Vikan


Vikan - 13.04.1978, Qupperneq 14

Vikan - 13.04.1978, Qupperneq 14
w posTimw U nglingabólur Kæn Póstur. Eg man ekki, hvort ég hef skrifað þér áður, en ef ekki, þá er kominn tími til þess. Eg er hrædd um, að ég sé að fá unglingabólur. Jæja, hvað um það, þá er best að spyrja þig. i. Hvemig getur maður losnað við unglingabólurnar? 2. Er algengt, að fólk fái unglinga- bólur? 3- Hvemig fara saman meyjan (kvk) og bogmaður (kk)? Eg veit, að skriftin er afleit. En hvað heldur þú að ég sé gömul? Unglingabóla. Það er mjög algengt, að unglingar fái bólur, bæöi í andlitiö og á líkamann, Þú ættir að varast að vera að fikta nokkuð í þeim sjálf og snúa þér heldur strax til snyrtifræðings eða húðsjúkdómalæknis, ef þetta er mjög slæmt. Ég held þú sért 14 ára, og mér finnst skriftin ekki afleit. ABBA flutt frá Svíþjóð? Kæri Pðstur. Mig langar að spyrja, hvort hljómsveitin ABBA sé flutt frá Svíþjóð. Ef svo er, hvert þá, og hvaða heimilisfang er þá? Ef ekki, hvaða heimilisfang er þá í Svíþjóð? Hvað er haþþalitur og tala, ef ég er fædd 7. desember? Með fyrirfram þakklæti. Btbba. P. S. Hvemig er skriftin ? ABBA býr ennþá í Svíþjóð, þegar þetta er skrifað. Ég hef ekki heimilisfang þeirra, frekar en annarra skemmtikraftá úti í hqimi, en það er víst áþyggilegt, aö þér er óhætt að skrifa bara: ABBA, Sverige, utan á umslagið, — og bréfið kemst til skila? Happatölur þínar eru 3 og 7, happalitur purpurarautt og happadagur fimmtudagur, ef þú ert fædd 7. desember, annars ekki.. Skriftin er sæmileg. Atti ég að segja já? Komdu sæll kæri Póstur. Eg er hvorki einmana, vansæl né ófrísk, en ég er með vanda- mál handa þér að leysa. Svo vill til, að ég er með strák, sem ég er búin að vera hrifin af í eitt ár og tvo mánuði. Eg er virkilega skotin íhonum og hann í mér (vonandi). En það er ein ósk hans, sem ég hef ekki getað uppfyllt. Hann hefur beðið mig tvisvar um að fá að fara upp á mig, en ég alltaf sagt nei. Nú er hann að fara að vinna úti á landi, svo að við hættum líklega saman, en nú sé ég svo eftir því að hafa sagt ,, nei, " að ég gæti pissað á mig Blessaður (blessuð) reyndu nú að hjálpa mér, ha? XlII-10099-150(j P.S. Hvemig eiga Ijónið (kvk) og fiskamir(kk) saman? Eg veit ég skrifa herfilega, og staf- setningarvillurnar eru 103. bæ, bæ. Blessuö haltu bara áfram að segja ,,nei." Hann kemur aftur til þín, ef hann er hrifinn af þér. Þú ert alltof ung til að fara að sofa hjá honum, það er ég viss um! Slepptu því aö pissa á þig og njóttu bara lífsins. Svo þurftir þú ekki að taka fram, aö þú værir ekki ófrísk, því það er hæpið, að þú sért það, ef þú hefur aldrei „sofið hjá!" Ljónsstelpa og fiskastrákur eiga vel saman, hann ruglar hana í 14VIKAN 15. TBL. ríminu, en henni finnst þaö gaman. Það er rétt, aö skriftin er herfileg, en stafsetningar- villurnar voru ,,bara" átta, þú getur huggað þig viö það! Langar til sólarlanda Halló elsku Póstur! Við erum tvær pæjur. Okkur langar mikið að fara til sólar- landa. Við erum 11 ára, en við ætlum að reyna að fara um fermingu. Okkur langar að fara á stað, þar sem t.d. er mikið af skemmtunum og sól. Hvaða stað getur þú bent okkur á? Hvemig heldurðu, að krabbinn og nautið eigi saman? Hvað lestu úr skriftinni? TværReykjavíkurpæjur. Ef þið ætlið ekki út fyrr en eftir tvö ár, þá liggur ykkur nú ekki lífið á að fá uppgefna skemmti- lega staði til að heimsækja! En ekki er ráö, nema í tíma sé tekiö. Verðið ykkur úti um bæklinga frá ferða- skrifstofunum, og kynnið ykkur staðina. Það fást m.a. bækur um flesta þessara staöa. Það eru ótal, ótal skemmtilegir staði til um alla veröld, sem gaman er Iað heimsækja. Á ég að láta hafa mig að fífli? Kceri Pðstur. Eg er hér ein ung stúlka í öngum mínum. Þannig er mál með vexti, að ég var með strák, sem við skulum kalla X. Á meðan við vorum saman, var allt indælt, þangað til skyndilega, að hann sagði mér upp á heldur óskemmtilegan máta. Þð að X hafi farið illa með mig, var ég samt hrifin af honum eftir á. Reyndar var ég með honum tvö kvöld. Samt rægir hann mig í allra áheyrn, en getursamt verið með mér.Hann hefur meðal annars talið illa um mig við besta vin sinn og bestu vinkonu mína. Þau vöruðu mig við honum og sögðu mér að hætta að hugsa um hann, en ég get það ekki. Hvað finnst þér, að ég eigi að gera? Á ég að tala við hann um þetta og spyrja hann, hvað hann sjái illt í fari mínu, eða á ég að hella mér yfir hann og kýla hann, eða á ég bara að halda áfram að láta sem ekkert hafi gerst og láta hann gera mig að fífli? Hvað finnst þér? Hvernig eiga vatnsberastrákur og meyjarstelpa saman ? Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldur þú, að ég bX' Sjór. Ég á bágt með að trúa því, aö þú hafir svo lítið stolt, að þú látir þér koma til hugar aö halda sambandi þínu við þennan pilt. Blessuð finndu þér annan, það eru fleiri fiskar í sjónum. Hlustaðu á vinkonu þína og vin hans, þau væru ekki að vara þig við honum, ef þau teldu ekki ástæðu til. Vatnsbera- strákur og meyjarstelpa eiga mjög vel saman. Skriftin ber með sér, að þú sért skarpskyggn og sjálfstæð persóna — svo ég er reyndar hissa á, að þú skulir ekki geta tekið ákvörðun í þessu máli sjálfl!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.