Vikan


Vikan - 13.04.1978, Qupperneq 12

Vikan - 13.04.1978, Qupperneq 12
greiddi í febúar síðustu afborgun af hraðsaumavél, sem hún œtlar að vinna við heima, krónur 40 þúsund, en véhn kostaði 140 þúsund krónur. Þórður átti bíl hér áður fyrr, en nú hafa þau engin efni á að eiga bíl. Guðný þarf ekki að skipta um strætisvagn, þegar hún fer i vinnu, en Þórður þarf stundum að skipta um vagn. Þau hafa með sér nesti í vinnuna og borða heitan mat á kvöldin. Þau hafa frystikistu og kaupa kjöt í skrokkum og oft fisk til lengri tíma. Guðný drekkur aldrei mjólk nema út í kaffi, og Þórður drekkur sjaldan mjólk, en stundum undanrennu. Þau rækta kartöflur í smáum stíl og dugar uppskeran þeim fram til jóla. Þau leitast við að leggja smávegis til hliðar af launum sínum til að mæta óvæntum útgjöldum og Þórður, sem sér um að borga skatt- ana, reynir að hafa allt á hreinu í október, nóvember til að hafa rýmri fjárráð í desembermánuði. Guðný saumar allt á sjálfa sig, börn sín og barnabörn, en freistaðist um daginn til að kaupa sér kjól, en slíkan munað hefur hún ekki leyft sér í mörg ár. Hún saumar allar buxur á Þórð, þannig að þau spara stóran pening, hvað snertir útgjöld vegna fata. Heimili þeirra er hlýlegt og vist- legt, og þau skulda ekkert í sam- bandi við innbú. Þau hafa síma, sjónvarp og útvarp, og þó þau fari ákaflega litið á skemmtistaði, þá hitta þau oft ættingja og vini og kunna að gleðjast með glöðum. Þau hafa aldrei farið í sólarlandaferð, en Þórður kom til Englands og Þýska- lands, þegar hann var á fiskiskipum. Guðný fór einu sinni með honum í siglingu og aðstoðaði hann þá við matseld. Það er auðheyrt á þeim, að það er þeim mikils virði að eiga íbúð, þegar halla tekur á ævina. Þau hafa hvor- ugt neitt atvinnuöryggi, ef mikill samdráttur yrði á vinnumarkaði, og af þ ví taka þau mið í sinni lífsstefnu. Guðný og Þórður eru að mínu mati ákaflega skýrt dæmi um al- þýðufólk, sem þrátt fyrir óðaverð- bólgu og hrunadans í peningamálum heldur sínu striki. Þeim finnst ógn- vænlegt, hvað allt hækkar, en meðan þau hafa heilsu og atvinnu, er allt í lagi. Það er samt augljóst, að lítið má út af bera hjá þeim, og kostnaðardæmi þeirra sýnir, að þrátt fyrir ítrustu sparsemi myndu laun Þórðar eins varla duga til að framfleyta eldri hjónum í dag, og fær hann þó betri laun en almennt tíðkast með ófaglærða menn í bygg- ingarvinnu. Má af þessu marka stöðu óbreytts launþega í dag. SJ. Sýnishorn af Heimilisreiknings- eyðublaði er á bls. 46. Jónas Kristjánsson: Ostar, kæfur, b vínin létt Flestar bjórkrár í London bjóða upp á plast- kenndan og vondan mat, eins og bjórkrár gera yfirleitt. Þeir, sem vilja fá sér snarl, ættu því fremur að halla sér að vín- börunum, sem fer ört fjölgandi þar í borg um þessar mundir. Matur og drykkur er að visu dýrari á vínbörum en bjórkrám. Vínglasið kostar 35-60 pence og máltíðin um það bil £1,50. En á móti kemur nærgætnari meðhöndlun á matnum, hugnanlegra húsnæði og minni tóbaksreykur. Nú hefuri fjórtán tölublöðum Vikunnar verið lýst sérkenni- legri hnattferð milli matar- mustera fjölmargra þjóða í Westminster-hverfinu i Lon- don. Þessi hnattferð fólst í fjórtán veislum á aðeins einni viku. Eftir þær orrustur höfum við í bili ekki lyst á öðru en snarli. Auk þess er sú budda orðin grá og guggin, sem í hupphafi var sælleg og bústin. Við ætlum því að halla okkur að vínbörunum, áður en heim er haldið í verð- bólguna í Kardimommubæ Norður-Atlantshafsins. einmitt svo dæmalust vel heima á þessum stöðum. ,,Cork and Bottle" er vínbar í leikhúslandi, við 44-46 Cran- bourn Street milli Leicester Square og Charing Cross Road. Vínbarinn er niðri í kjallara. Þar er m.a. boðið upp á svepparétt á 48 pence, osta- salat á 48 pence og hænsna- lifraarkæfu á 50 pence. Átján tegundir víns eru seldar á 30- 80 pence glasið. NOTALEG AFDREP ÁN TÓBAKSREYKS Ávínbörum má oft fá kæfur af margvíslegu tagi, villibráðar- kæfur, aðrar kjötkæfur, innyfla- kæfur og fiskikæfur. Þær eru indælis matur og koma á óvart þeim, sem af íslenskri reynslu halda, að kæfa sé eitthvert afganga-ómeti. Á vínbörum eru líka yfirleitt ýmis blönduð og Ijúffeng salöt. Og ekki má gleyma ostunum, sem eiga „Winkles" er annar vínbar í leikhúslandi, við 25 Litchfield Street milli Charing Cross Road og St-Martin's Lane. Þetta er lítil og róleg stofa, þarsem unnt er að fá flösku af Sauvignon á £1,85 og af Cotes du Rhone á £1,95. „Shirrefs" er vínbar rétt aftan við Cumberland Hotel, viö 25 New Quebec Street, sem er hliðargata út frá Seymour Street. Þetta er sérlega notalegt afdrep rétt við skarkala Cumberland hótels og Selfridge verslunar. Þar fást ágæt brauð, kæfur og ostar, auk léttra vína í glasatali. „Michael Goulds" er vínbar við 1 Glentworth Street á horni Marylebone Road, aðeins 20 metrum frá hinum gæta ítalska 12VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.