Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 40
Vikan prófar léttu vínin 5. Portúgölsk hvítvín
Þau bjarga
ekki sallfisksölunni
Segja enga sögu
Gæðaprófun hinna sjö portúgölsku
hvitvina, sem fást hér í Ríkinu, olli veru-
legum vonbrigðum. 1 ljós kom, að þau
eru ekki til þess fallin að lagfæra
viðskiptajöfnuðinn og bjarga á þann
hátt saltfiskútflutningnum til Portúgal.
Vínin sjö reyndust engan veginn
frambærilegir fulltrúar eins mesta
vínræktarlands heims þar sem heilir
landshlutar eru þaktir vínviði og 15%
þjóðarinnar lifa á vinrækt og vínsölu.
Þau reyndust verri en heimabruggað vín
úr pökkum.
Auðvitað er Portúgal fyrst og fremst
frægt fyrir bestu púrtvín heims. En hvít-
vínin eiga ekki heldur að vera neitt slor.
Fraegt er Bucellas, sem er ræktað rétt
norður af Lissabon, Dao frá héraðinu
umhverfis borgina Viseu og Vinho
verde, sem er ræktað nyrst í landinu.
Engin slik hvítvín eru á boðstólum í
Ríkinu. Þar fást aðeins hinar hvers-
dagslegu útgáfur stóru fram-
leiðendanna, hvorki merkt framleiðslu-
svæði né framleiðsluári. Þessi vin segja enga
sögu.
Enginn veit um aldurinn
Alvarlegastur er skorturinn á
upplýsingum um aldur. Léleg hvítvín
endast nefnilega ekki lengi, svo sem
greinilega kom í ljós í gæðaprófun
Vikunnar á portúgölsku vínunum.
Á umbúðir ýmissar matvöru er greini-
lega skráð hvenær sé síðasti leyfilegi
söludagur eða hvenær neyta eigi
matarins í síðasta lagi. Slíkar upplýs-
ingar ættu ekki síður að fylgja jafn
viðkvæmri vöru og léttu víni.
Öll létt vín skemmast með aldrinum.
örfá bama að vísu fyrstu árin, en ein-
hvern tíma sígur á ógæfuhliðina. Sum
vin eldast á einu ári, önnur á 200 árum.
Kunnáttumönnum nægir að vita um
árgang vínsins, því að þeir eiga töflur um
mismunandi ævilíkur mismunandi
árganga mismunandi vína. Fyrirhafnar-
minnst fyrir almenna neytendur væri þó, ef
skráð væri á flöskumiðana, hve seint megi
drekka vinið.
Verri en orð fá lýst
Portúgölsku hvítvinin í Ríkinu eru
fórnardýr sérstaks vítahrings, sem þar
ríkir. Birgðir, sem seljast hægt, verða
gamlar. Vinin verða vond og hætta að
seljast. Ekki eru keypt ný, af því að hin
gömlu og ónýtu eru enn til. Smám
saman verða þau að ediki.
Ég vildi gjarnan trúa, að venjuleg
portúgölsk hvítvin séu góð meðan þau
eru ný. Mér hefur verið sagt, að þau séu
mjög frambærileg, jafnvel ekki síðri
venjulegum frönskum hvitvínum.
En vínin sjö i Ríkinu gáfu enga
hugmynd um slíkt. Prófun þeirra
reyndist mér hin versta raun. Ólyktin og
óbragðið voru slik, að orð fá varla lýst.
Sennilega hafa ráðamenn Ríkisins enga
hugmynd um hvaða vessa þeir eru að
selja sem drykkjarvöru.
Minnstu munaði, að ekkert vinið
næði lágmarkseinkunn. Sumum
dómaranna fannst meira að segja vont
eina vínið, sem náði einkunninni fimm.
öðrum fannst hin vínin verri.
Nú eru vafalaust til saltfiskverkendur
og aðrir, sem af siðferðilegum eða
viðskiptalegum ástæðum telja sér skylt
að hafa portúgalskar afurðir á heimilum
sínum. Ég ætla að reyna að gefa þeim
nokkur vínráð, þótt með hálfum huga
sé.
Mateus skástur en ekki gðður
MATEUS frá Sogrape fékk fimm í
einkunn. Þetta vin var á fallegri poka-
flösku, sem margir þekkja af rósavíni
sama fyrirtækis. Vínið leit út eins og
sódavatn, lyktaði eins og sódavatn og
var á bragðið eins og sódavatn, að mati
vingjarnlegasta dómarans.
Annar skrifaði „hrossatað” og hinn
þriðji „brennisteinslykt”. Þessi fúkyrði
voru dæmigerð fyrir umsagnirnar í
þessum flokki.
Augljóst var, að ilman vínsins var
ekki alveg í lagi og að skrítið eftirbragð
var því. Viðurkenna ber þó, að þessi
vandamál hurfu að mestu, þegar vinið
var kælt rækilega. Þá hurfu lykt og
bragð og sódavatnslíkingin sat ein eftir.
Mateus fékk einmitt fimm, af því að
það varð drykkjarhæft, þegar það var
kælt alveg niður undir frostmark. Sama
er ekki hægt að segja um hin vínin.
Kæling bjargaði þeim ekki frá falleink-
unn.
Þrjú sæt og þrjú þurr
Mateus er hvorki þurrt vín né sætt.
Hin sex vinin skiptust að jöfnu í þrjú sæt
vín og þrjú þurr.
Af þurru vínunum var ALIANCA frá
samnefndu fyrirtæki skást. Það var
litdjúpt og gullið. Það hafði væga
brennisteinslykt og rangt eftirbragð.
Einkunn fjórir.
EVELITA frá Real var skásta sæta
BINNI & DINNI
Hvafl er eiginlega um afi vera
hér. Heldurðu afl það <;
þurfi afl vökva blómin á
veggfóðrinu efla hvafl?
Heldurðu afl
blómin ó
veggfófirinu vaxi
betur ef þú
vökvar þau?
HA HA ^
Aha, þar nófli óg
ykkur. Með kveflju frá
geitavatnsveitunni.
Mefl kveðju
fra
vatnsveitunni!
f Bleytum
geitina
•s^aftur . .
I/'"' Ætlarðu
f ekki aö vökva
meira I
'Geitarskeggur?
GUIB
Bulls
40 Vikan S. tbl