Vikan


Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 39

Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 39
Þegar þessi ungi ferðamaður, Thomson, féll í gljúfrið, þá hegðaði M’pandu sér mjög ógáfulega, og að mínu viti öðru vísi en búast mátti við af honum. Hann þaggaði þetta allt niður og fékk Rorý til þess að ná líkinu upp, og hann ritskoðaði sjálfur allar frásagnir blaðanna af atburðinum og reyndi að frysta mig úti, annað hvort af því að ég gœti spurt of margra spurninga, eða vegna þess að búgarður minn á landið á hinum bakkanum.” ,,En þú getur ekki haldið það,” mótmælti ég forviða. „Hvers vegna ekki? Hélt hann kannski, að i þetta skipti gæti ég séð eitthvað, eða komist að einhverju, sem væri eitthvað í sambandi við það, sem gerðist fyrir tíu árum? Ég veit ekki, hvað ég á að halda.” „Japhael Nanda er bitur maður og fullur af hatri.” „Hann missti líka son sinn, Katharine,” sagði Chris og bætti svo við um leið og hann leit yfir öxl sér: „Þjónarnir eru famir að glápa á okkur. Við ættum að koma okkur út úr matsalnum.” Eins og með þegjandi samkomu- lagi fómm við aftur að borðinu úti á svölunum, sem við höfðum setið við fyrir matinn. Ég fann að framkoma Chris var nú mjög breytt, þvi nú virtist hann hálf hræddur við að spyrja mig fleiri spurninga. Éitt- SKUGGINN LANGI hvað, sem ég hafði sagt, hafði orðið til þess, að allt það i fasi hans, sem minnti á, að hann væri leyni- lögreglumaður frá Scotland Yard, var horfið. Ég fann að nú geðjaðist mér betur að honum, en nokkurn tíma síðan við höfðum hist eftir komuna til Nakadiu. „Sjáðu til,” sagði ég loks. „Ég hugsa að ég gæti kannski sam- hryggst Japhael Nanda, ef hann væri sjálfur ekki svona óaðlaðandi. Ég veit, að ég ætti ekki að hugsa svona, en ég get bara ekki að því gert.” Þegar ég sagði Chris frá því, sem faðir Charles sagði við mig á flugvellinum í Umbala, kinkaði hann kolli og sagði: „Þú ert systir Rorys. Það er honum nóg. Hann á þrjá syni með annarri konu, en enginn þeirra er eins góðum gáfum gæddur og Charles var. Auk þess sem hann var frumburðurinn, sem enn hefur mikla þýðingu í þessum heimshluta, þá var hann alltaf augasteinn föður síns. Því hefur Japhael alið á beiskju sinni og biturleika gegnum árin. Nú er svo komið, að hann er búinn að telja sjálfum sér trú um, að þú hefðir jafnvel getað bjargað ein- hverju, ef þú hefðir bara reynt það. Hann hugsar með sér að þú hafir vissulega verið þarna, og það kemur sér ósköp vel fyrir hann að gleyma því, hvað þú varst mikið barn. Honum finnst líka að M’pandu hafði ekki staðið sig nógu vel.” „En Simba frændi missti Danny, og samt hefur hann aldrei, hvorki í orði né athöfnum, borið Rory á brýn að hann bæri ábyrgð á slysinu.” Ég horfði á langa og granna fingur Chris, sem sneru öskubakk- anum hring eftir hring. Hann starði á hann eins og hann væri að horfa i kristalskúlu. Svo leit hann upp svo snögglega, að mér brá. „Og þér hefur aldrei fundist það neitt skrítið?” spurði hann. „Skrítið?” Aftur fann ég sama kuldahrollinn gripa mig, eins og hann kæmi innan frá. „M’pandu er dýrðlingur.” Búðirnar rneð góða matinn Kjörbúðin Glæsibæ Sími 85166 Matardeildin, Hafnarstræti 5 — 11211 Matardeildin, Aðalstræti 9 — 26211 Kjörbúð Vesturbæjar, Bræðraborgarstíg 43 — 14879 Kjötbúðin Skólavörðustíg 22 Kjörbúðin Brekkulæk 1 Kjörbúðin Háaleitisbraut 68 Kjörbúðin Laugavegi 116 Matarbúðin, Akranesi - 14685 35525 82599 23456 - 93-2046 Allt í hátíðarmatinn gæðafæða bragðast bezt Sláturfélag Suðurlands 51.TBL. VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.