Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 34
Erf iðleikar í sam- bandi við sjúkdóma barna Mörg böm verða einhvern tíma fyrir þeirri reynslu að fara á sjúkrahús. Getur þá brugðið til beggja vona hvort sú reynsla verður óþægileg og jafnvel skaðvœnleg til langframa, eða hvort hún verður ánægjuleg og jafnvel þroskandi. Við höldum nú áfram þar sem frá var horfið í síðasta þætti. Spurningar barna í sambandi við sjúkdóma Hvernig verður framtíðin? Þetta eru spurningar sem börn á skólaaldri eru upptekin af. Að sjálfsögðu spyrja þau ekki á þennan hátt, miklu fremur eitthvað á þessa leið: Verð ég orðin frísk um jól? Hvað á að taka margar röntgenmyndir enn? Get ég lesið þegar ég kem í skólann? Get ég spilað fótbolta aftur? Er það sama að mér og henni sem situr í hjólastólnum? (þ.e.: þarf ég líka að sitja í hjólastól?) Allar þær spurningar sem barnið spyr í sambandi við sjúkdóminn, bæði um fortíð og framtíð, á barnið helst ekki að vera eitt með og þurfa að svara sjálft. En barnið þarf að vera í mjög góðum tilfinningalegum tengslum við hina fullorðnu til að það spyrji eða segi frá því sem sækir á það í sambandi við sjúkdóminn. Spurningarnar geta t.d. snúist um að fá vissu sína um ímyndaða sök þess sjálfs á sjúkdómnum. Einnig geta spurningarnar fjallað um með- höndlun, hvað á að gera og hver árangur- inn af meðhöndluninni verður. Hinir fullorðnu þurfa að vera hreinskilnir og raunhæfir og þeir þurfa að svara því sem spurt er um. Þeir mega ekki afgreiða spurningarnar með athugasemdum eins og „Vertu ekki að hugsa um það, þetta er ekki neitt. Þú þarft ekkert að vera hrædd." Þetta er fölsk huggun og það veit barnið. Það hjálpar barninu að kalla þá hræðslu sem það situr inni með upp á yfirborðið og standa andspænis því sem það hræðist — með hjálp fullorðins sem er nógu sterkur til að veita slíka hjálp. Foreldrar veikra barna eiga líka erf itt Hversvegna einmitt okkar barn? Höfum við gert eitthvað rangt sem réttlætir það að okkar barn verði veikt? Var ekki allt í lagi á meðgöngutímanum? Reykti ég of mikið? Var það hættulegt að bragða rauðvín? 34VIkans.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.