Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 7
fólk eins og Churchill, Adenauer og Goldu Meir, sem aldrei hefur verið skynsamlegra, vitrara og betra heldur en einmitt í ellinni. En árin færast yfir og vinir fara yfir í eilífðina, fólk sem manni hefur þótt vænt um. Það er gangur lífsins. En ég hugsa sem minnst um það, ég hef alltaf reynt að vera heimspekingur. Ég hef gaman af því að lesa bækur, sérstaklega bækur um heimspeki og annað slíkt. Þegar birtan er góð mála ég og ef veðrið er gott fer ég upp í sveit og mála þar. Kjarval var minn uppáhalds- málari, hann var mikill vinur minn og mér þótti vænt um hann. Sumar myndirnar hans eru með þvi besta sem gert hefur verið i málaralist á íslandi og hann hefur á vissan hátt mótað listasmekk okkar íslendinga. Það þurfti mikið til þá fyrir ungan sjómann, félausan, til að vekja á sér athygli. En eins og ég sagði áðan, aðalatriðið í lífinu er að finna að maður geri gagn og hafi áhuga á þvi sem maður er að gera.” „Hefur þú i huga að halda sýningu á verkum þínum?” „Nei, ég held ekki. Það eru svo voðalega margir gamlir karlar sem rjúka til og halda sýningu þegar þeir eru um sjötugt. Gagnrýnendur yrðu held ég varla mikið hrifnir af myndunum mínum.” Þegar hér var komið sögu var ljósmyndara og blaðamanni boðið að fá sér hressingu. Þar var að sjálfsögðu um að ræða ilmandi Kaaberkaffi. Af með- lætinu voru tvær tegundir sem vöktu sérstaka athygli, svokölluð dreifbýliskaka og Guðrúnargull. Þá síðarnefndu nefnir Sveinn í höfuðið á konunni sinni, enda sérhönnuð frá hennar hendi. Kaffið varð til þess að vekja forvitni okkar um ætt og uppruna Sveins. „Faðir minn, sem hét Ludvik Emil Kaaber, kom hingað frá Suður- Jótlandi árið 1902, var ráðinn sem konsúlsritari og vann hjá Tomsen. Síðar setti hann upp verslunina O. Johnsson og Kaaber. Móðir mín var af Thomsenættinni, og þau kynntust þegar hann vann hjá Thomsen og hún kom þangað sem gestur. Hann var fenginn til þess að gæta hennar og það varð til þess að þau giftust. Foreldrarnir hafa mikil áhrif í lífi hvers manns og mín mesta gæfa í lífinu var að eiga vitra foreldra, ekkert lán er á við það.” Andi í bandinu? Yfir kaffinu var einnig rætt um. ýmis andans mál. Eilífðar- málin bar á góma og Sveinn minntist á fyrri jarðvistir og fleira því skylt. Þá minntist hann á fyrri ævi sína í Skotlandi sem hermaður þar fyrr á öldum — og auðvitað var ekki orð af þessu að finna á segulbandinu þegar að var gáð! „Þarna hef ég verið of háfleygur fyrir bandið, ef til vill áminning til min að vera ekkert að fjölyrða um þessa hluti,” sagði Sveinn með stóískri ró og brosti. „Annað eins hefur nú gerst,” og hann nefndi dæmi því til stuðnings. Þegar talið berst að dul- rænum fyrirbrigðum, kemur í hugann að einhvern tima teiknaði Sveinn svokölluð Tarrotspil. „Æ, í guðs bænum minnstu ekki á það,” segir hann hrelldur. „Þegar það komst í hámæli hafði ég ekki stundlegan frið fyrir fólki sem vildi láta mig spá fyrir sér. Ég er alls enginn spámaður og held reyndar að slíkt gæti verið skaðlegt fólki, ef ekki er varlega farið.” „Hvaðan komu Tarrotspilin í upphafi?” „Sigaunarnir eru taldir hafa flutt þau með sér til Evrópu, en þó eru þau af egypskum uppruna. Þetta spil var eiginlega eins konar biblia Sígaunanna, ævafornt. Þeir notuðu það sem atvinnutæki þegar þeir spáðu fyrir öðrum og eins til að spyrja þau ráða í sínum persónulegu vandamálum. Tarrotspilin mín gömlu átti fyrst Madam Blawatsky. Hún var ein af frumkvöðlum guðspekifélaga í heiminum. Það er sagt að hinn frægi St. Germain, greifi hafi átt þau þar áður. Spil þessi byggjast að miklu leyti á þekktum hefð- bundnum táknum. Þar má sjá ferhyrninginn, tákn hins jarðbundna, og hringlagið, tákn hins óendanlega, og þríhyrning- inn, hina heilögu þrenningu sem á rætur í öllum helstu trúar- brögðum heims.” Auðvitað best að vera endalaust ungur „Myndir þú vilja vera ungur maður í dag?” „Já, auðvitað vildi ég það, endalaust ungur.” „En þú trúir á líf eftir þetta?” „Já, því ég vona að ég verði ungur aftur og þá við ennþá betri aðstæður, ef mér tekst að hegða mér skikkanlega í þessu lífi. Ég trúi því að maðurinn fái að taka með sér að einhverju leyti þá hæfileika, sem hann hefur tileinkað sér, yfir í það næsta. Þá á ég nú reyndar ekki við ákveðnar menntagráður, heldur frekar eitthvað annað sem kalla mætti eiginleika. Ákveðna persónueiginleika sem manninum hefur tekist að sigrast á. Þau atriði sem eru óforgengileg. Kannski þessi hernaðaráhugi minn sé arfur frá fyrri æviskeiðum. Hafi maðurinn öðlast einhvern andlegan þroska, þá geri ég ráð fyrir að það skili sér aftur á næsta æviskeiði. Annars er þetta orðið svo háfleygt að bandið fer að missa af okkur aftur.” Og reyndar — eftir fáein andartök stöðvaðist bandið á nýjan leik. En það er alls ófært að játa að tæknin sé að taka ráðin af manninum og áfram var haldið. „Mikið hafa nú tímarnir breyst,” segir Sveinn hugsandi. „Tæknin ræður flestum breytingum. Þetta hefur nú verið ólíkt skemmtilegra í gamla daga þegar einkaritarinn var með penna og blokk og sat á hnjánum á forstjóranum. Þegar ég byrjaði í bankanum færði ég í bækurnar með stálpenna. Það var virkilega gaman að því. Nú er þetta alveg hætt — og allt komið í tölvur. Þá kunni maður að leggja saman í huganum, þurfti ekki aðstoð vélar.” Annars skal ég segja þér að aldurinn er talsvert afstæður. í raun og veru er líkaminn ekkert nema starfstæki okkar. Við erum andlegar verur, við hljótum að þróast og þroskast og ég held að maðurinn ráði sjálfur sínum örlögum að verulegu leyti. Að vísu erum við háð því tímabili sem við lifum á — því menningarskeiði, en hver er sinnar gæfu smiður. Ég hef verið ákaflega hamingjusamur og heppinn í lífinu, aldrei þekkt neina verulega fátækt og varla nokkurn tíma verið svangur. Aðalatriðið er að vera raunsær og sætta sig við það sem maður getur með góðu móti gert í lífinu. Orsök og afleiðing haldast yfirleitt í hendur.” baj ** „Það eru kannski öfugmæli að segja að jólin séu hátíð rjúpunnar, þótt hún komi þar tals- vert við sögu, en mér finnst eigin- lega vanta jólatréð á milii rjúpnanna á þessari mynd." S.tbl. Vikan7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.