Vikan


Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 6

Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 6
LF.JÐTN OKKAR ALLRA í þessari viku lýkur umfjöllun okkar um hagi aldraðra í íslensku nútímaþjöðfélagi. Blaðamaður Vikunnar heimsótti dvalarheimilið Hrafnistu í Hafnar- firði og spjallaði þar við vistmenn og eins eru aldraðir á förnum vegi teknir tali. Stefanía Einarsdóttir: „Tek bókina langt fram yfir sjón- varpið." Guðmundur Vigfússon, gamail nemandi Jónínu, og kona hans Stefanía Einarsdóttir ólu mestan sinn starfsaldur i Vest- mannaeyjum, þar sem Guð- mundur rak eigin bát. Hafið á enn sterk ítök i Guðmundi og hann skreppur oft á veiðar. Hann var einmitt að heiman í slíkum leiðangri er blaðakonu bar að garði. Stefanía sagði að auðvitað saknaði hún að vissu leyti gamla heimilisins síns, það væri alltaf viss tryggð bundin við þann stað, sem fólk býr á meiri hluta ævinnar. En hún var mjög ánægð með dvölina að Hrafn- istu. Stefanía les mikið, og tekur bókina langt fram yfir sjónvarp- ið. Fannst það bara kostur að losna við það í einn mánuð á ári! Sigriður A. Jónsdóttir, forstöðukona: „Starfsævinni er ekki lokið Dvalarheimilið að Hrafnistu í Hafnarfirði tók til starfa í nóv- ember 1977, og er því alveg nýtt af nálinni. Hér eru nú 84 í heim- ili, en þessi áfangi er bara sá fyrsti af þremur. Erfitt er að segja um hver heildartala vist- manna verður að lokum, því í áætluninni er bæði sjúkradeild, heilsugæsla og sundlaug. Hér er veitt margskonar þjón- ustasem til nýbreytni má teljast. T.d. svokölluð dagvistun, fólk kemur hingað á morgnana fimm daga vikunnar, og getur þá not- fært sér þá vinnuaðstöðu og kennslu, sem heimilið hefur upp á að bjóða, og búi það eitt getur það fengið matarpakka heim með sér á kvöldin. Og svo eru það blessaðir farfuglarnir okkar, fól.k sem dvelur á heimilum barna sinna en kemur til okkar meðan börnin eru í sumarleyfi. Dvalartiminn er þá misjafnlega langur, svona 3 vikur upp i 3 mánuði. Hér er mikil áhersla lögð á vinnuaðstöðu. Við reynum að gera allt sem við getum til að fólk fái það ekki á tilfinninguna að starfsævi þeirra sé lokið, þó það sé ekki lengur á hinum al- menna vinnumarkaði. Enda held ég að ekkert sé jafn sárt fyrir aldrað fólk og að fá ekki að nýta krafta sína meðan heilsan leyfir. Auðvitað er vinnan sem hér fer fram mest tengd sjó- vinnu, eins og t.d. að hnýta öngla og línur. Svo er handa- vinna og alls kyns föndur mikið atriði, og hér starfa tveir slikir kennarar á vetuma. Félagslífið er mikilvægt atriði í starfseminni. Á veturna skipt- ast á spilakvöld og kvöldvökur einu sinni í viku, og við reynum að fá sem fjölbreyttasta skemmtikrafta á kvöldvökurnar. Þeir skemmtikraftar sem koma fram gera þetta í sjálfboðaliðs- vinnu, og eiga miklar þakkir skildar. Svo er fólkinu boðið í bíó einu sinni í mánuði. Á sumr- in er farið í skemmtiferðir. Áhugi minn á málefnum aldr- aðra vaknaði er ég tók að mér elliheimilið i Skjaldarvík, en áður hafði ég starfað sem hjúkr- unarkona og ljósmóðir. Það má kannski segja að þar með hafi ég aldeilis vent mínu kvæði í kross, en mér fannst bara að þetta væri eitthvað sem ég yrði að gera. Þar að auki var svo hræðilega mikið ógert í málefnum aldraðra á þeim tíma. Þær fáu stofnanir, sem þá voru fyrir hendi,voru mjög af vanefnum gerðar, t.d. alltof margir saman í herbergi, sem sagt reglulegur baðstofu- bragur á hlutunum. Mikill ábyrgðarhluti var að velja sam- an fólk, sem varð að búa svo saman, og ekkert þekktist i byrj- Framhald á bls. 35. 6VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.