Vikan


Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 49

Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 49
GLA UMGOSINN Hún var að flytja eigur sinar úr sjalinu og i töskuna. „Þér lítið ekki út fyrir að vera neinn slikur. Hvað á ég að gera við þetta sjal.” „Skilja það eftir," svaraði sir Richard og tók saman gylltar hárflygsur úr teppinu og fleygði þeim i eldstóna. „Vitið þér það, Pen Creed, að ég ímynda mér að forsjónin hafi sent yður inn í líf mitt?” Hún leit á hann spyrjandi. „Haldið þér það? ” sagði hún full efasemda. „Annaðhvort hún eða þetta allt endar með ósköpum,” sagði sir Richard. „Ég veit hvort heldur er þegar rennur af mér. En ef ég á að segja sannleikann, þá er mér skítsama. EN AVANT, MON COUSIN!" Það var komið fram yfir hádegi þegar lafði Trevor, ásamt treglegum eigin- manni sínum, kom til húss bróður síns við St. James torg. Dyravörðurinn, sem virtist vera mikið niðri fyrir. tók á móti henni og vísaði henni til yfirþjónsins. ..Segið sir Richard að ég sé hérna,” skipaði hún og gekk inn í gula salinn. „Sir Richard er ekki heima, frú mín,” sagði yfirþjónninn og rödd hans var mjög leyndardómsfull. Louisa, sem fengið hafði hjá manni sinum lýsingu á þvi hvernig ástandi sir Richard hafði verið i kvöldið áður hjá Almack’s, sagði: „Segið honum að ég krefjist þess að hitta hann.” „Sir Richard er ekki í húsinu,” sagði yfirþjónninn og sótti í sig veðrið. „Sir Richard hefur þjálfað þig vel,” sagði Louisa þurrlega. „En ég læt ekki svo auðveldlega segjast. Farið og segið honum að ég æski þess að hitta hann.” „Frú min, sir Richard svaf ekki í rúmi sinu í nótt,” tilkynnti yfirþjónninn. George var hissa á þessari fullyrðingu. „Bölvuð vitleysa! Hann var ekki svo illa á sig kominn þegar aðég sá hann.” „Hvað það varðar herra minn,” sagði yfirþjónninn með virðingu „hef ég ekki hugmynd um. Hreint út sagt þá er sir Richard horfinn.” „Guð minn góður!" hrópaði George. „Ha, ha, ha,” sagði Louisa ólundar- lega. „Ég býst við að sir Richard sé ennþá i rúminu.” „Nei, frú min. Eins og ég hef sagt yður, þá hefur ekki verið sofið í rúmi sir Richards I nótt.” Hann gerði hlé á máli sínu, en Louisa starði aðeins á hann. Ánægður með þau áhrif sem hann hafði valdið hélt hann áfram: „Kvöld- klæðnaðurinn, sem sir Richard klæddist i gærkvöldi, fann herbergisþjónn hans á svefnherbergisgólfinu. Næst bestu stíg- vélin hans, hnébuxur, blár reiðfrakki, grái yfirfrakkinn og grár bifurskinns- hattur hafa horfið. Einna helst dettur manni í hug, að hann hafi óvænt verið kallaður í burtu.” „Fór hann án herbergisþjónsins?,” spurði George fullur efasemda. Yfirþjónninn hneigði sig. „Einmitt herra minn." „Ómögulegt!” sagði George af heilum hug. Louisa hleypti brúnum við þessar fregnir og sagði hvassri röddu: „Þetta er mjög einkennilegt, en það er öruglega til eðlileg skýring á þessu öllu. Segið mér, eruð þér viss um að bróðir minn hafi ekki látið eftir skilaboð hjá neinum af þjónustuliðinu?” „Engin, frú mín.” George andvarpaði og hristi höfuðið. „Ég varaði þig við Louisa. Ég sagði að þú gengir of hart að honum.” „Þú sagðir ekkert slíkt,” sagði Louisa, örg yfir því að hann skyldi tala svona óvirðulega við hana fyrir framan augljóslega mjög áhugasaman yfirþjón- inn. „Það getur vel verið að hann hafi minnst á það við okkur að hann þyrfti að fara í burtu, en við bara gleymt því.” „Hvernig getur þú sagt svona lagað?” spurði George réttilega hneykslaður. „Sagðist þú ekki hafa frétt það hjá Melissu Brandon sjálfri, að hann ætlaði að...” „Þetta er nóg, George,” sagði Louisa og sendi honum svo illt augnaráð að hann bráðnaði. „Segið mér Porson, „hún sneri sér aftur að yfirþjóninum, „fór bróðir minn í skiptivagni sínum eða ekur hann sjálfur?” „Ekkert af ökutækjum sir Richards hefur horfið úr útihúsunum,” sagði Porson, ánægður yfir vaxandi áhrifum frásagna sinna. „Hann hefur þá farið ríðandi.” „Ég hef fullvissað mig það hjá hesta- sveininum, frú mín, að enginn af hestum sir Richards hefur horfið. Hestasveinn- inn hefur ekki séð sir Richard siðan í gærmorgun.” „Guð