Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 14
Sögur Disneys hafa flætt yfir gjörvalla heimsbyggðina í myndum og máli, tónum og tali. Skammt utan við borgina Los Angeles í Kaliforníufylki í Bandarikjunum stendur hápunktur þessa mikla heims- veldis, stórkostlegt Disneyland. Hugmyndin að stórum skemmtigarði fæddist hjá Walt Disney, þegar hann eyddi laugardögum með dætrum sínum ungum við leik í hringekju í almenningsgarði. Hún þróaðist í áratugi, uns gamli maður- inn hratt henni í framkvæmd árið 1954. Ári siðar opnaði hann Disneyland fyrir almenning í 30 hektara fjölskyldugarði þar sem alvara dagsins víkur fyrir ótrúlegum ævintýrum annars heims. Á fallegum síðsumardegi heimsótti Vikan Disneyland og skoðaði sjö lönd Walts Disney. Gamli heimabærinn Fyrsta land Disneys er endurbyggður miðbær frá siðustu aldamótum. Þar stendur blómlegt bæjarlífið á tímamótum tæknialdar. Rafmagnsljósin leysa gasluktir af hólmi og tvíhæða strætisvagnar gömlu vagnhestana. Meðfram aðalgötunni standa fallegar húsaraðir með krambúðum og veitingastofum. Þar eru sýningarhús þöglu kvikmyndanna og jafnvel glergerðarmenn við störf sín. Umhverfið iðar af kátu mannlífi. Rakarakvartettinn leggur frá sér hárvötnin í miðri dagsins önn og syngur angurvært lag fyrir fólkið á gangstéttinni. Við kaffihús á götuhorni situr brosmildur píanóleikari í langröndóttri skyrtu með grænt skyggni á höfði og leikur hringlandi Ragtime hljóm- list. Á strætið skella svo þungir hófar hestanna innan um skröltandi strætis- vagna. Sjálf bæjarhljómsveitin birtist prúðbúin á torginu. Margvíslegur varningur er falboðinn á götunni eins og gengur í slíkum bæ: Blóm og blöðrur, leikföng og hattar, auk allra tegunda af minjagripum. Einnig gosdrykkir, pylsur og rjómaís. Víða sjást merki á lofti til heiðurs fimmtugu afmælis- barninu Mikka mús sem ekki er langt undan, enda maður dagsins. Við setjumst við heimilislegan ísbar og pöntum risavaxinn mjólkurhristing, eins og þeir gerðust bestir í gamla daga. En okkur er ekki lengi til setunnar boðið, því næsti áfangi er: Ævintýraland Þar stígum við um borð í flatbotna bát með seglþaki. Hann siglir um helstu stór- fljót frumskóganna, þar sem hvítir menn hafa aldrei áður stigið fæti. Víða skyggir stórvaxinn hitabeltisgróður á brennheita sólina, og vafningsjurtir hringa sig niður árbakkann. Á bökkum Gangesfljóts bregða fílarnir á leik og blása vatni hver yfir annan. í fjarska urrar svangur Bengaltígur grimmilega, en sem betur fer er báturinn öruggt vígi úti í miðju fljótinu. Við höldum áfram ferð okkar, og gráðugir krókódílar Amazonvatna synda fast að bátshliðinni með gapandi gin. Á Congofljóti erum við hætt komin, þegar báturinn raskar óvart miðdegisró nokkurra heljarmikilla vatna- hesta, sem móka letilega við árbakkann. En skipstjórinn heldur þeim í hæfilegri fjarlægð með skammbyssunni sinni. Inni í skóginum sjáum við könnunar- leiðangur leita hælis i stóru tré undan blásandi nashyrningi. í dálitlum hellisskúta rífur soltin ljónafjölskylda í sig hræ af sebrahesti. Handan við stóran runna skyggnast brúnaþungar mannætur og bíða þess þolinmóðar, að bátsverjum hlekkist á. Hér gilda lögmál frumskógarins, og hinn sterki sigrar. En skipstjóri bátsins er enginn nýgræðingur í starfi. Styrkum sjómannshöndum siglir hann fram hjá hættum frumskóganna og í örugga höfn. Að lokinni votri svaðilför setjumst við í veitingahús úr bambusviði Kyrrahafsins. Dansflokkar Pólínesiu sveifla sér í strápilsum eftir hljómfalli Suðurhafa. Við dreypum á ferskum ananassafa og skoðum kókoshnetur hátt uppi í grænum pálma- trjánum. Til hliðar gargar litrikur páfagaukur á grein. Viö ósa