Vikan - 01.02.1979, Page 37
Á meðfylgjandi myndum mð sjó nokkra unna postulínsmuni og i
sumum tilvikum óunna muni af sömu gerð, sem fóst I Litnum i
Sfðumúla. Könnurnar tvœr efst til vinstri (óunnin kanna i miðju) eru
hluti af jólasamstæðu, sem þau hjónin Sæmundur og Sigrfður hafa
unnið f sameiningu. Slik kanna kostar 735 krónur. Næst er diskur,
sem kostar allt fró 1.270-4520 kr. eftir stærð. Lampinn ó stóru
myndinni kostar 9.580 kr. en hann mólaði Sæmundur fyrir Guðjón
Oddsson i Litnum. Á hægri siðu er fyrstur diskur, mólaður i norskum
stil, en slikur diskur kostar 3570 kr. Næstur er lampi ó kr. 7805,
sfðan Iftill bolli og undirskól, sem Sæmundur mólaði handa litllli
dótturdóttur kr. 435 samtals og siðast diskar, sem dóttir Sæmundar
og Sigriðar er að vinna að, en slíkir diskar kosta fró 1.270-2.590 kr.
eftir stærð. Neðsta myndin er af Sæmundi Sigurðssyni að störfum.
Allar upphæðir miðast að sjólfsögðu við óunna muni.
S.tbl. Vikan 37