Vikan


Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 46

Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 46
Smásaga eftir SUSAN CRAIG Elskunnar jól Sigurður hafði fengið sér hænublund í ruggustólnum, en nú rumskaði hann. — Nú, hann er loksins vaknaður, sagði systir mín. En ég var annars hugar og sagði: — Já, mamma hans sagði það, strax á aðfangadagskvöld, að hann myndi vakna fyrr eða síðar. Unnur horfði á mig með spumarsvip. En ég brosti og blikkaði til hennar auga, og það skildi hún.Hún var ástfangin sjálf, svo að hún leyfði okkur að vera einum. Ég skal játa það hreinskilnings- lega, að hjarta mitt tók að slá örar, þegar Sigurður kom inn í litla eldhúsið okkar og tyllti sér við borðið. — Hér er ég þá aftur, sagði hann hlæjandi, og mér hefur tekist það. — Já, ég sé það, sagði ég, en hvað hefur þér tekist? — Að fá starfið — sem aðstoðar- læknir hér á deildinni. Ég hafði verið á fótum síðan eldsnemma þennan morgun og var hálf þreytt, en ég glaðvaknaði við að hitta Sigurð — það var ekkert nýtt. Hann hafði verið fjarverandi í eitt ár og starfað sem kandidat á sjúkrahúsi fyrir norðan, en nú var hann sem sagt kominn aftur. Ég hafði heyrt orðróm um að hans væri von. Ég var vön að sperra eyrun, þegar nafn Sigurðar var nefnt, því að ég hafði verið ástfangin i honum i tvö ár. Við höfðum nokkrum sinnum farið út saman, meðan Sigurður var enn við nám. Ég var daman hans á læknaböllum, en það var ekkert meira á milli okkar. Það var í sjálfu sér ekkert undarlegt heldur, því að ég vakti ekki mikla aðdáun sterkara kynsins. Ég var nýútskrifuð sem hjúkrun- arkona og allt í einu virtist Sigurður taka eftir nælunni og búningnum. — Nei, bíddu við, sagði hann — það hafa gerst stórir hlutir meðan ég var í burtu. Nú er ástæða til að nalda hátíðlegt, við þurfum að fagna prófinu þínu og stöðunni minni! Hvað með kampavín og kavíar? Hann gekk flautandi að litla is- skápnum. — Humm — nei, sagði hann — systir Agda virðist ekki hafa hugsað fyrir kampavini. Hann tók sér hrökkbrauð, smjör og mysuost og náði sér í kaffibolla. Hann heUti í bollana okkar og horfði á mig athugull á svip. — Þú ert þreytuleg, sagði hann — morgun- vaktin hefur líka verið óvenju anna söm. Já, jólin nálguðust. Fólk átti annríkt. Húsmæður duttu niður úr eldhúströppum, þegar þær voru að príla við hreingerningar, fólk rann á hálku og fótbraut sig, fólk, sem þjáðist af streitu, fékk hjartaáfall — nú og svo gekk hálsbólga og inflúensa. I stuttu máli sagt: Jólaannríki rikti einnig á sjúkra- húsinu. — Sem betur fer á ég frí á aðfangadag, jóladag og annan dag jóla, sagði Sigurður, en svo fer ég á vakt á þriðja í jólum. Hvað með þig? — Ég á frí öll jólin, sagði ég. — 46 VIKAN 51.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.