Vikan


Vikan - 25.01.1979, Side 7

Vikan - 25.01.1979, Side 7
undir og hitar upp salinn, sem er eins konar gufubaðstofa, en til hliðar eru litlar kompur, þar sem hægt er að þvo sér á eftir. Þeir drógu f ingur yf ir barka sér í Istanbúl hittum við margt fólk, sem var að koma austan að, og þar fengum við margar gagniegar upplýsingar um það, sem biði okkar, þegar lengra kæmi inn i Asíu. Meðal annars kom í ljós, að ekki væri ráðlegt að halda austar á eigin bíl af ýmsum ástæðum, svo við ákváðum að halda til Beirut í Libanon og selja farkost okkar þar. Við héldum nú sem leið lá til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, og tókum þaðan stefnuna suður til Beirut gegnum Sýrland. Þegar við nálguðumst landamæri Líbanon, vorum við stoppaðir hvað eftir annað af vegfarendum, sem þaðan komu, og varaðir eindregið við að fara þangað. Þeir fræddu okkur á því, að þar væri allt logandi í skot- bardögum, og drógu fingur yfir barka sér til að sýna okkur fram á, hvað biði okkar, ef við færum þangað. Þegar landamæraverðir höfðu svo sömu sögu að segja, ventum við okkar kvæði í kross og héldum til Damaskus, þar sem við fórum með bílinn á markað til að selja hann. ' Það tók nokkra daga að losna við bilinn, og gafst okkur því nokkur tími til að skoða okkur um í borginni. Við fórum m.a. á basarinn, og prúttuðum sem mest við máttum við kaupahéðna þar. Á þessum slóðum er ekkert selt án þess að prútta um það fyrst, og getur það tekið marga klukku- tíma og jafnvel nokkra daga að ná samkomulagi um verðið á hlutunum. Á meðan fær kaupandinn te hjá kaupmann- inum eins og hann getur í sig látið, og skiptir þá ekki máli, hvort kaupin ná fram að ganga eða ekki. Tedrykkja og bílaprútt f Damaskus í Damaskus var allt morandi í hermönnum og hergögnum og mikið af flóttafólki frá Líbanon, sem hafðist við á gangstéttunum og dró fram lífið með betli. Þetta fannst okkur heldur leiðinlegur bæjarbragur, og urðum við fegnir, þegar okkur tókst að finna kaupanda að bílnum. Það hafði kostað okkur óhemju magn af tei að koma kaupunum í kring, því við hituðum te í bílnum og gáfum það öllum, sem komu að skoða, meðan við prúttuðum við þá. Á endanum seldum við hann fyrir svipað verð og við gáfum fyrir hann í Amsterdam. Til að koma kaupunum í kring þarf að skrifa undir skjöl þess efnis, að kaupandi fái bílinn gefins, og síðan þarf sá, sem kom með bílinn inn í landið, að keyra hann út fyrir landamærin og afhenda hann þar. Ef þessi aðferð er notuð, þarf ekki að borga 4. tbl. Vlkan7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.