Vikan


Vikan - 13.09.1978, Qupperneq 48

Vikan - 13.09.1978, Qupperneq 48
^olip Sídumúla 15, Sími 330 gjarn hana á sinn hátt. En nú var hann farinn — snúinn aftur til þess lífs, sem hann var fæddur til að lifa. Framagjarn ungur fulltrúi. Hann yrði kannski nokkurn tima að sætta sig við að hafa misst lsabel, en það myndi hann ekki sýna heiminum. Hann sagði henni að vera hamingju- söm. Honum þótti leitt að þurfa að fara frá henni, en hann gerði sér grein fyrir þvi, að þau hæfðu ekki hvort öðru, og því fyrr, sem hann tæki aftur upp þráð- inn þar sem frá var horfið, því fyrr myndi hann jafna sig. Isabel hélt, að hann yrði ekki lengi að því. Um leið og hann fór út, gaf hann ungu laglegu hjúkrunarkonunni auga, og Isabel varð að brosa að því, hve hann ljómaði allur upp. Þetta hafði verið ágætt á meðan á þvi stóð, en nú vissi hún, að hún hefði aldrei orðið fullkomlega hamingjusöm með Clive. Þau höfðu þó að minnsta kosti skilið í fullri vinsemd. Tveim dögum siðar kom Torquil með Ijómandi frú Cameron og alsælan Angus til að flytja hana heim. Daginn eftir að hún flutti til Camer- onanna.fékk Isabel tvogesti. Annar. var Tinda MacDonald búðar- stúlka, sern kom með gjafir og slúður. MacKenziearnir frá hótelinu sendu henni blóm og ávexti, og Tinda og Kirsty gáfu henni fallega nátttreyju, sem Isabel fór strax í á meðan hún hlustaði á masið i Tindu. „Var þetta ekki hræðilegt með Ross og Floru? Fólkið var enn að brjóta heil- ann um það, hvernig þetta hefði getað gerst. Það hafði ekkert verið athugavert við bílinn . . . ekkert athugavert við Ross heldur. Þetta virtist bara vera Guðs vilji.” „Já, það hefur það líklega verið.” sagði Isabel hugsandi. Með sjálfri sér hugsaði hún, að Guð hefði ekki átt mik- inn þátt i slysinu. „Og svo er eitt skrítið,” hélt Tinda áfram, og borðaði annars hugar einn bananann, sem Alice MacKenzie hafði sent. Verkamennirnir. sem bæjarráðið sendi til að byrgja stigann, höfðu fundið hræ af stórum gráum ketti á einni tröpp- unni. þegar þeir hófu vinnu. Kötturinn var auðvitað steindauður, en klær hans höfðu gert djúpar rákir í steininn, eins og hann hefði af öllum mætti reynt að komast upp, áður en hann dæi. „Var það ekki furðulegt?" sagði Tinda. „Hverjum hefði dottið í hug, að kattarklær gætu skorið granít svona?” Hinn gestur Isabel þennan dag var Jessie-Anne. Hún gekk ákveðnum skrefum upp, og settist i stólinn við rúm lsabel. Hún rót- aði i töskunni sinni, og náði i prjónana sina. „Ég er búin að prjóna talsvert núna upp á siðkastið,” sagði hún og horfði á lsabel skærum augum. 48 VIKAN 37, TBL

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.