Vikan


Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 33

Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 33
Það var laugardagur, og hún lagði af stað til sjúkrahússins með fangið fullt af vikublöðum. 1 fordyrinu brosti hún sínu blíðasta brosti til dyravarðarins og gekk að lyftunni. Hún var í gulri regnkápu, vandlega snyrt og hárið greitt af kost- gæfni. Hún reyndi að vera svip- brigðalaus og forðaðist að hugsa um, hvað hún ætti að gera, ef hún skyndilega stæði augliti til auglitis við Axel. Hún tók lyftuna upp á aðra hæð, og gekk inn eftir ganginum, gægðist varlega inn um þær dyr, sem stóðu opnar, í veikri von um að sjá hann. Auðvitað væri það eins og að hitta á óskastund, ef hún rækist á hann. Hún hrökk i kút og hálfhrópaði upp yfir sig, þegar hönd var lögð á öxl hennar. — Ertu að leita að mér? spurði Axel. — Nei, það er ég ekki, sagði hún flaumósa. Almáttugur, hann er dýrðlegur, hugsaði hún. Hún roðnaði og óttaðist, að hann gæti lesið hugsanir hennar. Svo sagði hún kuldalega. — Ég kom með nokkur vikublöð. Það geri ég oft. — Einkennilegt, að ég skuli aldrei hafa rekist á þig áður, sagði hann hálf stríðnislega. — Mjög einkennilegt, sagði hún yfir- lætislega. — Það er varla að ég þekki þig aftur. Þú varst ekki svona framhleypinn, þegar við hittumst. Hann hallaði sér upp að veggnum og sagði: — Þá var ég gestur hjá yfirmanni mínum og dóttur hans. í dag er ég svo heppinn að rekast á unga stúlku, sem kannski væri hægt að plata með sér út. — Við tækifæri, sagði hún hæðnis- lega. — Hvernig stendur á í kvöld? spurði hann og lét sem ekkert væri. Hún var fyrst að hugsa um að gera sig merkilega og láta sem hún væri þegar búin að ráðstafa kvöldinu, en eftir smá hik, sagði hún: — Því ekki það. Það vill svotil, að ég erekki... Hann greip fram í fyrir henni, eins og hann hefði ekki eitt augnablik verið í vafa um svarið. —Ég er búinn á vakt klukkan sjö. Ég sæki þig klukkan átta. En þú skalt ekki búast við miklu. Ég er enginn milli. Hann snérist hart á hæli og skildi hana eftir sjóðandi af reiði og niður- lægingu. AU fóru á lítinn viðkunnanlegan veitingastað. Súsan borðaði án þess að tala nokkuð um, hvernig réttirnir smökkuðust. Hún hvorki sá eða heyrði neinn nema hann. Axel vissi ósköp vel, að hann leit vel út og leit á það bæði sem kost og löst. Súsan talaði mikið, það losaði um spennuna, sem skapaðist milli þeirra. Þegar þau stóðu upp frá borðum seint um síðir, sagði Axel: — Komdu með mér heim, við getum hitað okkur saffisopa. Súsan svaraði snöggt: — Nei, við getum alveg eins fengið okkur kaffi heima hjá mér. Hún var hrædd um að gera einhverja vitleysu í augnabliks hrifningarvímu, hún treysti sér ekki til að fara heim með honum. — Er faðir þinn heima? spyrði hann eilítið vandræðalegur á svipinn. — Ef svo er, kæri ég mig ekki um að hitta hann um þetta leyti ... Hún leit á klukkuna. — Klukkan er hálftólf. Þá er pabbi sofandi. Er þér Ijóst, að við höfum setið hér í þrjá og hálfan tíma? Síðar um nóttina kvaddi hann hana með snöggum kossi á varimar. Hann hefði allt eins getað látið sér nægja að kyssa hana á kinnina. Hún var koinin á fremsta hlunn með að hrópa á eftir honum og spyrja, hvenær þau sæjust næst, en stillti sig. Axel settist inn í bílinn, leit til hennar og sagði stuttlega: —Ég hringi. Hún veifaði, lét aftur útihurðina og hallaði sér upp að henni með lokuð augun. Hún elskaði hann, hann hafði til að bera allt, sem góðan mann má prýða, góðar gáfur, kímnigáfu, myndar- legt útlit. Hann hafði allt. En hann hringdi ekki til hennar. FlMM langir dagar og nætur liðu, og þá stóðst hún ekki lengur mátið. Hún fletti upp í símaskránni og fann síma- númerið. Hún var með lemjandi hjart- slátt og höndin titraði, þegar hún valdi lúmerið. Það var ekki svarað. Klukkan var hálfsjö að kvöldi. Hún hringdi annað slagið allt kvöldið. Faðir hennar varð undrandi á óróleikanum, sem þess- tm sífelldu símhringingum fylgdi og spurði hvefsinn, hvað gengi á. Hún ans- iði ekki, lokaði dyrunum að stofunni og gekk i síðasta sinn að símanum til að 'tringja. Þá loksins heyrðist þreytuleg rödd hans svara: — Halló. Þetta kom tenni svo á óvart, að hún ætlaði ekki að koma upp orði. Hún reyndi að svara eins eðlilega og hún gat: — Það er bara ég. Ég ætlaði bara aö þakka fyrir síðast. — Blessuð, bara þú! Hann var ekki eins þreytulegur í röddinni núna, henni heyrðist hann hálfhlæjandi. — Hvaf ertu að gera? — Ekkert sérstakt, svaraði hún. — Ekki ég heldur. Ég er nýkominn heim og nenni ekki að steikja egg, hvað þá annað. Gætir .