Vikan


Vikan - 13.04.1978, Qupperneq 13

Vikan - 13.04.1978, Qupperneq 13
veitingahúsi „Tonino's", sem áður hefur verið lýst í þessum greinaflokki. Þetta er enn einn litli, rólegi og notalegi vín- barinn. SKYGGNT, ÞEFAÐ OGBRAGÐAÐ Við erum fjögur saman og ætlum að æfa okkur í vín- smakki á Michael Goulds. Við keyptum fimm glös af hvítvíni, eitt af sérhverri tegund, sem þarna var á boðstólum. Við gættum vel, að, hvaða tegund var í hvaða glasi og röðuðum glösunum áborðið. Eitt vínið var úr Loiredalnum franska, annað var Muscadet frá mynni þessa sama dals, þriðja var Blanc de Blancs frá kampavínshéraðinu, fjórða var Niersteinar frá Rheimhessen I Þýskalandi, og hið fimmta var Moselvín. Við skyggndum glösin. Muscadet var matt, Niersteiner hálfgullið, Loire og Blanc de Blancs gullið og Mosel mjög gullið. Við þefuðum af víninu. Daufust var lyktin af Muscadet. Lyktin af Niersteiner var vatns- leg. Mest ilmaði Loire. Loks brögðuðum við á vínun- um. Loire reyndist bragðsterkt og gott. Muscadet reyndist miðlungi gott og þurrt. Blanc de Blancs reyndist óvenjulegt á bragðið og þurrt. Niersteiner reyndist hafa hæfilegt vínberja- bragð. Og loks reyndist Mosel hafa gífurlegt vínberjabragð. Við gáfum Niersteinar fyrstu einkunn, Mosel aðra einkunn og Loire þriðju einkunn. ÞJÁLFUÐ TILFINNING FYRIR VÍNI Þegar sérfræðingarnir drekka vín, nota þeir sama glasið margir saman. Við ætlum því, að okkur leyfist hið sama. Kostnaðurinn við slíkt smakk á vínbar í London verður því ekki nema rúmlega glas á mann, innan við 50 pence. Þetta er skemmtileg æfing í að greina í sundur vín og átta sig á eiginleikum þeirra í lit, ilman og bragði. Með þessu þjálfa menn tilfinningu sína fyrir víni og vínmennt. Smám saman hallast menn að litlu magni af léttum og vel gerðum vínum, fremur en miklu magni af sterkum grodda. Samanburður í vínsmakki getur verið með ýmsu móti. Menn geta borið saman vín frá mismunandi stöðum, sem öll eru úr sömu tegund vínberja. Menn geta borið saman vín, sem öll eru úr sama vínhéraði. Menn geta boriö saman vín ýmissa ára frá einum og sama búgarðinum. Menn geta borið saman mismunandi vín, sem framleidd eru með sömu aöferö. Og menn geta borið saman vín, sem eru með ákveðnu millibili á gæðastigum sérfræðinganna. Þegar fólk smakkar vín verður það að gæta að þrennu. i fyrsta lagi má þaö ekki reykja, því að tóbak eyðir þefnæmi og er mesti óvinur vínnaútnar. i öðru lagi má það ekki nota ilmvötn, því að þau fara jafnilla með þefnæmið. Og í þriðja lagi er því sérstaklega beint til íslendinga, að vínsmakk er algerlega óskylt fylliríi. Drykkju- skapur er einmitt andstæða vín- nautnar. EFTIRMÁLI EÐA NÝR FORMÁLI? Hin mikla fjölgun vinbara í London er einkar ánægjuleg þróun. Með þeim hefur sú ágæta borg öðlast einn eitt aðdráttaraflið ofan á öll hin fyrri. Með þessum eftirmála um vínbari í London og hvernig megi umgangast þá, lýkur flokki fimmtán greina um matar- og vínmenntir í London. Meö þeim á að vera full- sannað, að London er meira en verslanir og leikhús og vondur matur. Hanttferðinni i fótspor Phileas Fogg er lokið. Við unnum veðmálið með fjórtán veislum á sjö dögum og höfðum þar á ofan þol til þess eftirmála, sem hér hefur veriö sagt frá. En þar með hefur ekki allt verið sagt, sem unnt er að segja um mat og vín, svo að. enn verður tekið upp hliðstætt spjall í næsta tölublaði Vikunnar. Ég þakka samfylgdina um Westminster í London og vona, að þið eigið enn einhvern gjaldeyri til verslunar. Jónas Kristjánsson 15. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.