Vikan


Vikan - 25.01.1979, Síða 35

Vikan - 25.01.1979, Síða 35
nirðstjóra. Þó var þetta meira fyrir stór- mennsku sakir en hann með þessu vildi óvirða hirðstjóra. En þá var hirðstjóra nóg boðið, spratt á fætur og kvaðst slíkt hefði hann eigi þolað herramönnum í Danmörk, og enn miklu síður skyldi hann þola slíka ósvífni íslenskum bónda. íslendingum þeim sem viðstaddir voru leist nú ekki á blikuna, þegar þeir sáu hve ósvífni Hallgríms og ókurteisi hafði runnið ógurlega í skap hirðstjóra. Þeir vildu þó duga landa sínum og skjóta honum undan og á brott. Frá þessu sögðu Hákon Ormsson og fleiri menn, sem við voru staddir, Halldóri prófasti Jónssyni i Reykholti. En hann fékk báða biskupa landsins og fleiri heldri menn í lið með sér. Og endaði það með því, að biskupar báðu sátta fyrir Hallgrími á alþingi, en hirðstjóri var tregur mjög til sáttanna. Þegar hér var komið sögu, hafði Guðmundur Andrésson frétt af fyrirskipun hirðstjóra að taka sig höndum og bjó sig því til norðurfarar. En þegar það spurðist á alþingi, að Guðmundur væri þar eigi all- fjarri á norðurleið, réðu vinir Hallgrims honum að freistast til að ná sáttum við hirðstjóra með því að handtaka fyrir hann Guðmund Andrésson. Og Hallgrímur brá við fljótt og fékk í lið með sér flokk karskra karla, elti Guðmund norður á Kaldadal og náði honum. Hallgrímur flutti hann svo á þing og afhenti hirðstjóra, cg vann með þessu til sátta við hann. Er þetta gott dæmi um það, hvernig alþýðumenn hafa iðulega orðið leiksoppar í átökum höfðingjanna. Hér var við ofurefli að etja fyrir Guðmund Andrésson, enda skyldi hann gjalda þess. Með því að Þorlákur biskup lagðist fast á móti Guðmundi, er hann sá að óvænlega horfði á alþingi, þá skaut hann máli sínu til konungs. Guðmundur var því hafður utan í haldi. Og þegar komið var til Kaupmanna- hafnar var honum varpað í dýflissu þá hina rammgerðu, sem áföst var konungsslotinu og kölluð var Bláturn. Þar sat Guðmundur fram á vetur og lá nærri að honum væri gleymt með öllu, enda var hann snauður maður og átti engan að. Þangað til atburður sá gerðist, sem ég lýsti í upphafi máls míns. Hið furðulega útbrot Guðmundar Andréssonar úr Bláturni þótti svo athyglis- vert, að það barst konungi til eyrna. Það varð aftur til þess, að konungur spurði Bjelke hirðstjóra fyrir hverjar sakir Guðmundur væri þar kominn. Þá var ritgerðin fræga sýnd og lagði Runólfur Jónsson hana út á dönsku. Síðan var málið rannsakað fyrir Consistorii-réttinum og bar Guðmundur þar fyrir sig, að hann hefði hvorki fengið brauð né embætti á íslandi sér til lífsviðurværis. En hugur sinn hefði mjög hneigst til ritstarfa. Og kvaðst hann þá hafa skrifað ritgerð þessa til þess að prófa hæfileika sína. Hann hefði gert þetta af einfeldni sinni sér til æfingar, að rita með þeim hætti sem menn disputeruðu, en aldrei af því að hann væri mótfallinn Stóra- dómi, eins og sér hefði verið gefið að sök. Málalok urðu þau, að Guðmundur var látinn laus gegn þeirri skuldbindingu af hans hendi, að hann færi eigi aftur út til íslands og sinnti eigi framar svipuðum rannsóknum. 4. tbl. VlKan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.