Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 46

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 46
Ég er magur og taugaóstyrkur með granna handleggi og langa fætur og svo magalítill, að buxurn'- ar siga stöðugt niður um mig. I rauninni er ég algjör andstæða þess. sem búist er við, að góður vörubílstjóri sé. Hafið þið nokkurntíma virt góðan vörubílstjóra fyrir ykkur? Allir eru þetta stórvaxnir náungar, breið- axla, með vöðvamikla handleggi, sterklegt bak og maga. Vegna þess að vörubilstjóri treystir aðallega á handleggina, hrygg og kvið: Á handleggina til þess að snúa stýrinu, sem á vörubilum er oft handleggslengd í þvermál og oft þarf að snúa í heilan hring á fjallvegabeygjum, á hrygginn til að standast þá raun að sitja stundum.í sömu stellingu, án þess að fá verki eða stífna, og loks á kviðinn, líkt og jarðfastan klett til þess að halda sér traustlega í sætinu. Þetta er nú líkamlega hliðin. Hvað viðkemur hinni andlegu, er ég jafnvel enn verr i stakk búinn. Vörubílstjóri ætti ekki að finna fyrir taugaóstyrk, duttlungum, heimþrá né annarri viðkvæmni. Að aka er nógu ergjandi og þreytandi til að ganga af uxa dauðum. Og hvað konur snertir, ætti vörubilstjóri, líkt og sjómaður, að hugsa sem minnst um þær, annars yrði hann alveg galinn af þessum sífelldu komumogbrottförum. Ensjálfurer ég sífellt að hugsa og bollaleggja og er i eðli minu þunglyndur, og mér geðjast vel að konum. En þrátt fyrir að þetta starf hentaði mér ekki, langaði mig til að verða vörubílstjóri, og mér tókst að ráða mig hjá flutningafyrirtæki. Þeir létu mig hafa félaga, sem hét Palombi og var i rauninni hinn mesti labbakútur, ef satt skal segja. Hann var einmitt hinn fullkomni vörubílstjóri — ekki svo að skilja, að vörubílstjórar séu ekki oft greindir, en hann var svo heppinn að vera heimskur og var þvi í fullu samræmi við vörubilinn sinn. Þrátt fyrir að hann var kominn yfir þritugt, var eitthvað, sem líktist ofvöxnum strák í fari hans, andlitið þunglamalegt, kinnarnar bústnar, augun litil undir lágu enni, og munnurinn líktist einna helst rifu á sparibauk. Hann talaði lítið, í rauninni varla nokkuð og aðallega með nokkurs konar urri. Það lifnaði einungis yfir honum, þegar um mat var að ræða. Ég man eitt sinn, þegar við fórum þreyttir og svangir inn i krá i Itri á leiðinni til Napoli. Þar var ekkert að hafa annað en baunir soðnar með fleski, og ég snerti varla á þeim, því að mér finnst þær ekki góðar. Palombi gleypti í sig tvær skálar, hallaði sér síðan aftur á bak í stólnum og horfði um stund alvarlega á mig, eins og hann væri í þann veginn að segja eitthvað þýðingarmikið. Loks strauk hann hendinni yfir magann og gaf þessa yfirlýsingu: ,,Ég gæti etið fjórar skálar i viðbót.” Þetta var hin mikla hugsun, sem hafði tekið hann svo langan tíma að tjá. Ég þarf þvi ekki að taka fram, hversu ánægður ég var yfir að vera með svona rólegum félaga, þegar við rákumst á ítalíu í fyrsta sinn. Um það leyti ókum við á milli Rómar og Napoli með alls kyns flutning, múrsteina, brotajárn, dagblaðapappír í rúllum, timbur, ávexti og einstöku sinnum jafnvel litla fjárhópa, sem verið var að flytja á milli bithaga. Italía stöðvaði okkur við Terracina og bað um far til Rómar. Okkur hafði verið bannað að taka nokkurn upp i, en eftir að við höfðum litið á hana, ákváðum við að virða það bann að vettugi. Við bentum henni að koma inn, og hún steig upp i bilinn, þrælhress og sagði: „Þrefalt húrra fyrir vörubilstjórum, þeir eru alltaf svo góðir.” ítalía var æsandi stúlka, það orð hæfði henni best. Hún hafði ótrúlega langt mitti og þar yfir mjög útstandandi brjóst — alveg ofsaleg — undir þröngri peysu, sem hún var oftast í og náði henni niður á mjaðmir. Hún hafði líka langan háls og lítið, dökkleitt höfuð og tvö stór, græn augu. Aftur á móti var hún með stutta og fremur kreppta fætur, svo að hún virtist ganga með bogin hnén. Hún var í rauninni ekki