Vikan - 13.04.1978, Page 50
Svo gengur hún fram og sækir
veskið sitt. Tekur upp vasaklút og
þerrar vandlega af hnifsskaftinu.
Hún gengur frá vinflöskunni, fer
fram í eldhús með glösin og þvær
þau og gætir þess að ganga frá þeim
hjá glösum sömu tegundar.
Hún fer yfir atburðarásina. Hún
hefur engu gleymt, eða er það? Þá er
bara að komast heim og hringja svo
nokkur símtöl. Hún verður að vera
fullkomlega róleg og undrandi þegar
þeir heimsækja hana eftir nokkra
daga til að yfirheyra hana um heim-
sóknina til Sólhöfða.
H in fer út að glugganum og
bíður. Það er blæjalogn, og fáninn
hangir, himinninn er heiður og
skýjabólstrarnir horfnir. Yfir vatns-
fletinum líður mávur með næstum
ósýnilegum vængjatökum.
Svo kemur hún auga á bátinn.
Hún gengur út á stéttina, lokar
hurðinni á eftir sér ogsest i garðstól.
Báturinn leggst að bryggjunni,
og hún stendur upp.
— Égkem!
Hún lætur sem hún eigi viðræður
við einhvern, sem situr í þeim stóln-
um, sem ekki sést frá bryggjunni,
kveður hátt og snjallt og hleypur
við fót niður stíginn. A bryggjunni
staðnæmist hún og snýr sér við,
veifar og hrópar:
— Takk fyrir í dag.
Þau róa til baka. Vatnið er spegil-
slétt. Þau tala um veðrið, og hún
fylgist með andamömmu, sem stolt
kennir ungunum sínum. Hún gerir
upp við gamla manninn, þakkar
fyrir og kveður. Drengirnir eru ekki
lengur á bryggjunni. Bíllinn fer
strax í gang.
Við járnbrautarstöðina stansar
hún og fer inn I símaklefa. Hún
flettir upp númeri gamla mannsins.
Hann kemur sjálfur í símann.
— Jæja, strax kominn heim,
segir hún. — Vinkona min var með
yður, hún er þá farin af stað. Hún
ætlaði að taka með sér smávegis til
borgarinnar, en ég gleymdi að
minna hana á það. Þið voruð komin
of langt, þegar ég uppgötvaði það.
Ég hljóp svo í símann hérna við
brúna og hélt, að ég næði henni.
Hún lagði símtólið á og fór aftur í
bílinn. Ekur til borgarinnar og gætir
þess að aka ekki yfir hámarkshraða.
Nú má ekkert koma fyrir.
íikkert gerist. Hún tekur nokkrar
svefntöflur og sofnar. Hún vaknar
ekki fyrr en klukkan átta um morg-
uninn. Hún klæðir sig strax og flýtir
sér í símaklefann handan götunnar.
Hún hringir á vinnustað hans og
biður um samtal við einkaritarann.
— Maðurinn minn gleymdi að
segja mér, hvenær hann kæmi heim,
segir hún. — Eða kannski gerði hann
það, en ég er þá búin að gleyma því.
Það verður þögn í símanum, svo
kemur stúlkan til baka.
— A föstudagskvöld, segir hún. —
Nei, bíðið annars aðeins, ég ætla að
spyrja nánar.
Aftur löng þögn, lengur en hið
fyrra sinni.
— Jú, það er á föstudaginn, um
kvöldið, segir stúlkan.
— Takk, segir hún stuttlega og
leggur á.
Hún sest á bekk við hliðina á klef-
anum. Tvær eldri konur ganga arm í
arm yfir gangbrautina og inn í garð-
inn handan götunnar.
Strætisvagn fer hjá, á eftir
honum lögreglubíll. Hann staðnæm-
ist við söluturninn, tveir lögreglu-
menn stíga út. Þeir ganga beint til
hennar.
— Voruð það þér, sem hringduð
héðan fyrir nokkrum mínútum?
Hún veit, að ekki þýðir að neita.
Hún kinkar kolli og fylgir þeim í bil-
inn. Eeynir að gera sér grein fyrir,
hvað hefur farið úrskeiðis. Hvað er
það, sem ekki kemur heim og
saman?
Hún verður að bíða í hálfa klukku-
stund. Svo er henni fylgt inn til yfir-
heyrslu.
— Við vorum á skrifstofunni, þar
sem hann starfar til að tilkynna
dauðsfallið , þegar þér hringduð I
einkaritarann. Það var auðvelt að
rekja, hvaðan samtalið kom.
Einmitt þá hafði hún fundið
lausnina.
— Fáninn? spurði hún.
— Stendur heima. Hún hafði
fyrir reglu að draga fánann að húni á
sama tíma dag hvern og draga hann
niður stundvíslega hvert kvöld.
Þetta vissu allir þarna úti.
— Hvenær.... hvenær var það
uppgötvað?
— í morgun. Eldsnemma í morg-
un. Tveir drengir voru úti á litlum
bát að veiða. Þeim fannst einkenni-
legt, að hún skyldi hafa gleymt að
draga niður fánann kvöldið áður.
Þeir réru í land og fóru heim að hús-
inu....
— Já, ég veit, hvaða drengir
þetta voru, sagði hún og leit undan.
Hún sá þá fyrir sér, hún vissi það,
þegar hún sá þá á bryggjunni, að
henni yrðu þeir minnisstæðir. En
að þeir tengdust svo voðalegum at-
burði, það hafði hún ekki séð fyrir.
Endir.
— Hún er snillingur í matreiðslu á baunum!
50VIKAN 15. TBL.