Vikan


Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 12

Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 12
ÆRSLANDAR Um víða veröld eru sífellt að gerast undarleg atvik, sem eiga rætur sínar að rekja til sálrænna fyrirbæra. Lýsingarorðið „sálrænn” er dregið af því, að hæfileikar viðkomandi manneskju virðast með ein- hverjum hætti tengdir sál hennar. Það nær einnig yfir hvers konar hugræn fyrirbæri eins og hugsanaflutning og hugsanalestur. Þetta íslenska orð nær einnig yfir ýmsa aðra furðulega hæfileika mannsins, eins og það sem kallað er skyggni og svo spádóms- gáfu. Rannsóknir slíkra fyrirbæra eru venjulega kallaðar sálarrannsóknir. En það orð var fyrst notað af Breska sálar- rannsóknafélaginu, sem var stofnað 1882 af þremur félögum í Trinity College í Cambridge á Englandi. Stofnendurnir urðu allir heimskunnir menn fyrir rannsóknir sinar, en það voru Henry Sidgwick prófessor, Fredrick Myers, sem siðar skrifaði klassiskt rit og frægt um sálarrann- sóknir, og Edmund Gurney, sem einnig varð mjög kunnur fyrir rannsóknir sínar í þessum efnum. Síðan hefur saga Cambridge-háskóla lengi verið mjög tengd sálarrannsóknum. í þessum þætti ætla ég að rabba svolítið um fyrirbæri sem lítið eða ekkert hefur verið skrifað eða skrafað um hér á landi, þótt ýmsar bækur hafi komið út um þau hjáöðrum þjóðum. Þessi fyrirbæri eru á öðrum tungum kölluð poltergeist-fynrbæri. Poltergeist er þýska og I þýsku-íslensku orðabókinni hans Jóns Ófeigssonar er sagt að poltergeist þýði húsálfur eða hávaðamaður. En því miður nægir sú þýðing ekki i þessu sambandi. Orðið „poíter” þýðir háreysti eða gaura- gangur og „geist” þýðir andi. En þar eð ég kann því mjög illa að taka erlend orð óbreytt upp í íslenskt mál, þá hef ég leyft mér að smíða yfir þetta íslenskt orð, en það er orðið „ærslandi”, eiginlega ærsla-andi. En ég dreg það saman í orðið „ærslandi”. Með því er komið nokkuð nálægt merkingu þýska orðsins poltergeist, því fyrirbærin sem við það eru kennd, lýsa sér einmitt í því sem oft mætti kalla ærsl. Ærslanda-fyrirbæri geta lýst sér með ýmsum mismunandi hætti. Stundum heyrast óeðlileg hljóð úr veggjum eða jafnvel borðum á heimilum manna, eða þau virðast eiga upptök sín í lausu lofti. Önnur lýsa sér í því að hlutir færast úr stað eins og af sjálfum sér, án þess að nokkur komi þar nálægt. Hlutir færast til í herbergjum án þess að nokkur skilji hvernig það geti átt sér stað, ýmist gerist þetta með leynd eða að fólki ásjáandi. Og það sem er enn furðulegra: hlutir færast úr Iæstum hirslum eða herbergjum á aðra staði, eins og þeir geti ferðast gegnum loft og veggi. Venjulega standa ærslanda-fyrirbæri aðeins takmarkaðan tíma. Hætta oftast eftir nokkra daga eða vikur. Þó hefur komið fyrir að þau standi i nokkra mánuði, en það er óalgengt. Eftir að þau eru hætt er mjög sjaldgæft að þau endurtaki sig á sama stað. Þessi fyrirbæri eru þó ekki ný af nálinni fremur en önnur sálræn fyrirbæri. Tvær síðustu aldirnar hafa yfir hundrað slík tilfelli verið skráð, oft af mjög traustum vitnum án nokkurra tengsla við þær fjölskyldur sem í hlut áttu. Það er því hafið UNDARLEG ATVIKXI1 ÆVAR R. KVARAN yfir allan efa, að flest þessara fyrirbæra eru algjörlega sönn. Á síðari árum hafa hljóð og högg verið hljóðrituð og sum fyrirbæri jafnvel kvikmynduð. Menn vita nú orðið talsvert