Vikan


Vikan - 05.01.1978, Síða 21

Vikan - 05.01.1978, Síða 21
Lúkas sagði ekki fleira. Hann greip náttskyrtuna og fór fram á bað, milli augna hans var djúp hrukka. Það amaði eitthvað að Ebbu, það gat hver hálfviti séð. En ef hún kaus að dylja hann.... f byrjun hjónabandsins hafði hann óttast, að henni þætti aldursmunur þeirra of mikill. Gæti það verið ástæðan fyrir þögn hennar og angri. Hún hafði aldrei verið sérlega skrafhreifin, en ekki svona fámál. Kannski syrgði hún föður sinn meira, en hann grunaði. En hún, sem hafði drenginn núna. Andlitsdrættirnir urðu mild- ari. þegar Lúkas hugsaði um drenginn. Hann hafði verið ótta- sleginn, svo hræddur, að hann þorði varla að viðurkenna það fyrir sjálfum sér. Ef það hefði nú farið eins fyrir Ebbu og fyrri konu hans. En allt hafði farið vel, og litli sonur hans var sterkur og heilbrigður. Ef til vill var það of mikið álag fyrir Ebbu að annast einnig litlu, veiku telpuna hans? En eftir því sem hann gat best séð, þótti henni raunverulega vænt um barnið og sá um, að hana skorti ekkert. Amalía hafði líka breyst mikið eftir að Ebba fór að annast hana aftur. Allt virtist ganga svo vel. En sjálfsagt hafði hún of mikið á sinni könnu. Húsið var stórt. Hún hafði ef til vill ekki næga hjálp. Var þjónustufólkið duglegt? Og fékk hún nóga tilbreytingu í lífinu? hað var gæfa, að Júlía skyldi koma. Vinkona frá æskudögunum, sem gæti kannski létt af henni einhverj- um byrðum. Júlia var töfrandi kona. alltaf létt i lund og elskuleg. Hann ætlaði að koma með þá uppástungu að hún dveldi áfram á Steinum. Návist hennar myndi létta Ebbu lífið. Nú var tími til kominn að efna til skírnarveislu. Þá yrði mikil matar- veisla. Jómfrú Gréta vissi til hverra var leitað, þegar þurfti á aukafólki að halda, og ef þau byrjuðu að skipuleggja með góðum fyrirvara, færi allt vel. Hann gekk aftur inn i svefnher- bergið til að ræða þetta við konu sina, en Ebba var sofnuð. Hún lá á hliðinni og snéri frá honum, hún andaði hægt og reglubundið. Hann laut yfir hana, en hún virtist ekki veita honum athygli. Nú, jæja, hann var þá að bíða til morguns með að ræða áætlanir sínar. Einkennilegt að Ebba hafði ekkert minnst á það áður, að hú vildi vera viðstödd skiptin á Mattisgarði. Skyldi hún alltaf hafa verið svona þögul og innilokuð? Áhyggjuhrukkurnar á breiðu enni Lúkasar voru djúpar, hann skreið í rúmið og reyndi að fá hvíld. stóru borðstofuna. Stofan snéri út í garðinn og var björt og falleg. Gul tjöld héngu fyrir stórum glugg- anum, og í breiðri glugakistunni voru enskar pelargóníur í öllum litbrigðum. Ebba elskaði þetta herbergi. En þennan morgun fannst henni það grátt og jafnvel' sjálf sólar- birtan dauf og grá. Hún hafði ekki verið sofandi kvöldið áður, þegar Lúkas laut yfir hana. Hún hafði ekki sofið mikið um nóttina. Hún hafði bara legið kyrr, meðan hugsanirnar þyrluðust um huga hennar, þreyttan og kvalinn. Skyldi Júlía fallast á tillögu hennar? Og ef ekki, hvað ætti hún þá i vændum? Myndi hún koma upp um Ebbu, segja Lúkasi allt saman? Gefa honum sína mynd af því, sem skeð hafði. Sjálf gæti Ebba aldrei sagt honum það. Hún hrökk við, þegar hún heyrði Lúkas segja: — Tvö falleg nöfn! Hann brosti við konu sinni og gestinum. Hann hafði einsett sér að vera glaður og hress og brjóta ekki heilann of mikið um angur konu sinnar. Kannski gæti hann hjálpað henni að finna frið og ró í sál sinni, með því að sanna henni, hve mikils virði hún væri þeim öllum á Steinum. — Falleg nöfn? endurtók Júlía “bliðmál. — Meinarðu Ebba og Júlia, Lúkas? — Ég var nú reyndar að hugsa um nafn á ungan mann, ansaði hann glaðlega. — Það er kominn tími til að skira hér i húsinu. Hvað segið þið um Karl? Það var nafn afa. Og Mattfas eftir föður Ebbu? Ebba lyfti tebollanum og reyndi að fela andlitið. Hún lét sem teið hefði hrokkið ofan ísig, og snéri sér hóstandi undan með munnþurrkuna fyrir andlitinu. Skirn! Það varð að skíra dreng- inn. Það var eins og henni hefði ekki dottið þetta fyrr í hug. Hann myndi standa í kirkjubókinni, sem sonur hennar og Lúkasar. Svikin héldu áfram. Nei, nei, þetta varð að fá endi . — Karl er fallegt nafn. heyrði hún .Þu vinnur tvennt með því að vera með í happ- drætti SÍBS. Stóra möguleika á að breyta venjulegum degi í happadag. Áhersla er lögð á marga vinninga sem koma sér vel. Samt er dregið um milljón mánaðarlega. Auk þess felur hver seldur miði í sér ávinning fyrir alla landsmenn - aukinn styrk endurhæfingarstarfsins sem unnið er á vegum SÍBS. Það kostar aðeins 600 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að fjölga happadögum sínum í ár. Vinningur til margra - ávinningur fyrir alla. Happdrætti ÞAÐ var siður að snæða morg- unverð i lítilli borðstofu framan við 1.TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.