Vikan


Vikan - 31.08.1978, Síða 14

Vikan - 31.08.1978, Síða 14
Tímabær nýjung Á þessum teikningum sjást fjórar mismunandi gerðir stólsins, en hægt er að setja hann saman á marga aðra vegu eftir þörfum. Númer eitt á myndinni er sérstaklega ætlaður fólki, sem á við gikt að striða, á erfitt um gang eða bágt með að halda jafnvægi. Stóllinn er þess vegna á hjólum, sem eru búin hemlum. Núm- er tvö er handa fólki með stirða miaðmaliði. Númer þrjú er mjög lág- ur og ætlaður lágvöxnu fólki, og fjórða gerðin er hönnuð með tilliti til þeirra, sem þjást af lömunarveiki. Sérhönnuð húsgögn handa öldruðum og fötluðum Öllþurfum við húsgögn. Venjulega er miðað við „meðal- manninn ”, þegar húsgögn eru búin til. En flestir eru að einhverju leyti frábrugðnir þessum meðalmálum, sem miðað er við, þótt venjulega sœtti fólk sig við húsgögn, þótt þau séu í rauninni ekki eins og þau cettu að vera. Þetta verður hins vegar oft mikið vandamál, þegar í hlut á aldrað fólk eða fatlað, eða fólk með líkamsbyggingu, sem á einhvern hátt erfrábrugðin því venjulega. Djúpu, lágu og mjúku hæg- indastólarnir og sófarnir, sem eru á flestum heimilum, eru t.d. mjög óhentug húsgögn fyrir aldraða. Flest höfum við veitt því athygli, að fólk sem farið er að eldast og stirðna, forðast yfir- leitt að setjast í slíka stóla og kýs þá fremur að sitja á hörðum borðstofustólum, af því að þeir eru þó i réttari hæð, þótt þeir séu ekki hentugir til langrar setu. Og sé ekki um annað að velja en að setjast í djúpa, lága sófann, á gamla fólkið oft mjög erfitt með að rísa á fætur. Þetta er atriði, sem því miður hefur viljað gleymast í sambandi við vistheimili aldraðra á íslandi. Kannski hefur afsökunin verið sú, að erfitt hefur verið að fá húsgögn við hæfi aldraðra hér á landi. En nú gildir sú afsökun ekki lengur, því að nú er hægt að fá húsgögn, sem eru sérstaklega hönnuð handa öldruðum og fötluðum í samráði við hjúkrun- arfólk. Þessi húsgögn fást i versl- uninni EPAL við Laugalæk í Reykjavík. Þar er um að ræða stóla og borð af ýmsum gerðum. Sérstaka athygli vekur þó hinn sérhannaði hægindastóll og er erfitt að ímynda sér hentugri stól handa fólki, sem farið er að eldast eða á við einhverja fötlun að stríða. Þennan stól er hægt að fá í mörgum mismunandi gerðum eftir því hverjar þarfirnar eru. Til dæmis má velja um sjö mis- munandi gerðir af setum í stól- inn, fjórar gerðir af bökum, tvenns konar hnakkapúða og margt fleira. Setu og bak er svo hægt að stilla á marga vegu. Sjálfa stólgrindina má fá í ýms- um hæðum eftir fótlengd. Bólstrun er öll með „rúnnuð- um” hornum til þess að forðast þrýsting á æðar og taugar. Auð- velt er að þrífa stólinn og taka má áklæðið af setu og baki. Áklæðið fæst í um hundrað mis- munandi litum. Þá má nefna, að hægt er að fá hjól undir stólinn. Til er einnig sérstakur fótskemill meðstólnum. Verslunin hefur sérstakt reynslusett, þannig að hver og einn getur „mátað” hvaða stól- gerð hæfir honum eða henni best. Þessi húsgögn eru dönsk og hafa verið prófuð og viðurkennd af danska húsgagnaeftirlitinu, en allt eftirlit með gæðum fram- leiðslu er sem kunnugt er óvíða eða hvergi strangara en í Dan- mörku. Húsgögn af þessu tagi eru þegar í notkun á dvalarheimil- inu Höfða á Akranesi. En þau henta ekki aðeins á slíkum stofnunum, því að varla er hægt að fá betri gjöf handa fólki, sem farið er að reskjast og stirðna en einmitt svona stól. 14VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.