Vikan


Vikan - 13.04.1978, Qupperneq 40

Vikan - 13.04.1978, Qupperneq 40
Ilnilurinn 2l.m;irs 20.nfiril NauliA 2l.npríl 2l.niai T\íhurarnir 22.mai 2l.júni Þú ert orðinn leiður á verkefnum þinum og skalt ekki veigra þér við að leita breytinga. Það eru líkur á stuttu ferðalagi, sennilega i vikulokin. hr.'hhinn 22. júni 2.V júlí Þú verður í góðu skapi og til í allt, enda hefur þú fengið óvenju góð meðmæli frá vissri persónu. Laugardagurinn er mikill happadagur fyrir kvenfólk. Þú vinnur störf þín vel og hefur ágæta framkomu. Þú kemst að því, að ýmislegt hefur breyst, frá því sem áður var. Heilla- litur er rauður. Það verður margt sér til gamans gert þessa dagana. Þú átt nægar frístundir til persónulegra þarfa og þú færð gjöf, sem þú veist ekki, hvernig þú átt að bregðast við. Það hefur gripið um sig órói hjá þér, en þú mátt til með að reyna að vera þægi- legri í umgengni. Ungur maður á senni- lega eftir að koma mikið við sögu í ákveðnu máli. I.jóni*') 24.,júlí 24. ;íijú‘l Þú öfundar félaga þinn lítilsháttar vegna góðrar aðstöðu hans. En þú hefur enga ástæðu til þess. Þú færð ágæta hugmynd, og margir munu verða þér þakklátir fyrir. Spnrúdrckinn 24.»kl. 2.Vn»\. Menn eru nokkuð gagnrýnir á störf þín, og skaltu því venju fremur vanda allt, sem þú lætur frá þér fara. Þú færð góða heimsókn gamalla kunningja. Valnvhcrinn 2l.jan. lú.fchr. Þú ert að verða nokkuð værukær, þú skalt vinna eftir föng- um að þvi, að líf þitt fái meiri tilgang. Gættu að einum sam- starfsmanni þínum. Heillatala er 4. Það eru einhverjar breytingar á einkalífi þínu væntanlegar. Þú skemmtir þér vel í kunningjahópi eitt- hvert kvöldið. Happalitur er dökk- blár. Það verðsur framur lítið um stjórnsemi á vinnustað þínum, yfirmenn þínir verða annað hvort ekki við eða erlendis. Ókunn- ug persóna kemur talsvert við sögu. Il»ijniaúurinn 24.n»\. 2l.dc*. Varastu að treysta náunganum of vel, sérstaklega í sam- bandi við mál, sem kemur upp í vikunni. Félagslif vikunnar á eftir að koma þér á óvart. Kiskarnir20.íchr. 20.mars Þú átt við eitthvert vandamál að etja og gengur illa að gera upp hug þinn. Gættu þess að taka tilfinn- ingar annarra með í reikninginn. Leitaðu ráða hjá þeim eldri. sem ljösmyndarinn hafði tekið. Ein besta myndin hafði verið af Tim, þar sem hann horfði á Bernard. Fyrir utan eina nærmynd, var Bernard á þeim öllum. Og hvernig myndi frú Hakner bregðast við? Það var ekki erfitt að ímynda sér það. Hún mundi fjarlægja allar myndir, sem Tim ætti, hún myndi ekki vilja saurga veggi nýja sýningarsalarins. Bábilja og hleypidómar, þetta var svo hræðilega óréttlátt. En frú Hakner myndi ekki hafa áhyggjur af því. Tim truflaði hana í þessum hug- leiðingum sínum: „Hvernig finnst þér hugmyndin? Að sjálfsögðu mundi þetta eyða frá okkur miklum tíma, en Whiteshire hefur verið svo alúðlegur. Hann á félaga í New York, og þeir eru að hugsa um að setja upp sýningu samhliða þess- ari..en með því skilyrði, að ég komi með nóg af myndum.” Áður en hún gat svarað þessu, opnuðust dyrnar, og inn kom Bernard, og brosti glaðlega. „Eg hitaði te og ristaði brauð. Ég hugsaði með mér, að þú þyrftir á hvort tveggja að halda, eftir að hafa verið úti í kuldanum. „Þakka þér fyrir, Bernie. Ég gæti vel þegið eins og einn bolla. Hvað með þig, Lucy?” „Ég held' ég fái einn líka.” Þau gengu niður flötina í halarófu, Lucy í miðjunni. Það var eins og það væru engin tengsl á milli þeirra, öll voru þau þó að berjast í átt að sama takmarki. Og ég verð að vinna, hugsaði Lucy ákveðin. í þetta skipti verð ég að vera róleg og yfirveguð. Bara þangað til ég er búin að útvega peningana. Þá verður öllu lokið, og þetta verður ekki annað en slæmur draumur. Ein vika, þá fer Bernard, og við getum hreinsað