Vikan


Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 20

Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 20
sagði ekki orð, Joe tók eftir þessu og sgði: „Um hvað eruð þér að hugsa, Valdini? Hefur eitthvað slegist upp á vinskapinn milli ykkar greifaynjunnar?" „Þér eruð alltaf að hæðast að mér. Wesson,” svaraði litli Sikileyjarbúinn önuglega. „Þér lituð út fyrir að vera mjög Skíðaskálinn í Ölpunum. áhyggjufullur, eftir að hún hafði hringt í yðurígær,” sagði Joe. „Hvenær var það?” spurði ég. „O, þegar þú varst loksins kominn í rúmið,” svaraði Joe. Þótt þú búir úti á landi getur þú samtsem áður notfært þér smáauglýsingar Dagblaðsins. Smáauglýsingaþjón- usta blaðsins svarar í símann fyrir þig og sendir þér öll tilboð sem berast, með næsta pósti, eða les þau upp í simann. Öll þessi þjónusta er þér að kostnaðarlausu, utan venjulegs birtingarverðs auglýsingarinnar. Svo að hún hafði hringt I hann, eftir að Engles hafði hringt í mig. Ég hefði viljað gefa mikið fyrir að vita, hvað hún hafði sagt. Það var enginn vafi á því, að það var eitthvað út af Engles. Og Keramikos. Hann var alltaf þögull og ómannblendinn. En í dag virtist hann hafa augun hjá sér. Hann horfði einkennilega á morgunverðarborðið. Hann virtist eitthvað taugaóstyrkur. Seinna skildi ég, að hann hafði ástæðu til þess að vera taugaáostyrkur. En mér fannst það einkennilegt þá, þvi að venju- lega var hann svo sjálfsöruggur. Joe talaði við mig dálitla stund um kvikmyndina. Hann kvaðst þurfa á stuðningi mínum að halda. Hann vildi fá mig til þess að segja honum eitthvað um kvikmyndahandritið, sem ég hafði átt að semja. Hvernig áttu sviðin að vera? En, þegar hann fann, að ég vildi ekki segja honum neitt, þagnaði hann líka. Að lokum sagði hann við mig, að það lægi eitthvað I loftinu. „Það er eins og þessi snjór hafi sömu áhrif á fólk og misseris- vindarnir og sirocco vindarnir. Hvað ætli það verði svona lengi, Mayne?” „Líklegast svona tvo daga,” svaraði Mayne. „Guð minn góður!” sagði Joe. „Eigum við að sitja hérna eins og hálf- dauðar uglur í nokkra daga? í guðanna bænum, Mayne, spilið þér eitthvað upplífgandi á þetta píanó þarna. Þó get ég ekki sagt, að mér sé vel við, það, þegar þér eruð að hamra á það á morgnana. En það er allt skárra en að við sitjum hérna allir og glápum á arininnþannarna.” En Mayne kvaðst ekki vera upplagð- ur. Og enginn tók undir ósk Joes. Loks stóð hann upp og náði sér í bók. En þótt hann væri meðeinn af sínum ágætu kúrekareyfurum, þá virtist hann ekki geta einbeitt sér að efninu. Valdini sat og stangaði úr tönnunum með eldspýtu. Mayne og Keramikos virtust niður- sokknir í hugsanir sinar. Dagblaðið,smáauglýsingasími 91-27022. IÐ biðum. Loksins klukkan hálfiell- efu heyrðist drynja í vélinni, sem dró sleðann upp. Enginn hreyfði sig. En það leyndi sér ekki, að allir biðu með eftir- væntingu. Ég stóð upp og gekk að glugg- anum, sem sneri út að sleðabrautinni. „Hver er að koma upp — leikstjórinn?” spurði Mayne. „Sé það ekki enn,” sagði ég við hann. Það var lélegt skyggni. Sleðabrautin hvarf í fallandi snjóhaf. Framhald í nœsta blaöi. 20VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.