Vikan


Vikan - 25.01.1979, Síða 39

Vikan - 25.01.1979, Síða 39
Þriðja átrúnaðargoðið úr sömu fjölskyldu? Skoðið þessa mynd vel, því það er ekki ólíklegt, að við eigum eftir að heyra meira frá honum þessum. Hann hefur að visu ekki enn sungið inn á neina plötu, en hann hefur margt sér til ágætis og þ. á m. nafnið: Patrick Cassidy. Já, það hefur tognað úr litla bróður þeirra Shaun og Davids Cassidy, og nú þegar er hann umsetinn af kvenfólki. Patrick er ekki í neinum vafa um, hvaða starf hann ætlar að leggja fyrir sig, hann ætlar að verða stjarna eins og bræður hans! David varð hundleiður á frægðinni, Shaun nýtur hennar enn, og Patrick vonar að hún bíði hans. Mörg hljómplötufyrir- tæki hafa boðið honum samning Rod Stewart safnar ekki kvennærbuxum aðeins vegna þess að þær hafa hlaðist upp hjá honum eftir kvennaför liðinna ára, heldur kaupir hann þær einnig í verslunum, og það sem meira er, hann hefur verið staðinn að því að stela þeim úr skápum vinkvenna sinna. Ástæðan, sem hann sjálfur gefur fyrir þessari ástríðu sinni, er að honum liki svo vel við lögun kvennærbuxna. Önnur ástríða, sem heltekið hefur þennan kraftmikla tón- listarmann, er skoska landsliðið í knattspyrnu. Hann telur það ekki eftir sér að þeytast um — án þess að hafa nokkurn tíma heyrt hann syngja! — Þú hefur útlitið og nafnið, við sjáum um afganginn, er honum sagt. Og poppstjörnuspáin segir okkur, að ekki líði á löngu, þar til hann slær til. — Eigum við að segja, að hann verði á toppnum 1980? heiminn þveran og endilangan til þess eins að sjá það keppa. Það væri e.t.v. athugandi fýrir íslensk yfirvöld að bjóða skoska landsliðinu hingað til lands til þess eins að íslensk ungmenni mættu berja poppgoðið augum. Það er akirei að vita nema kappinn myndi taka lagið í leiðinni. Rod Stewart hefur lifað tímana tvenna. Fyrir nokkrum árum var hann svo fátækur, að hann þurfti að gista úti undir berum himni á tónleikaferða- lögum sínum. En nú er tiðin önnur. Þó svo að eiginkona hans fyrrverandi, Britt Ekland hin Rod Stewart, kvennær- buxur og peningar sænska hafi reynt að rýja hann inn að skyrtunni við skilnað þeirra, þá voru auðæfi Rods það mikil, að ekki sá högg á vatni þótt hann hefði þurft að punga út nokkrum milljónum dollara til hennar. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum, því þeir streyma inn á hverjum degi vegna plötusölu, hljómleika og annarrar starfsemi, sem skapast hefur i kringum kappann. Hver veit nema einn daginn geti VIKAN birt mynd af honum leikandi knattspyrnu í kvennærbuxum einum fata. En þangað til verðum við að notast við þessa. — Jæja, Milton var ósköp venjulegur maður, að flestu leyti, en hann var nískari en nokkur önnur manneskja, sem ég hef fyrir hitt. Það hefur áreið- anlega verið það, sem við rif- umst mest um. Ég meina, Milt- on var svo niskur, að hann hafði ekki keypt sér skó síðastliðin sex ár, og jakkafötin, sem ég kem til með að jarða hann í, eru minnst níu ára gömul. Langar ykkur til að sjá nokkuð virkilega brjál- æðislegt? Þá kíkið þið aðeins niður i kjallarann en þar hefur Milton safnað saman þeirri stærstu kúlu af silfurpappír sem þið nokkurn tíma hafið séð. Hann hefur lika safnað saman heilum kössum fullum af segl- garni og töppum af ölflöskum. Spyrjið mig ekki hvers vegna, kannski hafði hann hugsað sér að klæða þakið með þvi ein- hvern tíma. Aldrei í öllu lífi hef ég hitt neinn jafnsparsaman. — Nú, en við höfum sem sagt rifist um peninga í áraraðir. Ég reyndi að fá þessi ræfilslegu laun hans til að endast eins vel og mögulegt var, ég er áreiðan- lega heimsmeistari í að nýta af- ganga. En einstaka sinnum neyddist ég þó til að nota pen- inga fyrir sjálfa mig. Ég á við, kvenfólk verður að fá sér eitt- hvað nýtt, kjól eða hatt eða eitt- hvað slíkt. Annars er maður einskis virði. Jæja, en það varð allt vitlaust nú fyrir skömmu síðan. Við rifumst um peninga, svo að neistarnir flugu. Og hann varð nískari og niskari með hverjum deginum sem leið. Einu sinni, þegar við höfðum rifist óvenju hressilega um peninga, fór ég út og kom til baka með sex eða sjö pakka frá einu vöru- húsinu. Ég hef áreiðanlega eytt svona fimmtíu dollurum, bara til að ergja hann, og hann varð svo reiður að hann froðufelldi. Hann dauðlangaði til að fleygja einhverju á eftir mér, en tímdi ekki að eyðileggja neitt. — Ég býst við að rifrildið í gær hafi verið dropinn sem fyllti bikarinn. Ég hef aldrei getað staðist góð tilboð, og í gær kom ryksugusali til okkar. Hann var góður í að nota talandann, og áður en ég eiginlega vissi af, hafði ég skrifað undir samning um kaup á þeirri nýjustu og fínustu ryksugu sem maður getur fengið. Reikningurinn var upp á svona hundrað og sextíu dollara, og þegar ég sagði Milton frá því, horfði hann einkenni- lega á mig og sagði ekki eitt ein- asta orð. Ekki eitt einasta. Ég hefði svo sem átt að geta skii- ið að eitthvað alvarlegt væri að gerast, og verða óróleg, en ég hugsaði alls ekki um það. Og sjáið þið bara hvað gerðist. — Jæja, sagði lögreglumað- urinn. — En ég vildi gjarnan fá að vita hvaða grein það var, sem eiginmaður yðar reif úr dagblað- inu? Greinin, sem gerði hann svo æstan? — Ég hef ekki hugmynd um það, svaraði frú Hanley, ég náði ekki að lesa blaðið. En það hlýtur að hafa verið eitthvað merkilegt. — Er dagblaðið ennþá í hús- inu? — Já, enhannreifþaðjú. — Harry, sagði lögreglumað- urinn og sneri sér að vinnufélaga sinum, finndu það og kauptu annað af sama upplagi. Athug- aðu hvað það var sem hr. Hanley reif út. — Skal gert, svaraði hinn. Andartaki seinna höfðu þeir fengið blaðið. — Hvað stendur þar, spurði frú Hanley spennt. — Það er auglýsing, svaraði lögreglan — auglýsing frá sportvöruverslun. Þar stóð: Útsala á skammbyssum, áður $18,95, nu$11,95. 4* tbl. Vikan 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.