Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 62
PÓSTIRIW Hjálp, kœri Pósturl Hæ, Póstur! Mig langar til þess að bera undir þig smávandamál. Einu sinni kom ég heim klukkan hálfellefu, og þá varð pabbi alveg fjúkandi vondur. Ég fór út með einum vini mínum og vinkonu, og við ákváðum að fara í heimsókn til eins stráks til að spila plötur og kjafta saman. Þá höfðu pabbi og mamma hringt út um allt til að leita að mér, af því að ég á að vera komin heim klukkan hálftíu. Yfirleitt geri ég það alltaf, þó mér þyki leiðinlegt að þurfa alltaf að fara fyrst, þegar ég er einhvers staðar með vinum mínum. Og einu sinni þegar ég kom heim klukkan tíu, af því að ég missti af strætó, þá bönnuðu þau mér nokkrum dögum seinna að fara í bíó með vinum mínum, svo ég mundi læra að hlýða þeim! Ég þori varla lengur að fara út, því allir vita þetta og eru að stríða mér á þessu. Eg er kölluð „litla pelabarnið hennar mömmu sinnar" og allt svoleiðis. Og svo eru allir að mana mig upp í að hlýða þeim ekki. En mér þykir vænt um þau og vil ekki rífast við þau. En einu sinni reyndi ég að tala við þau um þetta, og sagði að allir hinir krakkarnir mættu vera til hálfellefu og ellefu. En þá sögðu þau mér bara að hætta þessu kjaftæði og að það stæði í reglum að krakkar á þessum aldri mættu ekki vera svona lengi úti. Ég er þrettán ára. Hafa þau einhvern rétt til að fara svona með mig? Hvað get ég eiginlega gert? Þetta fer svo í taugarnar á mér, að ég er að springa. Hjálp, kæriPóstur. Öskubuska. Að mörgu leyti er Pósturinn hjartanlega sammála foreldrum þínum. Þrettán ára unglingar hafa lítið gott af því að þvælast | lengi úti á kvöldin en að vísu fer þetta að miklu leyti eftir árstím- anum. Þegar klukkan er orðin tíu að vetri er engin ástæða til að þú komir ekki heim. Hins vegar er allt í lagi að sumrinu að vera ofurlítið lengur, því um miðnætti á sumrin er oft lang- fallegast veðrið. Hugsaðu málið sjálf, án tillits til þess sem félag- arnir hafa haft um málið að segja. Þú býrð hér á höfuðborgarsvæðinu, sem er sífellt að taka á sig meiri svip stórborgar, en það er nokkuð, sem margir foreldrar hafa ekki gert sér grein fyrir. Þegar fer að dimma á vetrarkvöldum getur það reynst unglingum hættulegt að vera lengi út, enda þekkist það varla erlendis. Ræddu bara aftur við foreldrana, hafðu þá í huga að reyna að skilja H.P. pía enn á ný Komdu nú sæll kæri Póstur og gleðilegt nýár. Ég vona að þú munir eftir mér. Ég skrifaði þér fleiri fleiri bréf hérna einu sinni. Ég þakka þér ægilega vel fyrir þín góðu svör þá. Núna er svo komið fyrir mér að ég þoli ekki neitt, og aðallega ekki sjálfa mig. Ég þoli ekki að vera eins og ég er. Mig langar svo oft til að standa upp, öskra og grenja eða brjóta allt, þegar ég sit niðri í stól og held kjafti og kannski hlæ bara með hinu fólkinu, sem er svo sniðugt. í alvöru talað annað fólk (yfirleitt) er ekki eins og ég, heldur er það sniðugt ogskemmtilegt, mín fjölskylda að minnsta kosti. Égeralveg ógeðslega fúl manneskja, en mig langar ekki að vera það. Ó, Póstur, þetta er svo erfitt. Ég er líka svo feimin og veistu hvað ég geri þá? Þá fæ ég mér brennivín að drekka því þá líður mér betur og tala mikið. En samt líður mér ekki vel og fer oft að gráta, en get ekki sagt neinum frá, af