Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 15
MARK TWAiN Við tyllum okkur í Geimferða-Grillið og pöntum þjóðarréttinn: hamborgara með frönskum og kók. Fyrir ofan okkur líður hljóðlaus þotulest áfram á einum teini á vit áfangastaða í fjarlægum hluta garðsins. Við fætur okkar siglir kafbáturinn Nátilíus á ferð sinni undir ísbreiður norðurpólsins. Að lokinni máltíð höldum við enn áfram ferðinni til síðasta lands í Disneygarði, sem er: ímyndunarland Yfir ímyndunarlandi skín óskastjarnan allan daginn og ævintýrin verða að raun- veruleika. Höll Þyrnirósu gnæfir yfir umhverfið og svissneska Matterhorn fjallið með strengjavögnum Alpafjalla. Þar inni býr snjómaðurinn hræðilegi. Við fylgjum Mjallhvíti um Sjöskóga, þangað sem dvergarnir litlu höggva gimsteina úr klettaveggjum. Við sjáum Gosa spýtustrák og smávaxinn Pétur Pan á flótta undan Króki skipstjóra. Við heimsækjum Öskubusku heim í nýju höllina og heilsum Grislingum þrem og Stóra Úlfi. En þarna kemur • sjálfur héraðshöfðinginn Andrés önd með frændur sína þrjá og Jóakim hinn ríka ásamt seppanum Plútó. Við tökum okkur ferð með skrítinni margfætlulest um Undralandið hennar Lísu. Þar snýr upp niður og úthliðin inn, en svart er þar hvítt, og rangt hefur alltaf verið rétt. Úti fyrir Undralandi bíður Teboð Geggjaða hattarans. Það kafnar ekki undir nafni. Við setjumst upp í risastóran gulan tebolla á ennþá stærri undirskál. Bollarnir snúast hring eftir hring og hver um annan þveran. Þarna situr sjálfur Goffi aula- bárður i næsta bolla, svo við erum sannar- lega ekki í dónalegum félagsskap. . Hver hringekjan rekur aðra í ímyndunarlandi. Jumbó fíllinn er mættur með stóru eyrun sín. Við setjumst á bak og förum nokkra hringi svona upp á gamlan kunningsskap. Það fer nú senn að síga á seinni hlutann í heimsókn Vikunnar í undraveröld Disneylands. Að lokum tökum við okkur á hendur ferð, sem kölluð er Hin kátasta skipsferð í heimi hér! í litlum bátum siglum við um heimshöfin sjö undir hafgolu vindanna fjögurra. Á bökkunum umhverfis safnást brúður allra landa heims í kveðjuskyni. Blíður barnarómur syngur fallegt lag um að þrátt fyrir allt sé heimurinn ekki svo stór. í hámarki ævintýraferðar líðum við um ómengaða veröld barnsins innan um litadýrð og ljósa- flóð, tónamál og töfralog. Heimsveldi, þar sem barnsgleðin ein situr við völd og ryð og mölur fá því aldrei grandað. Á leið okkar heim er okkur efst í huga: Hve göfugt mundi ekki mannlifið blómstra í fögrum heimi, ef börnin fengju að ráða? Á.H.E. S.tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.