Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 23
Við borðið var Rynn að koma tinkertastjökunum tveim fyrir. „Þarna úti," sagði hann. „Allur þessi uppgröftur." „Túlípanar," sagði stúlkan. „Gott. Elsku Mamma elskar túlípana." Hann lét gluggatjöldin falla aftur fyrir. Hann þóttist vera að hugsa upphátt, en Rynn vissi að rétt eins og hann hafði notið leikrænna möguleika slárinnar, hattsins og stafsins, var hann að leika fyrir hana núna — heillaðan áhorfanda. „Ég ætti að taka mig á, en sannleikurinn er sá að ég sakna hennar alls ekki svo mikið. Finnst þér það voða- lega ljótt af mér? Og með tímanum er ég hræddur um að ég finni jafnvel enn minna fyrir missinum." Hann gat ekki stillt sig um að glotta meðan hann renndi varasalva yfir varirnar. „Nei, ég sakna hennar ekki, en lögreglan virðist gera það..." Hann leyfði staðhæfingu sinni að teygjast og hanga í loftinu, orðin voru sögð hægt af ásettu ráði, og héngu áþreifanleg eins og þegar andar- dráttur myndar mistur í köldu lofti. Með nöglinni kippti Rynn dropa af kertavaxi upp af borðplötunni. „Minntu mig á að hugsa til hennar þegar ég stend hér — við þennan glugga — næsta vor þegar túlípanarnir springa út." Hér. Næsta vor. Orðin komu hægt og ákveðið meðan hann gekk að Rynn og tók sér stöðu fyrir aftan hana. Hún hélt áfram að skafa kertavaxið af borðplöt- unni. „En ekki fyrir allt í heiminum vildi ég að þú færir að hafa áhyggjur af henni. Það var þess vegna sem ég lallaði hingað." Þegar Rynn vildi ekki snúa sér að honum, sneri hann henni. Hún sneri sér aftur undan. „Það var rétt, ég gekk. Ætlarðu ekki að spyrja af hverju ég ók ekki á yndis- lega, lifrarlita Bentleynum hennar Elsku Mömmu?" Hann sló um sig slánni og stikaði fram hjá henni að arninum. Úr eldiviðarkass- anum dró hann dagblöð sem hann vöðlaði saman og stakk í arininn. Hann bætti við sprekum, kveikti i pappírnum og horfði á eldinn læsa sig í viðinn. Andlit hans endurvarpaði appelsínu- rauðum logunum. „Eða þarftu ekki að spyrja vegna þess að þú ert svo ofboðslega gáfuð að þú veist að ég vil ekki skilja hann eftir úti í trjágöngunum í allra augsýn? Rétt?" Hann leit upp frá eldinum þar sem logarnir risu og sleiktu sprekin. „Sem minnir mig á, ég á eftir að þakka þér fyrir að koma bílnum aftur að skrifstofunni." Stúlkan stóð hreyfingarlaus við borð- ið, þögul. „Rynn?" „Ég veit ekki hvað þú átt við." „Ég meina, þú ert stórgáfuð. Ekkert vafamál. En þú gerðir ein mistök. Ég er að tala um þennan fræga laugardag þegar hún ók stolti sínu og lífsgleði, lifrarlita Bentleynum, hingað til að sækja jafnfrægar sultukrukkur. Hún kom aldrei heim aftur. En einhvern veginn gerði bíllinn það." „Þann laugardag kom hún aldrei hingað." „Núna ertu kærulaus." „Hún kom aldrei." „Vina mín, ég legg til að þú fáir þér sæti." Rynn hreyfði sig ekki. Hallet smellti fingrunum í átt að sófanum. Hann horfði á hana meðan hún settist, flöktandi bjarminn frá eldinum lék á andliti hans. „Hún kom hingað. Ég veit það. Ég sat í bílnum með henni hingað." Hún gat heyrt hann draga andann í þögninni. „Skilurðu nú af hverju þú mátt ekki koma með svona kæruleysislegar stað- hæfingar?" „Hún kom aldrei hingað." „Vertu ekki leiðinleg. Þennan laugar- dag datt mér í hug að heimsækja þig líka. Þegar við fórum af skrifstofunni laug ég. Ég sagði Elsku Mömmu að mig langaði að hitta nágranna þína áður en þeir lokuðu húsinu og færu til Florida. Þegar við vorum komin hingað í trjágöngin vissi hún af hverju ég hafði komið með. Elsku Mamma, hún vissi hvað ég vildi. Við rifumst heiftarlega í bílnum beint fyrir framan húsið hérna. Hún bannaði mér að koma nokkru sinni hingað aftur. Hún sagðist ætla að ræða við föður þinn. Undir fjögur augu. Um mig —sennilega. Finnst þér hræðilega sjúklegt af mér að halda það? Það er satt, samt sem áður. Skiptir engu núna. Ég beið eftir að hún færi. Og beið. í rigningunni, manstu? Ég sá þig yfirgefa húsið og koma aftur. Ég sá litla halta töframanninn hjóla hingað og hjóla síðan burt aftur. Þá var ég orðinn gegn- blautur og lallaði heim — og skildi bílinn hennar eftir hér." „Ekkert af þessu er satt." „Það muntu aldrei vita, er það? Efi þú spyrð fituhlussuna Ron Miglioriti lögregluþjón, færðu að vita að lögreglan lét Bentleyinn hennar, sem égeinn trúði að hefði birst aftur hjá skrifstofunni á leyndardómsfullan hátt, standa þar allan sunnudaginn. Læstan. Eins og banka- fjárhirsla. Þar sem Elsku Mamma hafði einu lyklana var mér ómögulegt að opna hann. Á mánudeginum dró dráttarbill hann að verkstæði Podesta. Þú átt að vera svo gáfuð, segðu mér hvernig ég opnaði bíldyrnar og setti bílinn í gang án þess að hafa lyklana?" „Hún lét þig hafa þá." „Nei, nei, nei," sagði hann óþolin- móður. „Ég sagði þér að ég hefði ekki hitt hana. Fyrir utan að hún vildi ekki leyfa mér að koma nálægt þessum dýrmæta bíl sínum." „Þá voru til aðrir lyklar?" „Ertu að segja, að þegar Elsku Mamma vildi ekki að ég æki bílnum, þá ^Okkar boð — ykkar stoð^; ElektroElHelios heimilistæki Einnig bjóöum viö * eldhúsinnréttingar • baöinnréttingar • parket og * innihuröir í miklu úrvali — « Innréttingaval hf. 14 SUNDABORG SIMI 846ÓO REYKJAVIK ,ara S.tbl.VlkanW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.