þú ekki hugsað þér að búa til mat handa þreyttum manni? — Það er nú líklega, Súsan gat ekki leynt gleði sinni. Ibúðin hans var lítil og búin einföldum, en þægilegum húsmunum. Súsan fannst hún notaleg. Hún hófst strax handa cg reiddi fram notalegan málsverð í litla eldhúsinu hans. Meðan hann borðaði, drakk hún kaffi. Hann þakkaði henni fyrir matinn með léttum kossi á kinnina og lagðist út af í sófanum. Hann teygði úr sér og rétti fram höndina. — Komdu, saði hann, — Legðu þig við hliðina á mér. Hún kink- aði kolli, en hikaði samt litla stund. Svona, ég skal ekki vera nærgöngull, það er bara notalegra að liggja saman og spjalla. Ég skal svo aka þér heim fljótlega. Það var langt liðið á nóttu, þegar hann ók henni heim. Þegar hún fór út úr bílnum, klappaði hann henni mjúklega á vangann og hvislaði: —Ég hringi. Hún þorði ekki að spyrja hvenær. Dagarnir liðu, og hann hringdi ekki. Loks braut hún odd af oflæti sínu og hringdi. Hann varð glaður og bauð henni með sér út að borða eftir þrjá daga. Samband þeirra byggðist á hennar frumkvæði. Hún varð alltaf að taka fyrsta skrefið. Hún var oft örvingluð yfir aðgerðarleysi hans, en hreifst æ meira af honum og var þakklát fyrir þær stundir, sem þau gátu eytt saman. En eftir þvi sem tíminn leið fór ástandið að verða alvarlegt. Hún tók nærri sér, að hann skyldi aldrei svo mikið sem hringja og heyra, hvernig henni liði. Hún horaðist og varð spennt á taugum. En hún þorði ekki að spyrja hann, hvers vegna hún þyrfti alltaf að eiga frumkvæðið. Nú naut hann greinilega samverustunda þeirra. ElTT kvöldið talaði hún þó út. Þau lágu i sófanum hans og mösuðu. — Það er hlægilegt að neita að fara í rúmið með mér og liggja svona kvöld eftir kvöld upp í sófa hjá mér, sagði Axel ergilegur. — Það er sannarlega pínlegt, skal ég segja þér. Ef þú vilt ekki vera stúlkan mín, skaltu bara segja til og halda þér frá mér. — Þú vildir sjálfur hafa þetta svona, sagði hún í mótmælaskyni og varð strax reið. — Þú veist mæta vel mína skoðun á slíkum málum. Hann var bliðlegri I rómnum og svaraði því til, að hann hefði alltal vonað, að hún skipti um skoðun. Súsan fann, að nú var rétta augna- blikið að tala út um samband þeirra. — Ég segi nei, vegna þess að um leið og ég fer héðan út frá þér, ertu búinn að gleyma mér. Þú hringir aldrei, þú ómakar þig aldrei mín vegna, það er stolt mitt, að ég hefi ekki fært þér allt á silfurfati. — Góða Súsan, þú veist, að ég vinn oft 20 tíma á sólarhring. — Reyndu ekki að afska þig, sagði hún snúðugt. —Ég þekki þessar sögur um vinnuálag ungra lækna og léleg laun. Þó eru til ungir læknar, sem hafa gefið sér tima til að giftast og eignast börn, svo að eitthvert einkalíf ætti að vera mögulegt. Það tekur enga stund að hringja eitt símtal, þó ekki væri annað. Hún stóð upp af sófanum og gekk fram að dyrunum. Hvað hefi ég gert, hugsaði hún örvæntingarfull. Nú hefi ég eyðilagt allt. — Ég fer heim, sagði hún þvingað. — þú veist, að ég elska þig, en það eru takmörk fyrir öllu. Við verðum að slíta sambandi okkar. Ég hringi ekki til þín aftur, og þú hittir mig ekki aftur. Alla vega verður þú að eiga sjálfur frum- kvæðið ef svo á að vera. Rödd hennar var hás og skræk af geðshræringu. Hann stóð upp og gekk til hennar og lokaði munni hennar með kossi. — Hlustaðu nú á mig, Susan. Ég verð að sinna starfi mínu, ég skal fúslega viðurkenna, að ég er metnaðargjarn og starfið situr í fyrirrúmi. Mér er ómögulegt að vera þér það, sem þú krefst og átt skilið. Ég hefi reynt svona fast samband áður — með annarri fallegri stúlku — en það endaði með ósköpum. Hún gat alls ekki skilið, af hverju ég kom of seint í veislurnar hennar, gat ekki skilið að ég varð að sinna sjúklingi hvenær sem var sólarhrings. Hún skildi mig ekki, — ég skildi hana ekki. Eins yrði með okkur, þú þolir ekki, að ég taki starfið framyfir þig- Hún var með grástafmn í kverkunum og talaði hægt og með erfiðismunum. - Ég skil. Það, sem þú vilt, er stúlka, sem þú getur skemmt þér með einu sinni í viku, stúlka, sem hoppar upp i rúm með þér, þegar þér svo þóknast, stúlka, sem er reiðubúin að hlýða hverri minnstu bendingu frá þér. Ég aftur á móti kýs mann, sem ég elska og endurgeldur ást 35. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.