Vikan


Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 15
WILLY BREINHOLST o o INI-KRIMMINN Þýð. Jóhanna Þráinsdóttir. UIVIDIRSTÖÐU- ATRIÐI, KÆRIWATSON — Gott að þér skylduð koma, Clifford lávarður, sagði maðurinn í bómullarfrakkanum, án þess að snúa höfðinu. — Ég er Ray Watson, rannsóknar- lögreglumaður frá Scotland Yard. Ég hef verið á hælunum á þessum náunga um allt Wales, og nú hef ég staðið hann að verki. Hann heitir Luigi Gulazzi. Læðist aftan að honum og skjótið, ef hann gerir sig líklegan til hreifings. Þá höfum við hann í greipum okkar... Clifford lávarður steig nokkur skref fram á gólfið. — Nemið staðar, sagði sá litli dökki með hanskana. — Ég er Ray Watson frá Scotland Yard, og þessi maður er Gulazzi. Þér hljótið að hafa séð myndir af honum í blöðunum, Clifford lávarður. Hann er afar hættulegur og hefur þó nokkur morð á samviskunni. Þú hefur tapað, Gulazzi. Við erum tveir á móti einum. Hentu frá þér byssunni, og upp með hendurnar. Sá í bómullarfrakkanum stóð grafkyrr í sömu sporum. Hann hélt fast um byssuna og beindi henni beint að hjartastað mótstöðumanns síns. — Ha, sagði hann, fullur fyrirlitningar. — Þú skalt ekki halda, að lávarðurinn sé svo barnalegur að trúa þessu. Svona brögð eru nokkuð algeng, en duga þér ekki í þetta skipti, Gulazzi. Þú færð þrjátíu sekúndur til að sjá að þér. Hafirðu þá ekki hent frá þér byssunni. . . þá skjótum við. Þú getur ekki sloppið, og það veistu vel. Clifford lávarður virti mennina vandlega fyrir sér. Það var ókleift að draga nokkrar ályktanir af andlitsdráttum þeirra. Ómögulegt að skera úr um það, hvor var skúrkurinn, og hvor hetjan. Hann gat bara reitt sig á eitt. Innan þrjátíu sekúndna varð hann að ákveða með hverjum hann átti að halda, annars átti hann á hættu, að þeir dræpu hvor annan. Skyndilega datt honum dálítið í hug. — Ray Watson, sagði hann skipandi. — Sýnið mér lögreglu- skilrikið yðar. Mennirnir stungu báðir lausu hendinni í jakkavasann, hægt og rólega og án þess að líta hvor af öðrum. Byssurnar hvikuðu ekki í höndum þeirra. Þeir drógu báðir upp lögregluskilríki. Clifford lávarður var engu nær. Annað skilríkjanna var áreiðanlega stolið. Stóru kallarnir í glæpabransanum kunnu svo sannarlega að tryggja sig í bak og fyrir. — Hentu byssunni, Gulazzi, sagði maðurinn með hanskana hörkulega. — Þú ert glataður, Gulazzi, og það veistu vel, sagði sá í bómullarfrakkanum gramur. — Þú hefur um tvennt að velja. Annaðhvort ferðu héðan lif- andi, eða þú liggur kylliflatur á gólfinu, jafngötóttur og gamalt sigti. Clifford lávarður gretti sig og reyndi ákaft að muna eftir blaðamyndum af innbrotsþjófn- um Luigi Gulazzi. En árang- urslaust, því hann hafði satt að segja mun meiri áhuga á síðunum með kauphallar- tíðindum en fréttum úr undir- heimum Englands. En skyndilega tók hann eftir dálitlu séreinkenni við klæðaburð annars þeirra. Og hann var ekki lengi að ákveða sig. Auðvitað, hugsaði hann. Maðurinn kemur sjálfur upp um sig. Fífl get ég verið að sjá það ekki strax. Hann tók nákvæmt mið og þrýsti á gikkinn. Það heyrðist dálítill hvellur er hann skaut byssuna úr hendi mannsins með ljósgráu hanskana. í sömu andrá stökk maðurinn í bómullar- frakkanum á þann hanska- klædda og gaf honum rokna högg á kjálkann, svo hann féll meðvitundarlaus i gólfið. — Húrra, Clifford lávarður, sagði hann. — Þetta var afar vel af sér vikið. Hvernig í ósköpunum gátuð þér séð, að það er hann, sem er Luigi Gulazzi? — Undirstöðuatriði, kæri Watson, svaraði Clifford lávarður stoltur. — Hann var með hanska . . . innbrotsþjófar kæra sig sem kunnugt er ekki um að skilja eftir sig fingraför. Flóknara var þetta nú ekki. Maðurinn I bómullar- frakkanum þrýsti hönd Cliffords lávarðar hjartanlega. — Þér hafið bjargað lifi mínu, sagði hann. Um leið heyrðu þeir sírenu- væl lögreglubíls utan úr nátt- myrkrinu. — Við fáum liðsauka, hélt hann áfram. — Það er Harris lögregluforingi og hans menn. Þér ættuð að opna fyrir þeim, Clifford lávarður. Á meðan skelli ég handjárnum á þorparann. Clifford lávarður flýtti sér fram til að opna fyrir lögreglu- mönnunum. En þegar Harris lögregluforingi og lið hans kom andartaki seinna inn í bóka- safnið, var peningaskápurinn galtómur. Gluggatjöldin blöktu fyrir opnum glugganum, maðurinn í bómullarfrakkanum var horfinn. Maðurinn með hanskana tók að bæra á sér á gólfinu. — Hanska-Ray, sagði Harris lögregluforingi skilningsvana. — Ray Watson, rannsóknar- lögreglumaður! Einn af okkar bestu. Hvað eruð þér að gera hér á gólfinu? Og hver í ósköpunum hefur handjárnað yður? 3. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.