Vikan


Vikan - 05.01.1978, Qupperneq 44

Vikan - 05.01.1978, Qupperneq 44
mEJT um FÓLK Lítill tími fyrir uppfinningar Þegar rafmagsknúni bíllinn RAFSI var sýndur snemma á árinu 1977, vakti hann mikla athygli. Hönnuðurinn heitir Steinn Sigurðsson, skrifvélavirki að mennt, en starfar nú sem sölumaður hjá Mazda umboð- inu. Hann er 33 ára gamall Við spurðum hann, hvernig RAFSA liði. — Hann er í góðu lagi, takk fyrir, en ég hef lítinn tíma til að sinna honum, bar sem ég er að byggja núria og hef þar af leiðandi um meira en nóg að hugsa í bili. — Ætlarðu samt ekki að huga meira að þessum málum? — Það vantar ekki áhugann, og ég vonast til að hafa betri aðstöðu til að spekúlera eftir að ég hef lokið við húsið. Það hefur ýmsilegt verið að brjótast um í kollinum á mér. — Hefur nokkur erlendis sýnt bílnum áhuga? — Það kom hingað nýlega Bandaríkjamaður frá blaðinu, sem veitti bílnum verðlaun, og hann myndaði bílinn í bak og fyrir og skoðaði hann rækilega. Ég býst við að blaðið ætli að fjalla meir um bílinn, og þá kann eitthvað meira að gerast. — Hvenær kemur tími raf- magnsbílsins? — Það byggist allt á því, hvenær hentugri rafgeymar sjá dagsins Ijós. Það liggur í loftinu, að eitthvað byltingarkennt sé fram- undan á því sviði og því fyrr,sem það verður, því betra, þar sem bensín og olíur eiga sennilega eftir að stíga mikið í verði. Skákin, námið og píanóið Jón L. Árnason vann það afrek á liðnu ári að verða heimsmeistari unglinga í skák undir 17 áta aldri. Þegar þetta blað kemur út, verður hann að keppa á Evrópu- meistaramóti unglinga undir tví- tugu, og næst tekur hann þátt í Reykjavíkurmótinu, sem verður haldið á Loftleiðahótelinu í febrúar. i samtali við Vikuna sagði Jón, að hann vissi ekki enn um fleiri mót, sem hann myndi taka þátt í á næsta ári, en hann þarf að sinna náminu og píanóleiknum eftir sem áður. Tíminn, sem fer til skákiðkana, er því breytilegur. Jón bjóst við að taka sér frí frá námi í nokkrar vikur í vetur, meðan á þeim tveimur mótum stendur, sem getið er um hér að framan. Hann hefur valið sér náttúrufræðisvið í MH og getur, vegna annafyrirkomulagsins, tekið námlð í skorpum, en hann bjóst við að tefjast kannski um hálft ár að taka stúdentspróf vegna skákiðkana. Á þrjú ieikrit í fu/ium gangi Kjartan Ragnarsson, Ieikari og leikritahöfundur, fagnaði góðu gengi á árinu sem var að líða. Um miðjan apríl var frumsýnt leikrit hans, Blessað barnalán, og í septemberlok var frumsýnt leikritið Týnda teskeið- in. Hér er ekki allt upp talið því Saumastofan var allt árið sýnd fyrir fullu húsi, og ennþá er ekkert lát á aðsókninni, framundan var 175. sýning þegar þetta er skrifað. Aðeins þrjú leikrit hafa verið sýnd oftar, þ.e. Kristnihaldið 178 sinnum, Hartíbak210sinnumog Fló á skinni 250 sinnum. Við spurðum Kjartan hvort hann hefði unnið að öllum þessum leikritum í einu. — Það er nokkuð um liðið síðan hugmyndir að þessum leikritum fæddust. Svo kom að því að ég áræddi að skrifa Saumastofuna í góðri samvinnu við hóp leikara. Þegarhennivarsíðan vel tekið, þá hafði ég kjark til að byrja á Týndu teskeiðinni, sem ég byrjaði á um áramótin '75-'76, og ég lauk viðað skrifa leikritið á tveimur mánuð- um. Þegar kom að sumarfríinu ákvað ég að leggja til atlögu við Blessað barnalán, en ég tel að ærslaleikur af þessu tagi sé tæknilega eitt erfiðasta leikrita- formið. Ég umbreytti því fyrir frumsýningu og ég hélt áfram að umbreyta því eftir að við fórum að sýna það í Austurbæjarbíó. Þessi þrjú leikrit eru semsagt öll í fullum gangi og alltaf uppselt, svo ég þarf ekki að kvarta. Nú er ég að glíma við enn eitt leikrit, sem verður ólíkt hinum, búinn að skrifa það einu sinni, og er nú að umskrifa það. Nú rekur ekkert á eftir mér, svo ég ætla að gefa mér góðan tíma við samningu þess. — Áttu von á því að þú komir sjáldnar fram sem leikari, eftir að þú ert orðinn jafn vinsæll leikrita- höfundur og raun ber vitni? — Það vona ég svo sannarlega ekki. Mér finnst eftir sem áður að ég sé leikari, og það er sú reynsla sem er grundvöllur leikrita minna. Ég vona, að ég eigi í framtíðinni eftir að leika og skrifa jöfnum höndum, og bæta mig á báðum sviðum. — Mér þykir mjög fyrir því, Jón minn, að hafa misst svona stjórn á mér. 44 VIKAN 1. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.