meira um þessi fyrirbæri sökum ítarlegra rannsókna viðurkenndra vísinda- manna, eins og dr Georges Owens, Hans Benders, prófessors, dr. Gaithers Pratts og Williams Rolls. Almenningur veit hins vegar ekki nógu mikið um þetta og þess vegna er þeim, sem fyrir ærslanda-fyrir- bærum verða, ekki um að segja ókunnug- um frá því. Það sem er einna algengast í þessum tilvikum er, að óvenjuleg og óskiljanleg hljóð taki að heyrast. Vitanlega má ekki gleyma því, að hús, hvort sem þau eru ný eða gömul, hafa í sér ýmiss konar eðlileg hljóð, sem geta stafað af þenslu eða sam- drætti í viðum byggingarinnar, vatni í leiðslum eða þess háttar. En í ærslanda- fyrirbærum er langoftast um hljóð að ræða, sem ekki er hægt að rugla saman við neitt af þessu. Þetta getur verið eins og klórað sé í vegg, sögunarhljóð eða greini- leg högg sem koma frá þiljum eða húsgögn- um, eða jafnvel virðast myndast einhvers staðar í lausu lofti. í sumum tilfellum er einungis um hljóð að ræða. Stundum heyrast þau mörgum sinnum á dag. í öðrum tilfellum annað veifið. Stundum er ekki um hljóð að ræða heldur hreyfingu á hlutum. í Swansea i Wales gerðist þannig ærslanda-fyrirbæri árið 1970. Það hófst á því, að lyfjaglas lyftist upp af hillu og sveif í áttina til húsfreyju á staðnum. Konan flúði skelfingu lostin út úr herberginu og skellti hurðinni á þessa svífandi lyfjaflösku, sem lenti á hurðinni og mölbrotnaði með miklum hvelli. í Sauchie, Alloa á Skotlandi gerðist það 1960, að tveir læknar og prestur vottuðu, að þeir hefðu oftar en einu sinni séð þunga^ kistu sem lök voru geymd í hefjast um þumlung eða meira frá gólfi og svífa svo áfram í lausu lofti nokkur fet. í Sauchie-málinu var ekki eingöngu um flutninga-fyrirbæri að ræða, heldur heyrðust einnig hvers konar hljóð og högg, sem voru hljóðrituð. Vitnin sögðu að hljóðin virtust koma einhvers staðar úr lausu lofti. í Swansea-málinu var hins vegar ekki um nein hljóð að ræða. Þar hreyfðust hlutir bara í þögn um loftið, þangað til þeir rákust á eitthvað, og þá heyrðist skiljanlega hljóð af árekstrinum. Þessi hljóð voru vitanlega eðlileg, en það sama var tæplega hægt að segja um það hvernig hlutirnir hreyfðust, að því er virtist af sjálfsdáðum. Swansea-málið var athyglisvert að því leyti, að það sýndi hve kraftur ærslanda- fyrirbæris getur verið mikill. í einu tilviki var hjónarúmi lyft af þessu afli, því hvolft og sett ofan á barnsvöggu. Skömmu eftir þetta var þungur klæðaskápur færður til í sama herbergi, þannig að hann hindraði umgang um einu dyrnar á svefnherberginu. Það varð að sækja lögregluna til þess að hjálpa til að brjótast inn í herbergið, sem var á jarðhæð og vissi út að götunni. Meðan á þessu gekk stóðu húsfreyja og móðir hennar útá gangstéttinni fyrir neðan gluggann. Það var því deginum Ijósara, að hér átti enginn innbrotsþjófur eða skemmdarvargur hlut að máli, því hann hefði ekki komist hjá því að sjást. Swansea-málið er líka gott dæmi um það, sem iðulega kemur fram í ærslanda-fyrir- bærum, en það er að hlutir færast til í læstum herbergjum, þegar enginn er þar inni, þannig að þetta verður ekki ljóst fyrr en síðar, þegar einhver kemur þar inn. Þegar slíkar truflanir brjótast út er vitan- lega um beitingu einhvers afls að ræða, ókunnugs eðlis. Ef tvö hundruð punda 12 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.