minn góður,” tautaði George. Augu hans voru starandi vegna þeirrar hræðilegu hugsunar, sem honum flaug í hug og sagði við sjálfan sig: „Nei, nei, slikt myndi hann aldrei gera.” „Þegiðu George, í guðanna bænum þegiðu,” hrópaði Louisa hás. „Hvaða vitleysu hefur þú látið þér detta í hug? Það er mjög illa gert af Richard að hlaupa svona í burtu, en að. . . . ég vil ekki að þú segir svona hluti. Ég þori að veðja að hann hefur farið að horfa á einhverjar andstyggilegar íþróttir, lík- lega hnefaleika. Hann kemur heim bráðlega.” „En hann svaf ekki heima hjá sér,” minnti George hana á. „Og ég get svarið það, að ekki var hann ófullur þegar hann fór frá Almack’s í gær. Ég er ekki að segja að hann hafi verið út úr drukkinn, en þú veist hvernig hann er þegar hann...” „Ég er þakklát því að vita ekkert um slikt,” svaraði Louisa hvasst. „Ef að hann hefur verið drukkinn, þá getur það skýrt þessa óskiljanlegu hegðun hans.” „Óskiljanlegu hegðun! Ég verð að segja það, Louisa, að þetta er ekki fallega vsagt þegar að vesalings Ricky getur legið á árbotninum núna,” hrópaði George af miklu hugrekki. Hún skipti litum, en sagði lágt: „Hvernig getur þú verið svona óraun- hæfur? Segðu ekki svona lagað, ég bið þig-” Yfirþjónninn ræskti sig. „Ég biðst afsökunar lávarður minn, en ef að ég mætti vekja athygli yðar á því, þá færi sir Richard varla að skipta um föt til þess að framkvæma slika athöfn — sem . mér skilt að herrann hafi i huga.” „Nei, nei, það er satt. Það myndi hann ekki gera,” samþykkti George og honum létti. „Þar að auki herra minn, tilkynnti Biddle herbergisþjónninn að klæða- skápar sir Richards hafa verið rannsakaðir og fjöldi flika af ýmsum gerðum hefur horfið. Þegar hann fór til þess að vekja sir Richard i morgun kom hann að herberginu í hinni mestu óreiðu, eins og sir Richard hefði þurft að undirbúa ferð sína í miklum flýti. Ennfremur tilkynnti Biddle mér að tvær ferðatöskur, stór og litil, hafi horfið úr þeim skáp þar sem þær eru geymdar.” George gaf frá sér hláturgusu. „Stunginn af, við alla heilaga! Hlaupinn á brott.” „George!” „Mér er alveg sama,” sagði George ögrandi. „Ég er svo innilega ánægður yfir þvi að hann skuli hafa hlaupist á brott.” „En það var engin þörf á því,” sagði Louisa og gleymdi því að Porson var inni i herberginu. „Það var enginn að þröngva honum til þess að kvænast.” Hún sá augnaráð Porsons og þagnaði. „Ég vildi tilkynna yður frú," sagði Poson ósnortinn af því sem hún hafði áður sagt, „að það voru fleiri einkenni- leg atvik sem virðast tengd hvarfi sir Richards." „í öllum bænum, þér talið eins og hann hafi gufað upp af völdum galdra,” sagði Louisa óþolinmóð. „Hvaða atvik eigið þér við, minn góði maður?” „Ef að frúin vill afsaka mig þá skal ég sækja hlutina svo að þér getið athugað þá,” sagði Porson. Hann hneigði sig og gekk út. Eiginmaður og eiginkona voru skilin eftir og þau litu vandræðalega hvort á annað. „Jæja,” sagði George með nokkrum ánægjuhreim, „Þarna sérðu hvernig getur farið, þegar þú gerir manninum lífið óbærilegt.” „En ég gerði það ekki. Það er óréttlátt af þér að segja svona lagað George. Segðu mér, hvernig á ég að hafa þvingað hann til þess að biðja um hönd Melissu Brandon, ef að hann hefur ekki viljað það? Ég er viss um að þessi flótti hans stendur ekki í neinu sambandi við það mál.” „Enginn þolir að vera hvattur til einhvers, sem hann langar ekki að gera,” sagði George. „Þá hef ég ekki annað að segja, en að Richard er meiri bleyða en ég hefði nokkurn tíma trúað. Ég er viss um að ef hann hefði sagt mér að hann hefði enga löngun til þess að kvænast Melissu, þá hefði ég ekki minnst á það framar.” „Ha!" hrópaði George og hló napurlega. Hann komst undan ofanígjöf, þvi nú kom Porson aftur inn í herbergið með hluti sem hann lagði varlegá á borðið. Með mikilli undrun virtu Trevor hjónin fyrir sér kvensjal, krumpað bindi og gylltan hárlokk sem virtist mynda spurningarmerki. — En þetta getur ekki verið mín stærð, þeir eru bara þægilegir. 3. tbl. Vlkan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.