Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 50
frekar föl og Jimmy Yarde virtist skyndi- lega hugsandi. „Löggan, ha?" sagði hann og strauk sér um hökuna. „Hérna og núna." „Ég hef aldrei séð neinn slíkan," sagði Pen og reyndi að sýnast kærulaus. „Þetta verður skemmtilegt. Hvað skyldi hann vilja?" VIÐ STÆKKUM OG BREYTUM NU bjóðum viö flestar byggingavörur á sama staö í nýinnréttuöu húsnædi á 1. og 2. hæð, samtals 600 m2. Komið og skodiö. — Það er hagkvæmt að verzla allt á sama stað. íltveggjasteinn Þakpappi Eldhúsinnréttingar Veggfóður Milliveggjaplötur Múrnet Plaströr&fittings Veggsfrigi Spónaplötur Rappnet Gluggaplast Gólfflisar Grindaefni Skrúfur Álpappir Veggflísar Plasteinangrun Þakrennur Garðastál Lim Glerullareinangrun Hreinlætistæki Lamir & skrár Gólfdúkur Steinullareinangrun Blondunartaki Rafmagnsverkfæri Korkflísar Glerullarhólkar Viðarþiljur Málningarvörur Saumur Þakjárn Baðskápar Verkfæri ALLT UNDIR EINU ÞAKI WilbMi! BYGGINGARVORUDEILD JÓN LOFTSSON HF. HRINGBRAUT121 „Það er ekki gott að segja," svaraði Jimmy og augu hans virtu hana fyrir sér undan hárlausum augabrúnunum, „Það er ómögulegt að segja. Þó finnst mér ekki trúlegt að hann eigi neitt erindi við ungan pilt eins og yður." „Auðvitað ekki," sagði Pen og kreisti fram hlátur. „Það var það sem ég hélt," sagði Jimmy og leit nú á síðan frakkann sem kastað hafði verið yfir borðið. „Þetta skyldi þó ekki vera yfirhöfn yðar, stráksi?" „Jú, en ég þurfti svo ekkert á henni að halda, það er miklu hlýrra úti en ég bjóst við." Hann tók hana upp, hristi úr henni og rétti til hennar. „Skiljið aldrei neitt eftir í almennum drykkjusölum," sagði hann í umvöndunartón. „Það er mikið um hnuplara, jafnvel í þessum landshluta, sem myndu verða glaðir að koma höndum yfir góða yfirhöfn sem þessa." „Já. Þakka yður fyrir. Ég ætla að fara með hana upp," sagði Pen, ánægð yfir þvi að fá tækifæri til þess að komast burtu. „Það er best að gera það," samsinnti Jimmy. „Síðan fáum við okkur matarbita og þó að ég sé ekkert hlynntur valds- bubbunum, það er að segja lögreglu- mönnum, því ég er friðsemdarmaður, þá er þeim velkomið að leita á mér." Hann gekk inn i stofuna eins og sá maður sem hefur hreina samvisku. Pen flýtti sér upp og bankaði áköf á dyr sir Richards. Hann sagði henni að koma inn. Hún gekk inn og sá að hann var að enda við að hnýta bindið sitt. Hann leit á hana í speglinum og sagði: „Jæja, krakki?" „Við verðum að koma okkur héðan undir eins," sagði Pen andstutt. „Við erum í hinni mestu hættu." „Hversvegna? Er frænka þín komin?" spurði sir Richard jafnrólegur og áður. „Verra en það," sagði Pen. „Lög- reglumaður." „Aha, ég hélt strax að þú værir inn- brotsþjófur," sagði sir Richard og hristi höfuðið. „Ég er ekki innbrotsþjófur, þú veist það." „Ef það er lögreglumaður á eftir þér, þá hlýtur þú að vera af verri gerðinni," svaraði hann og renndi tóbaksdósunum í vasa sinn. „Við skulum fara niður og fá okkur morgunverð." „Já, en mér er alvara. Ég er viss um að frænka hefur sent lögregluna á eftir mér." „Kæra barn, ef eitthvað er öruggt, þá er það að lögreglan hefur aldrei heyrt þín getið. Vertu nú ekki með vitleysu." Hún andvarpaði léttilega. „Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér, en þetta er ein- mitt það sem Almeria frænka myndi gera." „Þú ert best til þess að dæma um það, en þú mátt treysta þvi að þetta er ein- mitt ekki það sem lógreglan myndi gera. Þú munt líklega komast að því að hann hefur meiri áhuga á vini okkar, hr. Yarde." „Já, það hélt ég i fyrstu, en hann segir að lögreglunni sé velkomið að leita á honum ef þeir vilja." „Þá er það öruggt að hr. Yarde hefur losað sig við það þýfi sem hann hefur verið með. Morgunverður!" Hálfhrædd fylgdi Pen honum niður í stofuna. Þau hittu Jimmy þar sem hann átti við kaldan nautakjötsrétt. Hann heilsaði sir Richard með glotti og að því er virtist með hreina samvisku frá því þeir höfðu síðast hist. Framhald í nœsta blaði. Ennaukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingapjónustan. msiMia Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 f SOVlkans.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.