Vikan


Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 44

Vikan - 13.04.1978, Blaðsíða 44
Sannleikurinn á bak við „Hverjum klukkan gl Emest Hemingway skrifadi margar sölubœkur, ,, Vopnin kvödd", „Fannirnar d Kilimanjaro", „Gamli madurinn og hafid". En mesta sölu- bókin af þeim öllum var sagan úr, spœnsku borgarastyrjöldinni. „í hvert sinn sem einhver mann- eskja deyr, deyr eitthvað afmér lika, þvi ég tilheyri mannkyninu. Þess vegna skaltu ekki spyrja, hverjum klukkan glymur — því hún glymur fyrirþig. ” (JohnDonne) I þessa tilvitnun sótti Heming- way hugmyndina að heiti bókar sinnar, og í þessari tilvitnun felst einnig, um hvað bókin fjallar — dauða og samábyrgð mannanna. Bókin „Hverjum klukkan glym- ur” varð einn af stœrstu bók- menntasigrum í Ameríku. Aðeins fáum mánuðum eftir að hún var gefin út var upplagið komið upp í 785.000. Og kvikmyndin, sem gerð var eftir bókinni með Ingrid Berg- man og Gary Cooper í aðalhlutverk- um, fór sigurför um heiminn. Rithöfundurinn var sjálfur nokkuð ánægður með bókina, en benti á þá kaldhæðnislegu stað- reynd, að hún hafði kostað hann eitt hjónaband og eitt og hálft ár af lífi hans. Einn haustdag árið 1954 var Ernest Hemingway á ferðalagi með nokkrum vinum sínum í spænskum furuskógi. Ekki langt þar frá var hellir, en það var einmitt staðurinn, þar sem Pablo og vinir hans földu sig í „Hverjum klukkan glymur”. Og á milli trjánna rann lækurinn, þar sem Pilar þvoði sér um fæturna. Vinirnir settu sig niður á stað, þar sem þeir höfðu gott útsýni yfir dalinn og brúna, sem hafði verið eyðilögð 16 árum áður. Nú er löngu búið að endurbyggja hana. Hemingway var spurður að þvi, hvort öll bókin væri byggð á sann- sögulegum atburðum og persónu- legri lífsreynslu. Hann svaraði ein- faldlega: „Brúin var sprengd i loft upp. Eg var vitni að þvi Og lestin sprakk einnig. En annars lagði ég sjdlfur til það, sem þarf til að gera skdldsögu góða. ” En þó að rithöfundurinn nefni það hvergi, þá er bókin nokkurs konar tileinkun til þeirra, sem hann kynntist í spænsku borgarastyrjöld- Sprengjusérfrœðingurinn Robert Jordan og Maria, sem fasistarnir höfðu nauðgað og snoðað, dttu saman þrjd hamingjuríka daga. inni. Og marga atburði, sem hann lýsir, upplifði hann í eigin persónu ... Þegar Ernest Hemingway fór til Spánar sem stríðsfréttaritari í febrúar 1937, var hann 37 ára, og frægð hans sem rithöfundur fór sí- fellt vaxandi. Hann bjó á Hótel Flórida í Madrid. Hótelið var mið- stöð fyrir fréttamenn frá öllum heimshornum. Og einn þeirra var Martha Gelhorn. Hún átti eftir að hafa mikil áhrif á Hemingway: „Hún var með augu sem létu mig gleyma því, að til væru önnur augu, aðrir fullkomnir fætur, og hugur hennar lýsti af gáfum og hugmynda- flugi.” Hjá Mörthu fann Hemingway jafningja sinn. Bæði voru þau sjálf- stæð, hugmyndarík og hugrökk. Þau drógust hvort að öðru. Hina gestina grunaði ekkert fyrr en eina nóttina, þegar sprengja hitti heita- vatnsgeymi hússins. Blaðamaður- inn Tom Delmer skrifaði: „Gufan, sem breiddist út um allt, gerði staðinn likastan fordyri hel- vítis. Og mörg dstarsambönd urðu uppvís, þegar fólkið kom í loftköst- um út úr herbergjunum til að leita skjóls í kjallaranum, og þar d meðal komst upp um Ernest og Mörthu. Þau komu hlaupandi hdlf meðvit- undarlaus út úrsama herbergi. ” Her Francos umkringdi Madrid og lét sprengjum rigna yfir borgina. En Hemingway tókst oft að læðast að víglínu lýðveldissinna í fjöllunum fyrir utan borgina. Martha fór með honum. Þau lögðu af stað með einka- bíl, skiptu síðan yfir í herflutninga- bíl, og síðasta spölinn urðu þau að fara á hestbaki og fótgangandi. Og oftar en einu sinni voru þau í bráðri lífshættu. En að senda fréttir frá einhverjum neðanjarðarbyrgjum inni í borginni, það datt þeim aldrei í hug að gera, þó svo að þar hefðu þau getað verið örugg. Einn dag, er þau voru á ferð í brynvörðum bíl, urðu þau fyrir árás fasista, sem létu kúl- urnar dynja stanslaust á bilnum. Þar sem þau lágu í hnipri á gólfinu, heyrðu þau, hvernig kúlurnar smullu á stálplötunum. Hemingway segir svo frá: „Þegar við komum aftur til hótels- ins, fylltumst við fagnaðartilfinn- ingu, þegar við gerðum okkur grein fyrir þvf að við höfðum sloppið. Eg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.