Mississippimóðu Næsti áningarstaður er torg New Orleans borgar fyrir hundrað árum. Þá voru sjóræningjar tíðir gestir í suðlægum hafnarbæjum. Við heyrum strax á tónlist útihljómsveitanna, að hér slær hjarta Dixílands. Skrautlegar járngrindasvalir auðkenna húsagerðina, og meðfram þröngum borgarstrætum eru betri veitingahús að frönskum hætti. Þeldökkir tónlistarmenn með hvíta Panama-hatta spila á slagverk og hljóðpípur og flytja tónlist feðra sinna, sem fundu upp djassinn hér fyrr á árum. En við höfum hratt á hæli, því utan við borgina er sjálft draugahúsið. Þar leika hvorki meira né minna en 999 kátar aftur- göngur lausum hala. Við ferðumst á litlum báti um salarkynni framliðinna. Þeirri ferð verður aldrei með orðum lýst. Að loknum draugagangi höldum við inn í litla höfn við Karabíska hafið. Við kom- um í miðju uppboði á hvítum þrælum. En skyndilega fyllist loftið af fallbyssugný og púðurreyk. Sællegir sjóræningjar birtast siglandi undir hauskúpufána. Þeir ræna borgina og bera síðan eld að. Undir brennandi himni siglum við framhjá fjárhirslum þeirra. Þar eru saman komin ótrúleg auðæfi í kistum og handröðum, glóandi gulli og lausum aurum. Við kveðjum nú heim sjórána þar sem einfættir menn með augnleppa og handarkrók kyrja drykkjuvísur á kistulokum og súpa á rommflösku með. Aftur stígum við á land og höldum innreið okkar í: Kúrekaland Þar liggur leið okkar upp Mississippiána um borð í glæsilegum fljótabátnum Mark Twain. Hann er fallegt skip með þrem þilförum og liflegri hljómsveit, sem leikur lögin, sem kennd eru við ána. Á leiðinni mætum við njósnaflokki Davys Dreckett í litlum eintrjáningum og flekum Tom Sawyer á förum út í eyjuna sína. Álengdar standa striðsmálaðir indíánar í vígahug. Þeir hafa grafið upp heröxina og eru í leit að hvitum höfuðleðrum. Eimpípa járn- brautar blæs í fjarska, og rauðskinnarnir hverfa í skógarþykknið. Við höldum áfram ótrauð, uns við komum í lítinn kúrekabæ. Þar setjumst við inn á krána Gullna Skeifan og vætum þurrar kverkarnar með rótaröli. Á danspalli fyrir enda hússins stíga silkiklæddar stúlkur og fasmiklar Dan-Kan dansa með leggjasveiflum og rassaköstum. Glamrandi píanótónar berast fram vgitingasalinn. Úti á rykugri götunni á íögreglustjórinn í sífelldum útistöðum við vopnaða banka- ræningja, en skeggjaðir gullgrafarar hnýta bagga sína á stuttfætta múlasna, eins og ekkert hafi í skorist. Við þökkum kúrekum veitingarnar og kveðjum villta vestrið með viðkomu í: Bjarndýralandi Þar stígum við um borð í Disneyland hraðlestina og höldum áfram ferðinni til Framtíðarlands. Áður gefum við okkur þó tíma til að sjá nokkur skemmtiatriði á árshátíð bjarnanna. Mesta athygli vekur Hillbillí-hljómsveit skipuð böngsum ofan úr fjöllum. Þeir spila fjörug lög á heimagerðar fiðlur, þvottabretti og bala. Einnig blása þeir í ölkúta. Óvíst er, hvort nokkru sinni fyrr né síðar hafi verið leikin önnur eins tónlist. En lestin blæs til brottferðar, og við veifum veislukátum bjössum og höldum áfram til: Framtíðarlands í Framtíðarlandi skyggnumst við inn í ókomna tíð. Þar rikir öld geimferða og andi morgundagsins. Við stígum af lestinni við Höllina miklu, þar sem sjá má og heyra söngfólk Ameriku syngja úrval sinnar bestu hljómlistar. Framtíðarland býður upp á geimsiglingar og skoðunarferðir um ónumdar lendur tækni og vísinda. Þar er lika merkilegt kvikmyndahús, sem sýnir í 360 gráða hring, svo myndin er allt umhverfis áhorfandann. Á stórum sviðs- palli eru nýjustu popplögin leikin. Þegar hljómsveitin kveður og axlar hljóðfærin, hverfur sviðið hægt og rólega ofan í jörðina. 14 Vikan S.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.