugfélag íslands, sem ég vann fyrir lengi og fór m.a. á þess vegum út um allt land, ákvað að gera einhvem dagamun, þegar önnur Skymastervél félagsins kom hingað á Þorláksmessu eitt árið. Ég fór utan með- áhöfninni sem átti að fljúga vélinni hingað undir stjórn Jóhannesar Snorrasonar. — Börnum var boðið að koma i flugskýlið til að taka á móti vélinni, og þar átti að afhenda hverjum krakka lítinn jólapakka og happ- drættismiða. Ingólfur Guðbrands- son, sem þá var söngkennari i Laugarnesskóla, kom með ljómandi góðan kór út á völl, sem átti að syngja með mér. En þetta gekk nú ekki allt samkvæmt áætlun. Við fengum eitt allra versta veður, sem um getur í millilandaflugi, og við vorum hvorki meira né minna en 8 klukkustundir á leiðinni frá Höfn. Mótvindur var svo sterkur og mikill óróleiki í loftinu undan Vatnajökli og Eyjafjöllum, að vélin hentist upp og niður og miðaði lítið ófram. Að auki var svartabylur, og við vorum að hringsóla yfir Reykjavík og nágrenni, þangað til flugstjórinn, Jóhannes Snorrason, eygði loks smósmugu og dembdi sér niður. — Börnin biðu í mikilli eftir- væntingu, því það höfðu komið myndir af mér í jólasveinagerfi, þar sem ég var á gangi um götur Kaupmannahafnar, og sagt að danskir krakkar hefðu hópast kringum mig, enda hefði ég haft alla vasa fulla af sælgæti! Þegar við lentum, höfðu krakkarnir beðið langan tima inni í flugskýli. Mér er sagt að vera tilbúinn að ganga út, en ég þurfti að færa mig til í vélinni, og þá komu einhverjir krakkar auga á mig, og um leið upphófust mikil köll og hróp, sem yfirgnæfðu ræðu Ingólfs Jónssonar, sem þá var samgönguróðherra. Eftir það gekk allt eins og í sögu. — Einhvern tíma komu svo ensk börn hingað til að heilsa upp á Kertasniki? — Jó, það var samkeppni í enskum skólum á vegum Nestles fyrirtækisins, og viðfangsefnið var ísland. Hópurinn sem hreppti 51. TBL. VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.