Vikan


Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 50
GLA UMGOSINN „Hvert þó í —?” hrópaði lafði Trevor upp yfir sig. „Aðstoðarstofuþjónninn fann þessa hluti í bókasafninu í morgun,” sagði Porson. „Sjalið, sem hvorki ég né Biddle könnumst við, lá á borðinu, bindið var við arininn og — hérna — hárlokkurinn fannst undirsjalinu.” „Ja, ég skal nú segja ykkur það!”, sagði George og tók upp einglyrnið til þess að skoða hlutina betur. Hann benti með einglyrninu á bindið. „Þetta segir sína sögu. Vesalings Ricky hefur komið heim í nótt í mjög slæmu ástandi. Ég get vel hugsað mér að hann hafi verið með höfuðverk. Ég hefði verið með höfuð- verk, þó að ég hefði aðeins innbyrgt helminginn af því víni sem hann drakk í gær. Ég sé þetta allt fyrir mér. Þarna hefur hann verið, búinn að lofa þvi að tala við Saar daginn eftir — engin leið að komast hjá því — og höfuðið að klofna. Hann hefur togað I bindið, legið við köfnun, og eyðilagt það — hvað djúpt sem Ricky hefur verið sokkinn að þá myndi hann aldrei vera með krumpað bindi! Þarna hefur hann líklega setið i stólnum og rennt fingrunum í gegnum hárið á sér, eins og maður gerir...” „Richard ruglaði aldrei hárinu á sér og ekki gæti hann dregið lokk með þessum lit úr höfðinu á sjálfum sér, hversu drukkinn sem hann væri,” greip Louisa fram í. „Þar að auki hefur hann verið klipptur af, það getur hver maður séð.” George leit á lokkinn með einglyrn- inu. Fjöldi hugarhræringa lýstu sér á annars sljóu yfirbragði hans. Hann tók andköf. „Það er rétt hjá þér Louisa," sagði hann. „Þessu hefði ég aldrei trúað! Lúmskurer hann.” „Þér megið fara, Porson,” sagði Louisa hvasst. „Þakka yður fyrir, frú mín. En ég ætti kannski að láta yður vita það, að aðstoðarherbergisþjónninn kom að kertunum logandi þegar hann kom inn í bókasafnið í morgun.” „Ég fæ ekki séð að það varpi neinu ljósi á málið,” sagði Louisa og benti honum aðfara. Hann fór. George, sem hélt á hárlokknum i lófa sér, sagði: „Ekki man ég eftir neinni með þennan háralit. Þó voru þarna ein eða tvær óperudans- meyjar, en Ricky er ekki sá maður sem myndi óska þess að þær klipptu af sér hárlokk honum til handa. En eitt er öruggt, Louisa. „Þessi hárlokkur er minjagripur.” „Þakka þér fyrir George, en ég þóttist vita það. Þó hélt ég að ég þekkti allar heiðvirðar konur sem Richard kannaðist við. Maður skyldi ætla að slíkur minja- gripur væri síðan á æskuárum. Ég er viss um, að hann er alltof órómantiskur til þess að halda upp á hárlokk.” „Hann hefur kastað honum,” sagði George og hristi höfuðið. „Louisa, þetta er allt saman svo hræðilega sorglegt, ég segi það satt. Hann hefur kastað honum frá sér, vegna þess að um daginn biðlaði hann til Brandon-isjakans.” „Mjög áhrifarikt! Og eftir að hafa kastað því frá sér, án þess að hafa beðið formlega um hönd hennar, hljópst hann sjálfur á braut. Og hvaðan kemur þetta sjal?” sagði hún, tók það upp og hristi úr því. „Mjög krumpað. Hversvegna?” „Annar minjagripur,” sagði George. „Hann hefur velt því í höndum sér. Vesalings Ricky, hann hefur ekki þolað minningarnar sem hafa hlaðist upp og kastað þvífrásér.” „Della,” sagði Louisa, reiðilega. „Jæja Porson, hvaðnú?" Yfirþjónninn sem var aftur kominn inn í herbergið, sagði tilgerðarlega: „Háttvirtur Cedric Brandon, frú mín, er hér til þess að hitta sir Richard. Ég hélt kannski að þér vilduð taka á móti honum.” „Ég býst ekki við að hann geti skýrt málið nokkuð nánar, en þér megið allt eins visa honum inn,” sagði Louisa. „Vertu viss,” sagði hún svo við mann sinn, þegar Porson var farinn, „hann vill fá að vita hversvegna Richard hélt ekki mót sitt við Saar í morgun. Ég