Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 6
 k«ukuu»‘“ l^íHfwS^SSHÍviE. Wr, £gg| IpSlSllfflfÉI W^mmm isgisáSíSII^MÉ?- verið meira en tólf ára gamall þegar ég fékk fyrsta riffilinn minn, fjórtán ára gamall var ég kominn með haglabyssu. En svo fór mér að þykja svo vænt um fuglana sem ég kynntist á veiði- ferðum, að ég hafði ekki brjóst í mér til að skjóta þá. Nú hef ég mjög gaman af að fara upp í Heiðmörk og fylgjast með rjúpunum þar og fuglunum yfir- leitt. Þegar ég var yngri fórum við suður með sjó og út á bugt á bát, sem við leigðum, og komum oft aftur úr veiðiferð með 50- 100 fugla. Þetta var náttúrlega ágætt búsílag þvi ég á þrjá syni og eina dóttur. Nú læt ég mér nægja að mála myndir af fuglunum og fylgjast með hátterni þeirra.” „Heldur þú að menn fái kannski annað viðhorf til þess að aflífa dýr þegar þeir eldast?” „Hjá mér er það ekkert tengt aldrinum, heldur einungis þessum ákveðnu tengslum sem mynduðust. Annars breytist líka fólkið sjálft með aldrinum. Það er talsverður munur á átján ára stúlku og sextugri konu.” „Nú er mikið rætt og ritað um vandamálin sem fylgja því að verða gamall. Finnst þér aldurinn hafa eitthvað að segja?” „Ja, ég fyrir mitt leyti verð að játa að mér finnst ég ennþá ungur stúdent! Ég hugsa alltaf um sjálfan mig eins og þegar ég var tvítugur og þá sárnar mér stundum að aðrir skuli ekki finna þetta.” Við þessi síðustu orð brosti Sveinn og augnatillitið var ekki degi eldra en tvítugt. „Það var gaman að vera ungur stúdent. Ég varð stúdent árið 1929 og með mér urðu stúdentar úrvalsfólk eins og til dæmis dr. Gunnar Thoroddsen, dr. Þórður Þorbjarnarson, Snorri Ólafsson yfirlæknir. Auður Auðuns fyrrverandi ráðherra, Oddur Ólafsson lækn- ir og alþingismaður, Björn Fr. Björnsson sýslumaður, Bjarni Jónsson læknir og margir fleiri. Fyrsta stúdentsárið skemmtum við okkur talsvert í mínum kunningjahópi. Það var á bann- árunum og var mikið drukkið. Ég sá að þetta var óskynsamlegt, dró mig í hlé úr gleðskapnum og hef verið hófsamur síðan.” Betra að safna víni en drekka það í óhófi Einu sinni eignaðist mágur minn stóran kút af Malakkavíni og var það ódrekkandi. Hann gleymdi víninu i tvö ár, smakk- aði svo á því aftur og þá voru þetta orðnar guðaveigar. Þá flaug mér í hug að koma mér upp vínkjallara, enda talsvert skynsamlegra að safna víninu en drekka það í óhófi. Ef ég þurfti að nota eina flösku af víni, keypti ég tvær og geymdi aðra. Og þannig hef ég komið mér upp Sveinn nokkru safni af gömlu árgangs- víni, sem ég snerti ekki, nema þegar ég á von á gestum sem ég held að kunni að meta það. Til dæmis á ég koníak sem mér var gefið þegar ég varð sextugur og sú flaska verður ekki tekin upp fyrr en á sjötugsafmælinu nú í sumar. Sjötugsafmæli í sumar já, auðvitað kemur ýmislegt til þegar maður eldist, maður verður sljórri og heyrir og sér illa. Líkaminn hrörnar en maðurinn þroskast stöðugt. Þó held ég að fólk þroskist varla Kaaber og kona hani, Guðrún Kaaber. meira en til fimmtugs, eftir það verði frekar um andlega stöðnun að ræða. Þá er líka kominn timi til að vera öðrum eitthvað, verða þeim yngri í fjölskyldunni athvarf, tala við barnabörnin og nágrannana. Það er leiðinlegast fyrir fullorðinn mann að verða þess var að hann er ekki lengur öðrum til gagns. Það er kannski réttlætanlegt nú á vorum timum, að menn sem eru búnir að vinna rúmlega fjörutíu ár eða lengur fái full eftirlaun og hætti. En það eru dæmi um annað. 6 Vlkan S.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.