hverju ég grœt. Enginn skilur neitt. Það er líka einn strákur til, sem ég elska. Ó, já, ég elska hann svo heitt. Þegar ég kynntist honum, þá var hann svo góður við mig og hann er það ennþá, en ég komst að því að hann væri bara að nota mig. Þá varð ég reið og öskraði á hann og grét og grét og auðvitað varð hann þá bara vondur. Ég elska hann alltaf heitar og heitar. Hann heldur áfram að nota mig við og við, þegar hann vantar mig og ég veit að ég á aldrei eftir að segja nei. Hvernig gæti ég það, þegar hann horfir í augu mín, tekur fast utan um mig og kyssir mig? Mér líður svo vel hjá honum, að mér verður alveg sama um allt annað. Ég bara elska hann. Og mig langar ekki að vera eins og ég er. Það er svo leiðinlegt. Ég vil verða söngkona og veit vel að ég hef hæfileika til þess, lílega eru það einu hæfileikarnir sem ég hef. En hvernig get ég orðið söngkona? Ég er svo mikill bjáni! Mig langar líka að læra blaðamennsku. Heldur þú að ég gæti reynt að breyta mér? Ef ég hefði bara alltaf verið heima, að skoða myndir af Helga P., þá væri þetta ekki svona. HANN er alltaf sami sæti strákurinn. Hérna kemur lítið Ijóð: Þú ert það, sem leita má til þegar ég er í fýlu. Eða þetta leiða líf ég alls ekki skil og mér finnst ég líkjast grýlu. „Sniff, sniff "Þetta er nú meira leiðindabréfið, sem þú færð frá mér, en ég œtla ekki að fremja sjálfsmorð, svo einhvern tíma hlýtur að liggja betur á mér og þá skal ég skrifa þér gleðibréf. Ég ætla að kveðja þig núna. Bless, bless! Þín vinkona H. P. pía P.s. Bið að heilsa Helga Pé og ritstjóranum á Vikunni (ég vil nefnilega fá vinnu hjá Vikunni næsta sumar, ha, ha!). Komdu sæl og blessuð, H.P. pía! Hvernig í ósköpunum gat þér flogið í hug að Pósturinn væri búin að gleyma þér. Satt að segja var svo langt liðið frá síðasta bréfinu þínu að Pósturinn var að hugleiða hvort hann ætti að lýsa eftir þér, svona til að vita hvernig þér liði. En nú hefur þú sem sagt skrifað — og ert þá svona ægilega þunglynd. Hvernig getur það annars verið, hvað er orðið af góða skapinu þínu? Svona, réttu úr kryppunni og brostu!! Lífið getur ekki verið svona ægilegt. Það er víst nokkuð augljóst, að ástin getur tekið á sig margar myndir, og þú ert svona rétt að fá reykinn af réttunum, manneskja. Hver segir svo, að það sé hann, sem er að nota þig, en ekki þú hann? Hugsaðu málið vandlega. Þú nýtur þess að vera með honum, svo þá hlýtur þú að hafa haft einhver not af honum og fyrst hann kemur alltaf aftur er það sennilega gagnkvæmt. Þú ert líka svo ung ennþá, að þú átt að njóta lífsins og varast að hugsa um einhvern einn eins og hann væri eini maðurinn í heiminum. Tíminn líður, þú átt eftir að eldast og þroskast og líta þá annað fólk allt öðrum augum en þú gerir núna. Þá getur það orðið þér gersamlega óskiljanlegt, hvað þú sást við þennan náunga og átt líklega eftir að hlæja hressilega að gömlu myndunum af Helga Pé. Sértu ákveðin í að læra söng væri alls ekki fráleitt fyrir þig að sækja um inngöngu í Tónlistar- skólann og reyna að læra þar með skyldunáminu, því það gæti orðið þér ómetanleg undirstaða síðar. Skrifaðu Póstinum sem fyrst aftur og láttu vita, hvort þetta er ekki bara allt gleymt og grafið — eða svona næstum því. 62 Vikan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.