Vikan


Vikan - 13.09.1978, Síða 54

Vikan - 13.09.1978, Síða 54
POSTIRIAN Lítur á mig sem fyndið fyrir- brigði Kæri Póstur. Ég þakka gott blað. Nú er svona komið hjá mér, eins og svo mörgum öðru, þó svo að ég hafi oftgetað hleðið að öllum þessum ástarsorgum hjá öðrum, sem hafa skrifað. En nú er víst eins komið fyrir mér. En svo ég komi mér nú að efninu, þá er ég mjög ástfangin af strák, sem býr í smá þorpi rétt hjá vinnustað mínum. Þessi strákur er mjög góður vinur stráks, sem býr hér á þessum bæ, og kemur hann því oft hingað. Stundum, eða oft, held ég að hann sé hrifinn af mér líka, þó hann hagi. sér oft einkennilega. Stundum finnst mér hann ekki líta á mig sem kvenmann, heldur eitthvað fyndið fyrirbrigði. Býður mér kannski I bíltúr og svo þegar við erum búin að keyra 1—2 km þá stoppar hann, lætur mig út og segir mér að labba heim, og keyrir svo framhjá mér og hlær. Elsku Póstur, hvað heldurðu um þetta? Hvað á ég að gera? Ég hreinlega elska hann. Getur þú gefið mér fullt nafn og heimilisfang Rockefell- ers, sem er einn ríkasti maður heims? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ein ástfangin fjósakona. Ekki veit ég hvort ykkar er af- brigðilegra! Hvernig dettur þér í hug að líta við þessum pilti, mér er spurn? Hann er eitthvað meira en lítið skrýtinn blessaður, og láttu þér ekki koma til hugar að hann hafi nokkurn einasta áhuga á þér. Hann virðist hins vegar njóta þess að niðurlægja þig eins og honum framast er unnt. Ef þú getur elskað mann, sem hefur svona framkomu, ja, hvern geturðu þá ekki elskað?? Ég hef ekki heimilisfang ríkasta manns veraldar, því miður, ann- ars mundi ég skrifa honum sjálf- ur! hans Kæri Póstur. Svo er mál með vexti að það er einn strákur, sem heitir X, sem er hrifinn af mér, en ég er ekkert hrifin af honum. Við höfum verið saman einstöku sinnum (ekkert alvarlegt) og núna hefur hann þá trú að ég sé hrifin af honum. Aftur á móti er ég hrifin af besta vini hans, sem heitir Z, en ég veit ekki hvort hann sé hrifinn af mér. Z er ekki með neinni stelpu. Ég og Z höfum verið einu sinni saman, en X reiddist svo ofboðslega, því hann sagðist eiga mig. X ogZ voru ósáttir í nokkra daga. Hvað á ég að gera? Viltu ekki birta þetta í Vikunni, því ég skamm- ast mín svo fyrir orðalagið. Ef þú gerir það, skrifaðu þá undir: Hestakona í vanda. Þú hlýtur nú að hafa gefið X til kynna að þú sért eitthvað hrifin af honum, fyrst hann telur sig eiga þig. Er enginn Y þarna, sem þú getur orðið hrifin af? Það er fremur lítið, sem þú getur gert í þessum málum að svo stöddu, en í öllum bænum vertu ekki að „slá þér upp” með X, fyrst þú vilt ekkert með hann hafa. Pósturinn sendir aldrei svör beint til bréfritara, þess vegna birti ég bréf þitt. Sagði öllum að við værum saman Elsku besti Póstur. Þetta er I fyrsta skipti,sem ég skrifa þér, og vona því að þú birtir þetta. Þannig er mál með vexti, að ég er ofsalega hrifin af strák, sem ég hef þrisvar sinnum verið með, og það með stuttu millibili, og þar af tvisv- ar sofið hjá honum. Sagði hann alltaf öllum að við værum saman á föstu (sem við erum ekki). Þar til um daginn, að hann var með annarri stelpu, sem hann var búinn að vera með þó nokkuð lengi áður en við fórum að vera saman, og síðan hefur hann varla talað við mig. Þessi stelpa, sem hann var með, er á föstu úti í Vest- mannaeyjum. Hvað á ég að gera elsku Póstur? Svo er hér svolítið fyrir vinkonuna. Hún er orðin svo hrædd við það að verða ófrísk. Nefnilega fyrir um það bil hálfum mánuði svaf hún hjá strák og þau notuðu engar verjur. En hann sagði henni að hann hefði aldrei fengið fullnægingu. Svona eru nú vandræði okkar og við vonum að þú birtir þetta. Bless, Didda. Jamm, og jamm og jæja. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti, sem Pósturinn fær bréf um þetta efni, og alltaf er honum jafn svarafátt. Ég held þú verðir bara að bíða róleg þar til hin stúlkan fer til Vestmannaeyja, og sjá þá til hvort strákurinn snýr ekki aftur til þín (þó mér finnist hann þín nú ekki verður). Og hvers vegna í ósköpunum varstu að sofa hjá honum i tvö skipti af þremur?? Mér finnst þú nú full- ung til slikra hluta eftir skriftinni að dæma, og vinkona þín þá sennilega einnig. Ég get líka lítið hjálpað stráknum.sem hún svaf hjá, þótt hann hafi aldrei fengið fullnægingu!! Vonandi hefur hún ekki orðið ófrísk, og lætur hræðsluna sér að kenningu verða Ég vil ekki eignast barn Elsku Póstur. Ég leit til þín I vandræðum mínum, og vona að þú getir gefið mér ráðleggingar. Ég er búin að vera trúlofuð í þrjú ár, og við ætlum að gifta okkur núna í haust. Unnusti minn er alveg yndislegur piltur, og við erum mjög hamingjusöm saman. Þó er einn galli á gjöf Njarðar, og hann er sá, að unnusti minn þráir að eignast barn, en ég þoli hins vegar ekki börn, og get ekki hugsað mér að vera bundin yfir barni. (Ég er 23 ára). Ég tek inn Pilluna, en það má unn- usti minn alls ekki vita, því ég œtla bara að láta sem ég geti ekki eignast barn. Það er svo stressandi að þurfa að fara svona í felur með þetta, en ég vil ekki segja honum að mig langi ekki til að eignast barn, því þá er ég hrædd um að hann fari bara frá mér. Á ég að taka sénsinn og segja honum að ég þoli ekki börn? Ég tala sko alltaf eins og mig langi líka að eignast barn, og þykist vera mjög hissa á að ég verði ekki ófrísk. Elsku Póstur, reyndu nú að svara mér sem allra fyrst, því mér bráðliggur á svari. XYZ Ef þú getur ekki komið heiðarlegar fram gagnvart tilvonandi eiginmanni þínum, þá vona ég af allri einlægni, að þið séuð ekki gengin í það heilaga, þegar þetta bréf birtist. Þú verður auðvitað að segja honum hvaða augum þú lítur á börn; mér finnst þetta reyndar hálf sjúklegt, og tel að þú þurfir að ráð- færa þig við einhvern reyndari aðila en Póstinn. Þetta er mun alvarlegra mál en það, að Pósturinn treysti sér til að leysa það. Og svona lygar, eins og þú beitir unnusta þinn, eru fyrir neðan allar hellur. 54 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.