Vikan - 13.09.1978, Síða 27
A NÍUNDA TÍMANUM
Einn af vinsælustu þáttum útvarpsins er
nú Á níunda tímanum, en hann hóf göngu
sína á síðasta vori. Stjórnendur þáttarins
eru Hjálmar Árnason og Guðmundur Árni
Stefánsson, en þeir stjórnuðu reyndar líka
útvarpsþættinum Frá ýmsum hliðum, sem
var í svipuðum dúr og Á niunda tímanum.
Samstarf þeirra félaga hófst þegar Hjálmar
var kennari í Flensborgarskólanum, en
Guðmundur Árni var þá nemandi hans.
„Það þurfti að veita honum svolítið aðhald
og mátti eiginlega ekki sleppa af honum
hendi, því þá var voðinn vís,” segir Hjálm-
ar. Guðmundur Árni stundar nú nám í
þjóðfélagsfræðum og Hjálmar kennir i
Sandgerði.
Á níunda tímanum byggist upp á föstum
atriðum t.d. leynigesti, vinsældajistanum
Topp fimm, og ýmsu fræðandi éfni. Viku-
lega berast þættinum u.þ.b. eitt hundrað
bréf, en eftir einstaka þætti hafa þau þó
orðið á þriðja hundrað. „Bréfin eru tengi-
liður okkar við fólkið,” segir Guðmundur.
„Við fáum hrós, skammir og tillögur um
efni í þáttinn, og reynum að taka tillit til
þess.”
í þættinum er reynt að koma sem víðast
við. Sérstaka athygli vakti kynfræðsla, sem
veitt var í nokkrum þáttum, og viðbrögð
hlustenda sýndu glögglega, að slíkri fræðslu
er mjög ábótavant hérlendis. Þættinum
berst líka alltaf talsvert efni utanað, t.d.
ljóð, sögur og jafnvel spólur með tónlist og
skemmtiefni. Enda hafa þeir félagar eignast
marga kunningja víðsvegar um landið, sem
þeir hafa þó aldrei séð. Þá má ekki gleyma
hinum unga og dularfulla rithöfundi, sem
nefnir sig Djáknann á Myrká. Hann hefur
sent þættinum efni um langt skeið, en
enginn veit hver hann er. Allar upplýsingar
um Djáknann eru því vel þegnar.
Það er ekki ákveðið hvort þættinum
verður fram haldið á vetri komanda, en
Hjálmar og Guðmundur Árni segjast reiðu-
búnir til þess að halda honum gangandi og
finna ekki til starfsleiða.
„Annars er alltaf verið að reyna að koma af
stað einhverjum metingi á milli okkar,”
segir Guðmundur, „og það hefur stundum
tekist. Við viljum líka taka það fram, að við
erum báðir miklir FH-ingar, þótt það brjóti
í bága við hlutleysi útvarpsins. Guðmundur
er nefnilega þessi skotharði númer sex,
enda mikið fyrir sexið,” stingur Hjálmar að
okkur að lokum, og við tökum það gott og
gilt.
AS
Guðmundur
37. TBL.VIKAN 27