Vikan


Vikan - 13.04.1978, Side 22

Vikan - 13.04.1978, Side 22
Verur svífa í eldhúsi Kæri draumráðandi. Viltu ráða þennan draum fyrir mig. Mér fannst ég vera stödd í eldhúsinu hjá mér. Fannst m'erþáskuggalegur maður banka á dymar hjá mér. Var hann svartklasddur uþþ að hálsi og með grátt hár. Eg var á báðum áttum, hvort ég ætti að oþna fyrir honum og leit í kringum mig, hálf ráðvillt. Sá ég þá verur (mér fannst þetta vera guðlegar verur) svífa allt í kringum mig. Varð ég þá rólegri og hætti við að oþna fyrir manninum. Sá ég hann labba í burtu, og létti mér mikið. Svo varég stödd ísvefnherberginu mínu og var að hengja uþþ litlar myndir (mér fannst myndimar í römmunum vera lifandi). Sagði ég við einn manninn, sem varáeinnimyndinni: ,,Ertþú Pétur?’’ ,,Nei, ég er Páll, ’’ svaraði hann. (Mér fannst myndimar vera af þostulunum) Eg sá móður mína liggja í mínu rúmi (hún heitir I.) og sagði hún við mig: ,,Hengdu upp eins margar myndir og þú getur. ’' Bróðir minn lá við hlið hennar í öðru rúmi, sem sonur minn sefur alltaf í. Allt í einu fannst mér ég sjá andlit, sem var svo fagurt og blítt, fannst mér það vera Jesú. Horfði hann á mig, og það lék smá bros um varir hans. Þetta var svo fagurt andlit og blíðlegt. Ekki sagði hann neitt, en horfði bara á mig. Eg hrökk uþþ úr svefninum við það, að mér fannst Jesú snerta mig með fingur- gómunum, mjög létt, á löngutöng hægri handar. Eg glaðvaknaði við þessa snertingu. Með fyrirfram þökk. S.S. Þessi draumur er þér fyrirboði alls góðs. Þín bíður mikil gæfa í fjölskyldu- málum, og þú átt mikla gleöi í vændum. Fljótlega gefst þér tækifæri til að endurnýja gamlan vinskap, og veröur það þér til mikillar gæfu. Þér munu hlotnast aukin þægindi, óvænt og á ánægjulegan hátt. Mikið öryggi verður á heimili þínu. Þú eignast nýjan vin, sem mun reynast þér í alla staði vel, og einnig bíður þín fjárhagslegur gróði. Þú átt óvenjulega mikla hamingju í vændum í framtíðinni. Mig dreymdi Frænkan tók barnið Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig. Hann er þannig: Mér fannst ég vera flutt á sjúkrahús, því að ég var með einhverja verki í magaríum, og þegar ég kom á sjúkrahúsið kom x ljós, að ég var ófrísk og var að því komin að eiga. Svo var eins og það þurrkuðust út tveir dagar, og ég man ekki neitt, fyrr en ég vaknaði í óhreinu herbergi á sjúkra- húsinu og það var komið inn með krakkann til mín. Ég spurði, hvort þetta væri strákur eða stelpa, og var sagt, að það væri stelpa. Svo fannst mér frænka mín, sem heitir A., koma til mín, og sagðist eiga krakkann og tók hann af mér, og þá varð ég brjáluð. Þá kom vinkona mxn, og ég fór til hennar og grét, og svo fannst mér ég vera að fara heim af sjúkrahúsinu, og þegar ég kom heim, þá átti að fara að skíra barn í kirkj- unni. Égfórþangað, ogþávarþað krakkinn minn, sem átti að skxra, og ég brjálaðist og þreif krakkann af frænku minni og fór með hann heim, og þá vaknaði ég og var grátandi. XXI Fyrsta táknið í þessum draumi bendir til, að þú sért að reyna að bera ein byröi, sem þú getur ekki valdið, og ættir aö leita þér aöstoðar sem fyrst. Þú færð hjálp frá vinum þínum, þegar á reynir, og mikil hamingja bíður þín. Einnig áttu von á óvæntum gleöifréttum og munt ná skjótum árangri i öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur. Flamingjuríkt tímabil mun koma í lífi þínu innan skamms. Ákærð um Þjófnað Kæri draumráðandi. Mig dreymdi eftirfarandi draum fyrir stuttu, og mig langar að fá hann ráðinn. Mér fannst ég vera stödd í stórri verslun með stúlku, sem ég þekki. Eg var bara með veskið mitt, en hún var með stóra tösku. Það var margt eigulegra muna þama, mikið af alls konar styttum og g/ingri, og eins fatnaður inni í versluninni. Fannst rnér vera verðir aðfylgjast með fólkinu, og innan um var lögregla líka. Eg var nú ekki smeyk við þá, því ég var þama aðeins að skoða, og ætlaði mér ekki að kauþa neitt, hvaðþá heldurað taka eitthvað ófrjálsri hendi. Allt í einu var kallað í mig af lögreglu, fannst mér, og hún sagðist hafa mig grunaða um stuld. Hún vildi sjá i veskið mitt, og ég sýndi lögreglumanninum töskuna. Hún var þá oþin, og í henni voru tveir litlir vasar, alveg eins, nema annar var minni. Þeir voru úr gleri, hvítir með máluðum rósum. Mig grunaði strax kunningjakonu mína, sem var þama með mér, að hún hafi látið þá í veskið, án þess að ég vissi af því. Eg skýrði strax frá því og bar það uþp á hana, en hún sagði ekkert, hvorki já né nei. Eg bað lögregluna að trúa mér, ég værisaklaus afþessu, en hún sagði: ,, Það kemur í Ijós, þegar við komum niður eftir. ’ ’ Eg var alveg í öngum mínum út af þessu og ætlaði mér ekki að hlífa kunningjakonu minni við þessu. Hún átti að koma líka með, fannst mér, þar sem hún var með heilmikið á sér úr versluninni. Þakka fyrirfram. Bíð með óþreyju eftir svari. Kalla. Þú ættir að varast að treysta um of á þessa kunningjakonu þína, þar sem hún mun ekki vera öll, þar sem hún er séð. Þín bíður heiður og upphefð á næstunni og einnig bætt lífsstaða. Þú munt þarfnast stuðnings frá vinum þínum, sem þeir láta þér í té, er þú lendir í deilum. Þú færð áríðandi þréf eða símskeyti, sem að öllum líkindum verður til þess að þú ferð í ferðalag, fyrr en þig grunar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.