Vikan


Vikan - 13.09.1978, Page 43

Vikan - 13.09.1978, Page 43
Þrjár líkkistur Komdu sœll. kœrí draumráðandi. Ég óska aö þú getir ráðiö þennan furðudraum fyrir mig. Mig dreymdi draum, sem er svona: Ég og tvær aðrar stelpur vorum aðfela okkur fyrii öðrum krökkum. Við fórum inn í stórt, gamalt hús, frekar draugalegt. Við skoðuðum húsið og vorum staddar inni í einu herberginu, þegar við sáum krakkana koma. Inni í herberginu voru þrjár líkkistur, einn skápur og eitt borð með höfuðkúpu á. Ég var eitthvað að skoða hana, en við urðum að fela okkur fyrir hinum krökkunum, svo við ákváðum að fara ofan í líkkisturnar. Kistan, sem ég fór ofan í var Ijósgræn úr vatnsþéttu efni, með tveimur renni- lásum. Ég settist ofan I hana, og var að leggjast niður, þegar égfann eitt- hvað hart undir höfðinu á mér. Þá tók ég aðra höfuðkúpu og svo lagði ég hana barafrá mér. Svo vaknaði ég. Ég vona að þú birtir þennan líkkistu- draum, kæri draumráðandi. ÓB. Þessi draumur er þér fyrirboði slæmra frétta, sem þú munt fá bráðlega, og valda þér miklum vonbrigðum. Þú munt þó fá hjálp góðra vina á erfiðleika- stundum,og allt fer betur en útlit verður fyrir í fyrstu. Hauskúpurnar eru viðvör- unarmerki til þín um að vera við öllu bú- in, og treysta ekki um of á loforð, sem þér verða gefin í sambandi við fjármál eða atvinnu. Mynd af stúlku í nafnskírteininu Kœri draumráðandi! Mig langar ákaflega til að biðja þig að ráða eftirfarandi drauma. 1. Mér fannst ég vera á gangi og það var rigningarúði. Mér fannst ég vera orðin blaut og köld þegar ég kom að stórri steinbrú. Þar sá ég tvær vinkonur mínar í Jjarlægð, svo ég gekk til þeirra. Þar sem mér fannst ég ekki þekkja mig um I þessum borgarhluta, bað ég þær um að fá að koma með I heimsókn til stráks, sem ég kalla X, en þœr voru á leið til hans. Þegar ég hajði beðið um þetta brást önnur illa við, og reyndi að hrinda mér í burtu, en égeltisamt. Næst fannst mér ég standa í forstof- unni hjá stráknum, og þar hefndi ég mín á vinkonunni, og lamdi hana Mig dreymdi þannig að hún ældi á gólfið. Þegar ég hafði gert þetta fannst mér strákurinn stara I augun á mér, hálf ásakandi. Við það varð ég hálf skömmustuleg, og fór fram á klósettið og ældi þar í vaskinn. Eftir þetta var ég hálf aum, en þá tók ég eftir að lítill brúnn hvolpur var í körfu á gólfinu. Hann horfði vinalegum augum á mig, svo ég tók hann upp og þá sleikti hann mig. Annar draumunnn: Mér fannst ég sofa á dýnu í herbergi, sem líktist skólastofu. Hægra megin við mig I hinu horni herbergisins fannst mér sofa önnur stelpa, sem ég þekkti ekki. Ég var með lykil í bandi um hálsinn, og mér fannst endilega að strákur (X) myndi koma og taka hann, en þegar hann kom, tók hann utan um hálsinn á mér og mér fannst ég vera að kafna þegar ég vaknaði. Þriðji draumurinn: Mér fannst ég, vinkona mín og strákur, sem ég kalla Y., vera saman, þegar vinkona mín bað hann um að fá að sjá nafnskírteinið hans. Mér til mikillar undrunar sá ég að hann haföi mynd af mér í nafnskírtein- inu. Fjórði draumurinn: Ég var að kaupa mér trefd. Eftir nokkurra daga leit fann ég einn röndóttan, brúnan og appelsínugulan að lit. Ég mátaði trefil- inn, og mér fannst hann mjög mjúkur og þœgilegur. Þá tók ég eftir að þetta var alveg eins trefúl og Y. á. Þegar ég komst að þvírfannst mér ég verða að skila honum aftur, en þegar ég mátaði aðratrefla, var aðeins einn (brúnyrj- óttur), sem kom tilgreina, ogþegarég mátaði hann var hann of stuttur. Draumurinn endaði á þá leið, að ég varð að fara með fyrri trejilinn heim aftur. Jæja, nú held ég að romsan sé komin, og ég bið þig vinsamlega að birta alla vega hluta, ef þú getur ekki birt allt. Snúlla. Fyrsti draumurinn er þér fyrir öllu góðu. Regn í draumi er yfirleitt fyrirboði gæfu í ástarmálum. Þú munt eiga miklum vinsældum að fagna meðal vina þinna og færð innan tíðar gesti, sem flytja þér góðar fréttir. Þin bíður mikil hamingja, en hætt er við að þú bíðir efnahagslegt tjón, sem þér mun þó ekki verða mikill skaði af. Annar draumur- inn er viðvörunartákn til þín. Þú þarft að fara gætilega, og hætt er við að lasleiki steðji að þér, tjón eða slæmar fréttir. Þér hlotnast auður, sem er ávöxtur hagstæðra viðskipta, en þú verður að fara að öllu með gát. Þriðji draumurinn boðar þér mikla gæfu og barneign. Fjórði draumurinn er einnig viðvörunardraumur. Viss persóna er að reyna að fá höggstað á þér, og verðurðu að gæta vel að þér til að ekki fari illa fyrir þér. Litirnir á treflunum eru fyrir mótlæti, sem þú mætir. Pakkl ofan úr sveit Kæri draumráðandi! Mig dreymdi að ég fengi skeyti, og I því stóð að ég ætti að koma í ákveðið hús á vissum tima. Ég varð hálf skelk- uð, en fór samt, því ég var svo for- vitin. Þegar ég kom að húsinu, var það að hruni komið og heldur Ijótt á að líta. Ég ætlaði að fara inn, en þá sá ég pakka á tröppunum, sem var merktur mér. Ég opnaði umslagið, sem var ofan á honum, og þá var þessi pakki frá vinkonu minni, sem ég hef ekki séð í mörg ár, og er búsett úti á landi. Ég varð mjög hissa á því að hún vœri að senda mér pakka, en þegar ég tók utan af honum var þar bara tómur kassi. Hvað heldurðu að þetta tákni? Með fyrirfram þakklætifyrir birt- inguna. KK. Þessi draumur er þér fyrirboði góðra framtíðar. Þú þarft að taka ákvörðun innan skamms varðandi starf þitt, og þarft þar að treysta eingöngu á sjálfa þig, og láta öll heilræði lönd og leið. 37. TBL.VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.