hann út úr lífi okkar. TVEIM dögum seinna .sat hún inni á dimmri, en fallegri skrifstofu og lét eins og hún væri að blaða í tímariti, sem snaggaraleg ung stúlka, sem var að vélrita á raf- magnsritvél, hafði rétt henni. Á borðinu hjá stúlkunni var undur- fagur vöndur af bláum blómum og skiptiborð, þar sem á var geysileg mergð af tökkum, sem líklegast framkölluðu mikinn ljósag, ng og hringingar :á þeim stöðum, sem við átti. Þetta andrúmsloft, þar sem ekkert var sjálfsagðara en peningar, hjálpaði Lucy mikið til að sefa æstar taugar sínar. Þetta var einmitt það, sem hana vantaði: Andrúmsloft, sem gerði lán upp á þrjú þúsund pund að hversdagslegri greiðvikni. Það hafði aðeins verið einn staður, sem kom til greina, þar sem hún gæti fengið svona mikla peninga. Ekki hjá móður sinni, sem hélt því fram, að maður hennar hefði dæmt hana til að hfa lifa í örbirgð með því að siga á hana hana tilfinningalaus- um fjárhaldsmönnum. George Craig hafði bundið fjármagn sitt í höfuð- stól, sem ekki var hægt að ná út. Því' lifði hún af vöxtunum, þar til hún myndi deyja, þá tækju Amanda og Lucy við, síðan börnin þeirra og svo koh af kolli. Höfuðstólhnn var eins vel geymdur og gullið í Fort Knox, nema til þess kæmi, að fjárhalds- mennirnir sæju fram á, að arðvæn- legra væri að hafa þetta einhvern veginn öðruvísi. En það kom aldrei til. Og ekki gat hún leitað til Amöndu, hún átti ekki krónu. En Guy? Hann var fjárhagslega vel stæður, ef ekki ríkur, og hún vissi, að hann hafði sterkar taugar til hennar. Jafnvel í símanum var ástúðin í rödd hans svo auðheyran- leg, að það var sem þungu fargi hefði verið létt af brjósti hennar. „Lucy, auðvitað hef ég tíma til þess að hitta þig. Þetta er sjaldgæf ánægja. Ég er því miður upptekinn í dag, en hvað með miðvikudaginn? Komdu svona um eittleytið, og við getum borðað hádegismat saman.” Það heyrðist suð í borðinu. Skrif- stofustúlkan svaraði með sykur- sætri röddu: „Já, herra. Ég skal vísá frú Hunt inn. En Guy gaf henni ekki tíma til þess. Hann snaraðist út úr skrifstof- unni með útréttar hendur. „Lucy, fyrirgefðu, að ég hef þurft að láta þig bíða. Þetta var einn af þessuir fundum, sem maður ætlar aldrei að geta slitið.” „Ég kom svo snemma. Auk þess var mér alveg sama, þó ég þyrfti að bíða.” Hann fór með hana á virðulegan veitingastað, þar sem greinilega hafði ekkert verið til sparað og rosknir þjónar umgengust við- skiptavinina með sams konar lotn- ingu og þj ónar hertoga og greifa. „Það er alltaf svo rólegt hér,” út- skýrði Guy, um leið og þau settust niður á bekki, sem minntu Lucy helst á kirkjubekki. „Hér getum við notið þeirrar ánægju að tala saman algerlegá í éinrúmi.” Samt sem áður beið hann, þar til búið var að leggja aðalréttinn á borðið, en þá sagði hann: „Jæja, Lucy, segðu mér nú, hvað ég get gert fyrir þig?” Hún gat ekki svarað honum strax, svo að hann hélt áfram: „Ég þarf ekki að segja þér, að þú hefur leyfi til að biðja mig um allt, sem í mínu valdi stendur. Þú veist það.” „Elsku Guy, ef ég vissi það ekki, þá sæti ég ekki hér og væri að tefja þig” „Þú ert ekki að tefja mig. Mín er ánægjan. Og nú, út með það, hvað er að?” Hún fann, hvernig hálsinn var orðinn alveg þurr, það var eins og hræðslan við að tala' væri að buga hana. Þar til á þessu augnabliki hafði þetta virst svo einfalt, en svo var ekki lengur. Hún reyndi mikið til að brosa, en það tókst heldur illa. „Guy, mig vantar peninga, en það er háupphæð.” „Hve mikið?” „Það er svo mikið.” Jafnvel á meðan hún talaði, þá fann hún, að hann horfði í augu hennar, en þar var ekkert að sjá. „Það er alveg hræðilega mikið. Þrjú þúsund pund.”Og nú, undir- búin fyrir það versta, leit hún upp. 40VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.