falleg, en hafði við sig eitthvað, sem var betra en fegurð. Það sannfærð- ist ég um í þessari fyrstu ferð, því þegar við vorum komin til Cisterna og Palombi ók, laumaði hún hendi sinni i mina og þrýsti fast og hætti þvi ekki, fyrr en við vorum komin til Velletra og ég tók við af Palombi. Þetta var að sumarlagi, um klukkan fjögur siðdegis, þegar heitast er, og hendurnar á okkur voru sleipar af svita. En öðru hverju leit hún á mig þessum grænu augum, og mér fannst nú sem lífið, sem lengi hafði ekki verið annað en malbikaður borði, brosti við mér á ný. Ég hafði fundið það, sem ég leitaði að, konu að hugsa um. Á milli Cisterna og Velletra stansaði Palombo og fór út til þess að líta á hjólin, og ég notaði mér það og kyssti hana. í Velletra skipti ég fúslega við Palombi. Handþrýstingin og einn koss var nóg fyrir mig þann daginn. Upp frá þessu fékk ítalía far með okkur frá Róm til Terracina og aftur til baka einu sinni eða tvisvar í viku. Hún var vön að biða okkar á morgnana, alltaf með sama böggul- inn eða töskuna, og siðan, ef Palombi ók, hélt hún í hönd mina alla leið til Terracina. Þegar við komum aftur frá Napoli, beið hún eftir okkur í Terracina, kom upp i bílinn, og svo byrjuðu handaþrýst- ingarnar og levndu kossarnir — jafnvel þó að hún vildi það ekki — á þeim augnablikum, sem Palombi gat ekki séð okkur. I stuttu máli varð ég alvarlega ástfanginn, sumpart vegna þess að svo langt var síðan mér hafði þótt vænt um kvenmann, að ég var kominn út úr vaná. Og svo var ég hrifinn, að hún þurfti nú ekki annað en að lita á mig á vissan hátt, þá kom hún næstum út á mér tárunum eins og á krakka. Þetta voru blíðutár, en mér fannst þau bera vott um veikleika, sem ekki hæfði karlmanni, og árangurs- laust reyndi ég með miklum erfiðis- munum að halda aftur af þeim. Meðan ég ók, töluðum við saman i lágum hljóðum, notuðum okkúr, að Palombi svaf. Ég man ekkert af þvi, sem við sögðum, sem sannar, að þétta voru smámunir, fyndni og ástarhjal. Samt man ég,' að tíminn leið fljótt. Jafnvel malbikaði borð- inn frá Terracina, sem vanalega virtist engan enda ætla að taka, hvarf nú sem fyrir gjörningum. Ég hægði venjulega á mér niður í tuttugu, þrjátíu kilómetra á klukkustund og leyfði öllum að fara framúr, jafnvel næstum sveitakerr- unum. Okkur tókst samt að ljúka ferðinni nógu fljótt, og Italía steig út. Á nóttunni var það jafnvel betra, bíllinn virtist renna áfram af sjálfu sér, meðan ég ók með aðra hönd á stýrinu og hina um mittið á ítalíu. Þegar Ijós annarra bíla blikkuðu i fjarlægð í myrkrinu, fannst mér ég svara merkjum þeirra með því að láta mín eigin ljós mynda orð, sem létu alla sjá hversu ánægður ég var. Eins og t.d. ,,Ég elska Italíu, og Italía elskar mig.” En það er af Palombi að segja, að annað hvort tók hann ekki eftir neinu eða lést ekki gera það. I rauninni mótmælti hann aldrei nokkurn tíma þessum ferðalögum ítalíu. Þegar hún kom inn, heilsaði hann henni með einhvers konar urri og færði sig svo til hliðar, svo að hún gæti sest. Hún sat alltaf í miðjunni, vegna þess að ég þurfti að gefa gaum að veginum og láta Palombi vita, hvort hann væri auður framundan, ef hann ætlaði fram úr öðrum bil. Palombi mótmælti jafnvel ekki, þegar mig í ástarblindni minni langaði til að skrifa eitthvað um Italiu á fram- rúðuna. Ég velti fyrir mér, hvað það ætti að vera og skrifaði svo með hvitum bókstöfum: „Viva l'Italía.” En Palombi var svo heimskur, að hann skildi aldrei tvöfalda merki- ingu orðanna, fyrr en nokkrir aðrir vörubílstjórar spurðu okkur í gríni, Smásaga eftir ALBERTO MORAVIA Hún ítalía var æsandi stúlka með ótrúlega langt mitti og ofsaleg brjóst, og stór, græn augu. Hún var i rauninni ekki falleg, en hafði við sig eitthvað, sém var betra en fegurð. Ég lifði fyrir stefnumót okkar á veginum frá Róm til Terracina, lifði fyrir handaþrýstinguna og leyndu kossana. 46VIKAN 1. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.