Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 47
„Þú sérð hann ekki núna; hann er kominn fram hjá glugganum. Þú hlýtur að muna eftir hr. Yarde. Hann var litli maðurinn, sem kom í vagninn við Chippenham og notaði svo skrýtin orð að ég gat ekki almennilega skilið hann. Heldur þú að hann sá að koma hingað?” „Ég vona svo sannarlega ekki," sagði sir Richard. 5. kafli. Von hans virtist ekki ætla að rætast, því eftir nokkrar mínútur kom gest- gjafinn inn í herbergið og spurði með afsökunarhreim, hvort háttvirtur herra- maðurinn væri ekki reiöubúinn að láta annað herbergið til annars ferðalangs. „Ég sagði honum að yðar náð hefði pantað bæði herbergin, en honum er mikið í mun að fá gistingu í nótt herra, svo að ég sagðist skyldu spyrja yðar náð hvort þér væruð ekki reiðubúinn til þess að deila herbergi með yngra manninum og hafa þar tvö rúm.” Sir Richard og ungfrú Creed litu á hvort annað eitt augnablik, hann sá a/ hún átti erfitt með að fara ekki ao hlæja. Varir hans titruðu en áður en hann gat svarað gestgjafanum leit hvasst andlit Jimmy Yarde yfir axlir hans. Þegar hann þekkti þá sem við borðið sátu virtist hann verða mjög undrandi. Hann var þó fljótur að átta sig og gekk inn i stofuna, að því er virtist mjög glaður yfir því að sjá þarna einhverja, sem hann kannaðist við. „Jæja, ef þetta er ekki ungi kunningi minn!” hrópaði hann. „Fjandakomið, ef ég hélt ekki að þið tveir hefðuð lagt af stað til Wroxham.” „Nei,” sagði sir Richard. „Ég taldi að i Wroxham myndi verða fullt af ferða- mönnum í nótt.” „Ja, klókur eruð þér, það má nú segja. Ég vissi það um leið og ég bar yður augum. Og þér höfðuð rétt fyrir yður. Ég sagði við sjálfan mig, Wroxham er enginn staður fyrir þig, Jimmy minn.” „Var horaða konan enn i kasti?” spurði Pen. „Jeramías, ungi vinur, hún var stíf eins og lík þegar ég lallaði af stað og enginn vissi hvað gera ætti til þess að koma henni í þennan heim. Ég hélt mig nú ári glúrinn að detta það í hug að koma hingað — en ég vissi ekki að þér hefðuð beðið um öll herbergin á undan mér.” Bjart andlit hans mætti sir Richard. „Því miður,” sagði sir Richard kurteis- lega. „Heyrið nú,” bað hr. Yarde, „þér færuð nú varla að úthýsa Jimmy Yarde. Jeremías, klukkan er orðin yfir ellefu og það er orðið dimmt. Hvað stendur í vegi fyrir því að þér viljið ekki vera í sama herbergi og stráksi?” „Gæti yðar náð ekki leyft unga herr- anum að sofa i aukarúminu sem er í her- m mm ^ J j. bergi yðar?” spurði veitingamaðurinn mjúkmáll. „Nei,” sagði sir Richard. „Ég sef mjög laust og frændi minn hrýtur.” Hann lést ekki sjá reiðilegt augnaráð Pen en sneri sér að hr. Yarde. „Hrjótið þér?” spurði hann. Jimmy glotti, „ekki ég, ég sef eins og ungabarn. „Þá megið þér,” sagði sir Richard, „deila með mér herbergi.” „Rausnarlega boðið, eins og ég vissi að þér mynduð gera, herra minn. Fjandakornið ef ég drekk ekki upp á það.” Sir Richard kinkaði kolli til gestgjafans og bauð Jimmy sæti. Þar sem hann hafði ekki verið kominn upp í vagninn, þegar Pen sagði að sir Richard væri kennari sinn, tók Jimmy skyldleika þar sem sjálfsagðan hlut. Hann talaði um hana við sir Richard sem frændann og drakk þeim báðum til í gini og vatni sem sir Richard bauð upp á. Hann varð frekar málgefinn við annað glas og talaði mikið um félaga og minntist á Dub-lay og Kidd. Fullt af bitrum aðfinnslum um gárungana kom sir Richard til þess að álíta að hann hefði nýlega unnið í félagi með mönnum sem væru fyrir ofan hann í þjóðfélags- stiganum og að hann hefði ekki í huga að endurtaka þá reynslu. Pen gleypti við þessu öllu og augu hennar urðu sífellt stærri, þar til sir Richard sagði að það væri kominn tími til þess að hún færi í rúmið. Hann fylgdi henni út úr stofunni og að stiganum, þar sem hún hvislaði að honum eins og hún hefði gert mikla uppgötvun: „Kæri herra, ég held ekki að hann sé mjög heiðvirður maður.” „Nei,” sagði sir Richard, „það held ég ekki heldur.” „En er hann þjófur?” spurði Pen með ákafa. „Það held ég áreiðanlega. Þess vegna munt þú, kæra barn, læsa dyrunum hjá þér. Erþaðskiliö.” „Já, en ert þú öruggur? Það væri hræðilegt, ef hann skæri þig á háls í nótt.” „Það væri það svo sannarlega,” samsinnti sir Richard. „En ég fullvissa þig um að hann gerir það ekki. Þú geymir þetta fyrir mig þar til á morgun.” Hann lét þunga pyngju sina í hönd hennar. Hún kinkaði kolli. „Já, það skal ég gera. Þú ferð varlega, er það ekki?" „Ég lofa því,” sagði hann og S.tbl. Vlkan 47.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.