Vikan


Vikan - 13.04.1978, Page 2

Vikan - 13.04.1978, Page 2
Vikan Kvenímyndin 15. tbl. 40. árg. 13. apríl 1978 Verð kr. 450. VIÐTÖL: 6 Hvað kostar að lifa? Fjórar fjöl- skyldur héldu búreikninga í febrúar fyrir Vikuna. GREINAR: 2 Kvenímyndin. 13 Matur og vín. Eftirmáli um vín- bari í London eftir Jónas Kristjánsson. 44 Sannleikurinn á bak við „Hverjum klukkan glymur." SÖGUR: 18 Morð úr gleymsku grafið. 13. hluti framhaldssögu eftir Agöthu Christie. 38 Milli vonar og ótta. 7. hluti framhaldssögu eftir Mary Sergeant. 48 Örlagastund. Smásaga eftir Jan Moen. FASTIR ÞÆTTIR: 14 Pósturinn. 16 Mest um fólk: Ættarmót Vatnsfirðinga. 22 Mig dreymdi. 23 Heilabrot Vikunnar. 25 Myndasögublaðið. 35 Tækni fyrir alla. 36 í miðri viku. 40 Stjörnuspá. 47 í næstu Viku. 51 Poppfræðiritið: Jeff Beck. 53 Matreiðslubók Vikunnar. W.íi Konum gengur oft erfiðlega að mæta kröfum samtímans um hina einu sönnu kvenímynd, sem oftast tekur fremur mið af viðhorfum karla en kvenna. Kvenímyndin er nefnilega stöðugt að breytast, einkanlega hvað útlitið varðar. Eitt árið á konan að vera þvengmjó og flatbrjósta, það næsta eru mjúkar iínur komnar í tísku, eitt árið er sakleysislega útlitið sett ofar öllu, það næsta er kynþokkinn í hávegum hafður, og þarf náttúrlega ekki að fjölyrða i KVENÍMYNDIN — karlsins eða konunnar? Það er ekki að undra, þótt við spyrjum. Það er nefnilega ekki sama, hvort horft er með aug- um karlmannsins eða konunnar. Enda þótt Eva nútímans hlusti nú æ meira á viðhorf kynsystra sinna, hvað snertir innri og ytri kosti og eiginleika, þá er það nú svo, að kven- ímynd hvers tíma er yfirleitt miðuð við smekk karlmanna. í gegnum tíðina hefur okkur verið boðið upp á allar tegundir: Þriflegar, magrar, sakleysislegar, ágengar, hlýlegar, kuldalegar, barnalegar, gáfaðar.... flestum aðeins ætlað eitt hlutverk: Að vekja aðdáun og eftir- tekt karlmanna! Kvenímyndirnar eru svo margar, að þær, sem við nefnum hér, eru eins og dropi í hafið. Þar að auki eru okkur sett landafræðileg takmörk. Við munum ekki taka fyrir Eskimó- ana, sem einu sinni litu ekki við stúlku, nema finna mætti keytulykt- ina af henni langar leiðir, eða þá kröfu Kínverjanna, að kvenfólk ætti að vera með agnarsmáa fætur. Þess í stað munum við halda okkur við kvenimyndir hins vestræna heims. SAKLAUSOG BARNALEG Á síðustu áratugum eru það kvik- myndirnar, sem hafa skapað kven- ímyndirnar á færiböndum. Fyrsta kvikmyndastjarnan í Hollywood, sem karlmennirnir um 1920 þráðu og kvenfólkið gerði sér sem mest far um að líkjast, var Mary Pickford. Á kvikmyndatj aldinu var hún tákn hinnar siðsömu, saklausu, óspilltu, en frekar barnalegu stúlku. Hún var lítil og grönn, með barnslegt andlit, þannig að hún var oft látin fá hlut- verk stúlkna, sem áttu að vera miklu yngri en hún var sjálf. En i rauninni var Mary Pickford aUt ann- að en barnaleg og einföld. Hún var gáfuð og klók í viðskiptum, og hún var t.d. ein af þeim, sem stofnuðu kvikmyndafélagið „United Ar- tists". Seinna gerðist hún sjálfstæð- ur kvikmyndaframleiðandi. En á meðan Mary Pickford öðl- aðist frægð út á sakleysislegt útUt,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.