veit svei mér ekki hvaðég á að segja honum.” „Ef að þú vilt heyra mitt álit, þá mun Cedric ekki ásaka Richard,” sagði George. „Mér var sagt að hann hefði talað nokkuð frjálslega hjá White’s i gær, auðvitað drukkinn. Það sem ég skil ekki er, hvernig þú og mamma þin getið æskt þess að Ricky kvænist inn í þessa fjölskyldu.” „Við höfum alltaf þekkt Brandon fólkið,” sagði Louisa og setti sig i varnar- stöðu. „Ég læt ekki sem.” Hún hætti þegar háttvirtur Cedric gekk inn í her- bergið. Hún gekk á móti honum og hélt út hendinni. „Hvernig hefur þú það Cedric? Ég er hrædd um að Richard sé ekki heima. Við, við höldum að hann hafi verið kallaður skyndilega I burtu.” „Hann hefur þá farið að minum ráðum,” sagði Cedric og tók kæruleysis- lega i hönd hennar. „Flýðu Ricky. Gerðu það ekki. Það sagði ég við hann. Ég sagði honum að ég myndi sjúga mig fastan á hann, ef hann væri svo vitlaus að láta ná sér." „Ég held ekki að það sé rétt hjá þér að tala svona ruddalega,” sagði Louisa. „Auðvitað hefur hann ekki flúið. Ég leyfi mér að halda að hann komi aftur á hverri stundu. Það var mikil vanræksla af honum að láta ekki liggja skilaboð til Saar lávarðar, um að hann gæti ekki komið á þeim tíma sem hann hafði lofað, en.. „Þar hefur þú rangt fyrir þér,” greip Cedric fram i. „Hann lofaði engu.” Melissa sagði honum að tala við pabba; hann sagði hins vegar aldrei að hann myndi gera það. Ég fékk það út úr Melissu fyrir klukkutíma siðan. Maður lifandi, ég hef aldrei séð neinn eins reiðan. Hvað er allt þetta?” Hann hafði komið auga á hlutina sem lágu á borðinu. „Hárlokkur, sem ég lifandi! Dæmalaust fallegur lika." „Það fannst í bókasafninu í morgun.” sagði George og lést ekki taka eftir augnaráði konu sinnar. „Hérna? Ricky?” spurði Cedric. „Þú ert að gabba mig." „Nei, það er alveg satt. Við getum ómögulega skilið það.” „Augu Cedrics dönsuðu. „Við alla heilaga! Hverjum hefði dottið það til hugar? Nú, það gerir út um það. Helviti óþægilegt, en ég gleðst yfir þvi að hann skuli vera hlaupinn. Mér likaði alltaf vel við Ricky, vildi aldrei þurfa að horfa á hann á vegi glötunarinnar með okkur hinum. En við erum búin að vera. það er enginn vafi. Demantarnir eru horfnir." „Hvað!" hrópaði Louisa. „Cedric, þó ekki Brandon menið?” „J ú einmitt. Síðasta hálmstráið fokið út um gluggann, horfið svona!" hann smellti með fingrunum og hló. „Ég kom til þess að segja Ricky, að ég myndi taka boði hans um að kaupa fyrir mig ein- kennisbúning. Siðan ætlaði ég að fara i striðið.” „En hvar? Hvernig?” stundi Louisa. „Því var stolið. Móðir mín tók það með sér til Bath; hún hreyfði sig aldrei án þess. Ég skil ekki hversvegna faðir minn seldi það ekki fyrir mörgum árum. Þetta var það eina sem hann seldi ekki fyrir utan húsið, og nú verður það að fara næst. Mamma vildi ekki heyra það nefnt að demantarnir færu.” „En Cedric, hvernig var þvi stolið? Hver tók það?" „Stigamenn. Vagninn stansaði nálægt Bath. Tveir menn með grímur og byssur. Soffia veinaði eins og hæna og það leið yfir mömmu. Þeir komu fylgdarmönn- unum á óvart. Einn þeirra er særður. Og hálsmenið er horfið. En það er hlutur, sem ég get alls ekki skilið." „En hræðilegt! Vesalings móðir þín. Mér þykir þetta mjög leitt. Þetta er mikill missir.” „Já, en hvernig fundu þeir það?” sagði Cedric. „Það get ég ekki skilið.” En ef þeir hafa tekið skartgripa- skrinið...” „Menið var ekki þar. Ég veðja minni slöustu krónu á það. Móðir mín átti FÉLA6 ISLENZKRA HLJÖMLISTARMANNA V útvegar yður hljóðfœraleikara °g hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17 ••VlkaaS.tM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.