Vikan - 13.09.1978, Síða 49
Isabel hallaði sér ánægð afturábak, og
horfði á gamla, fima fingurna vinna.
Sokkurinn var lítill.
„Handa Angusi," sagði Jessie-Anne.
„Ég frétti um Floru og Ross." sagði
lsabel.
„Er það, já?” Jessie-Anne hætti að
prjóna og leit á hana, og eitt andartak
voru augu hennar hvöss og köld. blá sem
heimskautais.
„Ég efast um, að það sem þú heyrðir
hafi verið nokkuð nálægt sannleikan-
um.”
„Ég líka,” sagði Isabel. „Hvers vegna
segirðu mér ekki, hvað kom fyrir.”
Þær stöðru andartak hvor á aðra, og
langt i burtu vall spði í timalausum eyði-
löndum fenja og mýra.
Þá glömpuðu augu Jessie-Anne, og
hún flissaði.
„Já, ég hafði á réttu að standa,” sagði
hún. „Ég vissi, að þú myndir skilja
þetta."
„Það er heilmargt fleira, sem ég þarf
að skilja. Margt, sem ég held að enginn
annar en þú getir skýrt út fyrir mér. Ef
þú vilt þá gera það.”
Jessie-Anne einbeitti sér að prjóna-
skapnum um stund.
„Gerðu það,” sagði Isabel. „Ég verð
að vita það.”
Þá lagði hún prjónlesið I kjöltu sér og
horfði út um gluggann á meðan hún tal-
aði.
„Það hefur verið sagt svo margt rangt
um fólk eins og okkur Floru.” Glamp-
andi blá augu hennar hvíldu andartak á
lsabel. „Því við Flora erum líkari en þú
heldur," sagði hún. „Rétt eins og það er
til fólk, sem hefur frábæra sjón eða
óvenju næma heyrn, þá eru aðrir, sem
hafa annars konar sjón og heyrn.
„I gamla daga kölluðu þeir, sem ótt-
uðust okkur, okkur nornir, og margar
okkar þjáðust mikið.
„Nú eru nornir ekki lengur brenndar,
og reyndar eru fæstir, sem trúa því, að
þær séu til. En þeir, sem trúa því, segja
að við séum skyggnar eða eitthvað I þá
áttina. En jafnvel þaðerekki rétt.”
Hún þagnaði og prjónaði nokkrar
lykkjur. og þegar Isabel hvatti hana til
að halda áfram, sagði hún —:
„Þetta er eins og munurinn á öndum
og fiskum. Flestir synda á yfirborðinu •
eins og endur, en við syndum í djúpun-
um undir yfirborðinu, sjáum og heyrum
fleira og skynjum hluti með húðinni, svo
að segja. Við sjáum allt mynstrið, en
ekki bara hluta þess. Skilurðu mig?”
Isabel kinkaði þögul kolli. Orð gömlu
konunnar komu henni ekki á óvart, og
reyndar hljómuðu strengir skilnings i
huga hennar, þegar hún hlustaði.
„Það eru margir líkir okkur á vissan
hátt," hélt Jessie-Anne áfram. „Málarar,
skáld, hljómlistarmenn. Það voru ann-
ars alltaf hljómlistarmenn i fjölskyldu
þinni. MacArthurarnir voru sekkjar-
pipuleikarar MacDonald-ættarinnar
mann fram af manni, og sumir þeirra
voru líka söngvarar og skáld.
Fjölskylda Floru voru gullsmiðir og
þvilikt, sem gerðu fallega muni úr dýr-
um steinum og glerungi.
Forfeður minir voru söngvaskáld, og
gættu hetjukvæðanna miklu og sagn-
anna.
Vissirðu, að ein einfaldasta sagan, Lir-
börnin þrjú, er tvo klukkutíma I flutn-
ingi? Jæja, þannig er það nú samt. og
sögurnar voru kenndar munnlega og
aldrei skráðar á blað. Sögur um líf og
dauða og eilifð, og þær segja frá mynstr-
inu fyrir þá, sem hafa eyru til að hlusta
með.
Frá því að skilja mynstrið, er ekki
langur spölur til þess að vefa fáeina
þræði I það sjálfur, og þeir okkar eru til,
sem geta það.
Flora hafði þennan hæfileika, og það
hef ég líka. En sjáðu til — Flora var
hættuleg.”
Enn þagnaði Jessie-Anne, og Isabel
þurfti aftur að biðja hana að halda
áfram.
„Hún var I eðli sinu afbrýðisöm og
beisk, og hún reyndi að breyta mynstr-
inu sjálfri sér I vil, og hún gerði hvað,
sem var til að fá það, sem hana langaði I.
Ross notaði hún svo aftur.” Hæðnisbros
fór um andlit hennar.
„Flora var ákveðin í því, að Torquil
giftist ekki Mary-Catherine, auðvitað
vegna þess, að hún vildi sjálf fá hann.
Því fékk hún Ross til að eltast við hana
og láta hana ekki i friði, I þeirri von að
Torquil yrði afbrýðissamur og sliti sam-
bandinu. Torquil tók auðvitað ekki neitt
eftir neinu, þvi hann er fullur trúnaðar-
trausts, og Ross bætti um betur.
Hann króaði Mary-Catherine af i
skóginum bak við húsið hennar eitt
kvöldið og nauðgaði henni —Jessie-
Anne leit upp, þegar Isabel tók andköf
af hryllingi, og augu hennar voru full
samúðar.
„Já, það er hræðilegt ofbeldisverk —
að breyta því, sem getur verið svo
fagurt, I glæp. Það er það versta, það
versta — ”
Rödd gömlu konunnar breyttist I taut,
og hún starði á prjónana slna eins og
ÁVALLT
í FARARBRODDI
TEIKNIPENNA
E'
Fr
it§)tring isograph®
Allar nánari upplýsingar:
PENNAVIÐGERÐIN
Inqólfsstræti 2, sími 13271
Viðurkenndir úrvals pennar fyrir
atvinnumenn, kennararog námsfólk.
Rotring teiknipennar og teikniáhöld fást í
þægilegum einingum fyrir skóla og
teiknistofur.
Tvöföld þétting í hettunni tryggir, að eigin-
leikar (Rotring Isograph) eru ávallt hinir
sömu, jafnvel þótt hann hafi ekki verið
notaður lengi.
37. TBL.VIKAN 49